mánudagur, júlí 09, 2007

Ekki á morgun, heldur hinn




Þá er komið að V.Í.N.-ræktinni þessa vikuna. Það var lögð til breytingatillaga fyrir ekki svo löngu síðan um tvær breytingar á dagsetningum. Var sú breytingatillaga samþykkt einróma með einu greittu atkvæði. Þá er málið að ekki verður farið á morgun þriðjudaginn 10.07.07 heldur miðvikudaginn 11.07.07.
Skv. auglýstri dagskrá hér til hægri á síðunni var ætlunin að fara á Hvalfell. En þegar undirritaður kom til byggða frétti hann að þangað hefði verið farið síðustu helgi. Smurning hvað menn vilja gjöra. Halda þessu óbreyttu eða fara annað. Legg til að fólk tjái sig í athugasemdakerfinu annars verður dagskrá óbreytt.

Síðasta þriðjudag var farið í góðan hjólatúr að húsi Skáldsins, þó svo að Jarlaskáldið hafi ekki verið með í för. En 4.vaskir sveinar fóru í sveitina og það voru:

Stebbi Twist
Maggi Brabra
Danni Djús
Raven.

Hjólhestast var frá Snorra hinum aldna Akureyrishing í Mosfellsdal bakvið Úlfarsfell og Helgafell. Síðan stíginn til baka. Góður hjólatúr í frábæru veðri

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!