þriðjudagur, júní 24, 2003

Nú um síðustu helgi fór V.Í.N. í sína árlegu Jónsmessugöngu yfir Fimmvörðuháls. Rétt eins og glöggir lesendur vissu sjálfsagt. Með þar í för var að sjálfsögðu sjálfskipuð miðstjórn stemmtinemdar undirbúningsnemdar eftirlitsdeildar fyrstuhelgaríjúlíárshátí-ðarþórsmerkurferðar. Aðaltilgangur hennar var að athuga hvort gönguleiðin væri fær fyrir þá sem eru og verða svo vitlausir að ætla að ganga til gleðinnar 4.júlí n.k. Nóg um það.

Ferðin hófst óformlega á fimmtudaginum með því að 5. ungir og hraustir karlmenn fóru inneftir í Bása með einn bíl til að skilja eftir og með farangur leiðangursmanna. Eftir að hafa verið plantað niður á svæði 27 og tjaldað nokkrum tjöldum var fjósað í bæinn og þangað komið um 01:00 eftir miðnætti.

Á föstudeginum þá safnast saman hjá Vigni og voru allir mættir á tíma nema Maggi Blö og þeir sem voru með honum í bíl. Var hann skilinn eftir og sagt að hitta okkur á Hvolsvelli. Eftir pulsu og með því á Hlíðarenda var farið á næsta stopp sem var Stóra Mörk þar sem Rollan hans Magga var skilin eftir og hinum troðið í tvo bíla að Skógum. Loks komum við að Skógum og gátum lagt í´ann. Um 22:30 arkaði loks 18 manna hópur V.Í.N. af stað í sína árlegu Jónsmessugöngu. Það myndi gera fólk geðveikt ef maður myndi telja alla upp. Þó verður það að teljast til tíðinda hve gott hlutfall var að hreingerningaliði með okkur eða 5.stk. Strax eftir fyrstu brekku náðum við hóp 2 frá Útivist og vorum við fljótir að fara framúr og pössuðum upp á sá hópur myndi ekki ná okkur það sem eftir væri ferðarinnar og var það ekki mikið mál. Eitthvað tognaði nú á hópnum okkar en þó var engin skilin eftir. Gangan gekk svona þokkalega og eitthvað þurfti fólk að teipa á sér lappirnar missnemma þó. Ekki tók þoka á moti okkur þegar við fórum yfir göngubrúna yfir Skógá heldur var fínasta veður og gott skyggni. Eftir þetta tók leiðinlegasti kaflinn við eða frá brú að neðri skála. Það hefði ekki einu sinni verið gaman að keyra þetta svo vorndur er vegurinn. Fólk fór svo að tínast að neðri skála og var þar stoppað til að snæða nesti. Þó voru tveir leiðangurmanna nokkuð fúlir er þangað var komið. Eftir snæðing og skriftir í gestabók var ekkert annað gera nema drífa sig af stað enda var hópur 1 frá Útivist að byrja að arka frá efri skála og ekki nenntuð við að vera fyrir aftan hann þegar halla væri farið niður í móti. Fljótlega náðum við síðustu mönnum og fórum að draga á hinna. Það varð okkur svo til happs að fyrir ofan Bröttufönn fór hópurinn á einhvern útsýnisstað þannig að allir í okkar hóp komust framúr. Engin var fyrir okkur þegar að Heljarkambi var komið. Allir sluppu þar yfir. Við vorum svo fyrir þegar á Kattahryggina var komið enda þurftum við að drekka Kattarhryggjabjórinn þar við mismikla kátínu annara. Hverjum er svo sem ekki sama. Þarna á niðurleiðinni fóru menn að finna fyrir hjánum þó ekkert til að kvarta yfir en samt. Við vorum svo komin niður um 06:00 eftir 7klst27min45sek göngu yfir Fimmvörðuháls. Allir komust yfir og svona þokkalega heilir á sál og líkama. Fólk dreif sig nú í sturtu enda var engin biðröðin nema við og skoluðu niður nokkrum bjórum.

