sunnudagur, febrúar 27, 2011

Nei Ráðherra

Sælt veri fólkið

Er stefning hjá fólki að fjölmenna á leiksýninguna Nei ráðherra?
Ef einhverjir hafa áhuga á því væri sterkur leikur að hafa snar handtök og athuga hvernær við gætum fengið miða fyrir fjölmenni.
Endilega tjáið ykkur í athugasemdakerfinu.

kv. Halldór

fimmtudagur, febrúar 24, 2011

Botnlaus gleði

Jæja þá er komið að því. Nú er markmiðinu að ljúka og bara eitt fjall eftir í 35.tinda verkefninu.
Pælingin er að ljúka þess af nú komandi laugardag. Hver skyldi svo verða loka toppurinn, jú hugurinn heldur í átt að Botnsúlum og þar er ætlunin að halda á Norður-Súlu og með viðkomu á Vestur-Súlu, sem er reyndar örlítið hærri en telst ekki með sem nýr toppur. Taka skal það þó fram að ferðaáætlun þessi er háð duttlungum veðurguðanna. Nenni ekki að skunda þarna upp í ausandi rigningu. Sjáum til hvað spámenn ríkins hafa um málið að segja á morgun. Annars er annað varafjall til staðar. Reyndar talsvert lægra en hvað um það. Svo er að sunnudagurinn líka til staðar en laugardagurinn hentar betur.
Allir eru svo velkomnir með og gaman væri að fá fjölmenni með svona á síðasta tindinn. Hittingur á laugardagsmorgun kl 09:30 á N1 í Mosó

Kv
Stebbi Twist

miðvikudagur, febrúar 23, 2011

Sá áttundi

Já, nú er styðsti mánuður ársins senn á enda sem táknar bara að alltaf styttist og styttist í Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurárshátíðarferð 2011. Bara gaman að því. Óhætt að fullyrða það að spenningur vex í mannskapnum línulega í samræmi við hækkandi sól. Án efa eru líka einhverjir farnir að huga að undirbúnings-og eftirlitsferð innúr. Svo er bara smurningin hvort einhverjar náttúruhamfarir komi til með að setja strik í reikningin. En við vonum hið bezta. Jæja en snúum okkur að máli málanna þ.e upptalningunni:

Kladdinn:

Stebbi Twist
Krunka
Kaffi
Eldri Bróðurinn
Danni Djús
Yngri Bróðurinn
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Erna

Bifreiðaskráning:

Willy
Sigurbjörn
Gullvagninn


Jáha, kemur nú vart á enn er deyfð yfir skráningunni. En það eru fjórir mánuðir til stefnu svo engin ástæða til að örvænta amk ekki ennþá. Sjáum til hvað gerist á næztu vikum. En skráningardeildin heldur bara ótrauð áfram og er á vaktinni.

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, febrúar 22, 2011

Boltinn í beinni á ÖlveriEins og kom fram fyrir helgi var ætlunin að gefa í með mína 35.tinda og nú í dag var farið á þriðja tindinn á nokkrum dögum. Þar með náðist sá nr:34, líkt og má sjá var þetta sá næzt síðasti. Tindurinn sem valdist í dag var Ölver/Blákollur í Melasveit.
Það er óhætt að mæla með þessu fjalli, að vísu var það hundleiðinlegt í upphafi svona skriður þar sem maður tók 2,5 skref upp en rann 2.niður. En eftir því sem ofar dró beztnaði undirlagið. Maður endar svo á því að fylgja góðum hrygg upp síðustu metrana. Í dag var þar svo ís og snjór svo munda þurfti ísöxina en broddarnir sluppu. Sum sé fínasta fjallganga og það fyrir hádegi á Týsdegi. Til gamans má svo geta að þeir sem fóru í þessa þriðjudagsgöngu voru:

Stebbi Twist
Krunka

Eins kom fram hér að ofan var þetta sá næzt síðasti og er stefnan að klára þetta um komandi helgi. Ef veðurguðirnir, þá er ég ekki að tala um Ingó og félaga, verða oss hliðhollir og þá verður lokatindurinn ein af tindum Botnsúlna. Ef ekki þá finnur maður annað í staðinn. En þetta var nú bara smá útúr dúr.
Hafi einhver sála þarna úti nennu til skoða myndir frá göngunni má gjöra það hér

Kv
Stebbi Twist

sunnudagur, febrúar 20, 2011

Enn eitt BúrfelliðÍ dag messudag var skundað á seinna af tveimur áætluðum fjöllum helgarinnar. Eins og hér kom fram var stefnan sett á Búrfell í Bláskógabyggð. Var þetta toppur nr:33 í 35.tinda verkefninu mínu. Nú var aðeins breytt útaf vananum í þetta skiptið fengu nokkrir starfsmenn Vodafone að fljóta með í umboði Magga á Móti. En þarna voru engu að síður voru þarna 3 V.Í.N.-verjar á ferðinni en það voru:

Stebbi Twist
Krunka
Maggi Móses (ásamt 5 öðrum starfsmönnum Vodafone)

Á leiðinni austur skúraði aðeins á okkur og þegar lagt var í´ann frá Brúsastöðum blasti nú takmarkið ekki við okkur. En febrúar veðurblíðan klikkaði ekki og eftir því sem lengra leið á daginn skánaði alltaf veðrið og varð flesum heit í hamsi er snjórinn og drullan voru vaðin. En uppgangan gekk vel og allir náðu toppnum og það sem meira er niður aftur. Ætli