Fólk reis missnemma úr koju á lagardaginn í fínu veðri. Milli 13:00 og 14:00 fór svo hópur fimm karlmanna að sækja bíla að skógum. Þarna tókst okkur að tróða 5 karlmönnum í Willy´sinn sem smá tilfæringum. Ferðið á Skóga gekk heldur tíðindalaust fyrir sig þó skipum við um bíl við Stóru Mörk og fórum yfir í bílinn hans Magga Blö, fær hann hér með þakkir fyrir. Eftir stop við nýju Seljavallalaugina komum við á Stóru Mörk þar beið okkar Hildur konan hans Jónasar ásamt syni þeirra Ísar Frey, sem hefur þann heiður að vara yngsti aðili í ferðum með V.Í.N. Eftir að hafa tæmt dótið og sett í jeppana og komið þeim mæðginum fyrir var lagt í Bása. Það gekk heldur tíðindalaust fyrir sig. Þegar maður kom í tjaldborgina aftur gat maður loks opnað bjór og var hann ljúfur. Svo var setið, étið, drukkinn bjór, grillað og borðað meira. 22:00 var svo haldið á varðeld og kvöldvöku sem leystist svo upp í vitleysu og kemur Bakkus þar eitthvað við sögu. Samt hélvíti gaman. Menn stóðu mislengi á fótunum og fóru missnemma inn í tjald sökum ölvunar. Þó var engin sér til skammar og öðrum til leiðinda.

Vegna vinnu og knattleika þurftu menn að fara í fyrra fallinu til menningarinnar. Toggi fór fyrstur rétt eftir hádegi, hann var farinn þegar ég vaknaði. Næstur var Vignir ásamt Jóhann Hauki. Eftir vorum við Brabrahjónin, Blöndahlssystkynin og Frosti. Vegna veðurblíðu þá vorum við ekkert að flýta okkur þó var af stað farið ca 16:30 með viðkomu í (Blaut)Bolagili að sjálfsögðu, enda var þetta undirbúningsferð fyrir fyrstuhelgaríjúlíár-shátíðarþórsmerkurferð. (Blaut)Bolagilið leit bara vel út. Bekkurinn á sínum stað, ógnargrjótið líka. Verst er að Krossá rennur ennþá á bílastæðinu. Með smá tilfæringum er hægt að slá upp varðeld á eyri einni sem er þarna. Fallprófarnir á kamrinum voru ekki stundaðar í þetta skiptið. Krossá var ekki til vandræða enda ekki mikið í henni. Við byjuðum að fara inn í Langadal og svo Slyppugil áður en við enduðum í (Blaut)Bolagila, enda bara gaman að sulla aðeins. Þó þarf maður ekki að fara í Langadal til að komast í (Blaut)Bolagil heldur er líka slóði og greinilegt hvar vöðin eru. Við enduðum svo ferðina með fá okkur böku á Hvolsvelli þar sem við biðum í klst eftir bökunni.

Að lokum bara að þakka öllum þeim með fóru
Góðar Stundir

miðvikudagur, júní 18, 2003

Jamm og jæja!!!!

Þá er komið að því. Hin árlega Fimmvörðuhálsganga VÍN (eða Fimman eins og sumir vilja að nefna hana) verður þrömmuð nú um næstu helgi.
Við í VÍN erum aldeilis "nýmóðins" nú sem endranær, því við gefum drit og kúk í hið ágæta labb-og bakpokafélag Útivist og ætlum að gera þetta
uppá eigin spýtur (3"X 5" og 2"X 5" og 6" naglar eru afar góðar spýtur í þessa för) en tökum við ekki þátt í stærstu "tölthalarófu" norðan Alpafjalla (skv. nýjustu skráningu Guinnes...þó ekki bjórsins)sem er farinn á þeirra vegum ár hvert um Jónsmessuhelgi. Þessu fylgja ákveðnar afleiðingar en hvað gerir maður ekki til að vera töff og flottur og öðru vísi eða eitthvað!!
Fólk verður borga fyrirfram tjaldstæði sem þetta árið eru á gjafverðinu 600 íslenskra krónur fyrir hvora nótt, sem sagt 1200 krónur per stukk personen. Það vandamál
er nú fyrir bý þar sem við erum þegar búin að henda inn seðlum til Útivistar. Hins vegar er annar hlutur það er með undanfarahópinn sem fer á morgun. Dót og drasli verður
að koma til okkar, Þ.E. BLÖNDAHLINN, BRABRA OG TWISTUR (ef einhverjir fleiri bætast við þá fáið þið að vita það fljótalega) á morgun, helst fyrir hádegi en í síðasta lagi fyrir 18:00 og þá meina ég í SÍÐASTA LAGI. Við sem höfum svo mikinn áhuga á Gunnari og félögum úr Fljótshlíðinni og þurfum áhugans vegna, að fara 2-3 sömu helgi á Njáluslóðir nennum ekki, líkt og í fyrra, að vera mæta í menninguna um miðjar nætur á aðfaranótt föstudags vitandi vits að næsta dag bíður sólarhringsúthald í þrammi. Var ekkert mjög hressandi í fyrra og ég býst ekki við að það verði neitt öðru vísi í ár ef maður sefur ekki dúr!!!! Þeir sem ekki verða mættir með dótið á þessu tíma verða þá bara að hugsa um sjálfan sig!!!
Eitt enn. Þar sem bensín og olía eru ekki frí fyrirbæri, þó við gjarna vildum, þá mun það örugglega enda svo að rukkað verði fyrir þennan undanfaratúr en ekki fara að rífa hár ykkar og tæta því ekki verður nú gjaldtakan stór. Upphæð verður send með smáskilaboðum Landsímans og OgVodafone fljótlega og helgast þessi seinkun af því, að gengi krónunar (alla vega skv. olíufélögunum) er mjög rokkandi og heimsmarkaðsverð enn verra og þýðir víst lítið að vera rukka yður of mikið eða of lítið, verður að vera þessi gullni meðalvegur sem jú er torfundinn!!
Annað var það ekki. Drullaðu þér að pakka ekki seinna en strax!!!!

Góðar stundir

mánudagur, júní 16, 2003

Sælt veri fólkið. Nú er heldur betur farið að styttast í Jónsmessugöngu á Fimmvörðuháls, sem þíðir að það þarf að fara að greiða fyrir tjaldstæðin. Hafði samband við Útivist í dag og þetta þarf að greiða sem fyrst eins og þeir orðuðu það. Stefnan er að fara í hádeginu á miðvikudaginn og gera upp. Verð er 600.ísl.kr pr. nótt og eru þetta tvær nætur samtals 1200ísl.kr. Gjaldinu þarf að koma til undirritaðs sem fyrst eða staðfesta svo mögulegt sé að leggja út fyrir viðkomandi ef svo ber undir. Þeir sem vilja fá upplýsingar um reikingsnr. sendi mér SMS og munu fá tilheyrandi tölur.

Að öðru í sambandi við þessa sömu ferð. Eins og flestir vita þá er ætlunin að senda undanfarahóp á fimmtudagskvöldið í Bása með tjöld og aðrar birgðir. Það er stefnan að leggja af stað fljótlega eftir vinnu á fimmtudaginn svona c.a. 18:27. Þeir sem ætla að senda dót inneftir eru vinsamlega beðnir vera búnir koma sínum föngum til þeirra sem ætla bílast inneftir fyrir þann tíma, annars eiga menn hættu á því að þurfa að druslast með draslið yfir hálsinn eða bíða fram á laugardag með þá sitt dót.

Undirbúningsnemd eftirlitsdeidar
Sælt verið fólkið.
Ég var að klára að ganga frá ruslinu eftir Öræfatúr okkar liðsmanna VÍN og áttaði mig þá að
einn tvist (þó ekki Stefán Twist enda er hann með W en ekki V, alveg eins og uppáhaldið hans!!!) vantaði.
Ég lánaði draslið mitt út og suður þarna um helgina og það kæmi mér ekki á óvart að hann hefði reynt að
flýja eiganda sinn eftir marga ára misnotkun og ég hef ekki hugmynd um hverjum ég lánaði þennann.
Það má vera að hann sé einhvers staðar á kafi í draslinu hér heima (sem verður að teljast alllíklegt miða við
vörubílsfarmana af dóti sem ég á) en ef þið rekist á appelsínugulan og bláan tvist með
nafninu Kong á þá þætti mér vænt um það að þið mynduð henda honum í hausinn á mér við fyrsta tækifæri (þó ekki
mjög fast....ég gæti fengi kúlu!!!)

Góðar stundir

fimmtudagur, júní 12, 2003

Eins og Stefán minntist hér á í síðasta pistli styttist óðum í Jónsmessugöngu á Fimmvörðuháls. Nokkur undirbúningur liggur að baki ferðar af þessu tagi þar sem fara þarf með tjöld og annan viðlegubúnað inn í Þórsmörk daginn áður en lagt er af stað í göngu frá Skógum auk þess sem ein fjórhjólaknúin sjálfrennireið þarf að bíða í Mörkinni frá fimmtudagskveldi fram á laugardagsmorgun (ein og yfirgefin). Því þarf að liggja fyrir með nokkrum fyrirvara hversu margir stefna að því að taka þátt í göngunni. Haldin verður undirbúningsfundur í kvöld kl. 21.30 að H-ási 21 þar sem farið verður yfir helstu atriði ferðarinnar fjölda þátttakenda og þess háttar. Mikilvægt er að þeir sem stefna á að taka þátt í þessu frábæra ævintýri láti vita hið allra fyrsta svo hægt sé að gera ráð fyrir viðkomandi í undirbúningsaðgerðum. Öllum er frjáls mæting á fundinn en jafnframt má láta vita af þátttöku í göngunni með því að senda SMS (sjá SMS tengla vinstra megin á síðunni) á Vigni, Blöndahlinn, Stefán eða Magnús A.
Lifið heil:)

miðvikudagur, júní 11, 2003

Bara að minna fólk á að staðfesta eða affesta sig með Fimmvörðuhálsgönguna 20-22.júní n.k. Þess má til gamans geta að þetta verður um leið lokaferð undirbúningsnemdar eftirlitsdeildar fyrir helgina miklu. Þarna verður athugað hvort gönguleiðin sé fær fyrir þá sem eru svo vitlausir að labba þegar helgin verður haldin hátíðleg 04-06.júlí og svo að sjálfsögðu verða vegagerðamál inn í Þórsmörk könnuð og það ítarlega með nokkrum ferðum þarna á milli. Meira um það síðar. Nú er bara að staðfesta svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstaðarnir.

Góðar stundir

mánudagur, júní 09, 2003

Fyrstu Hvannadalshnjúksfarar eru komnir í bæinn frá Skaftafelli. Skemmst er að segja að enginn þeirra 9 VÍN-verja sem stefndu á tindinn á laugardagsmorgunn komust þangað vegna veðurs. Megin þorri hópsins (og sá sem lengst fór) sneri við við brún sléttunnar í um 1800-1900m. hæð vegna veðurs en þegar þangað var komið var hávaðarok, úrkoma (ýmist rigning, slydda eða él) og þoka. Þar sem varla sást handa skil sökum þoku og margir blautir og hraknir var sú ákvörðun tekin að þramma til byggða á ný. Þrátt fyrir veðurofsann á Öræfajökli var einmuna veðurblíða í Skaftafelli þegar þangað var komið. Nánari ferðalýsing er væntanleg á bloggsíðu Nóra.
Lifið heil!

þriðjudagur, júní 03, 2003

Ferðasaga.
Við VÍN - félagarnir kíktum norður á Vestfirði núna um helgina. Nánari staðsetning er Krossanes. Alveg frábær staður með snilldar sundlaug alveg við sjóinn...... myndir koma vonandi inn við tækifæri. Á staðnum var grillað, farið í sund og skoðað nánasta nágrenni. Það kemur kannski einhver með ítarlegri ferðasögu.

Næsta helgi
Um næstu helgi er stefnan sett í Skaftafell. Á dagskránni þar er að ganga á Hvannadalshnjúk og hafa 10 manns sem tengjast VÍN og eru í VÍN sett stefnuna þangað. Þannig spennandi helgi framundan...... fylgist spennt með.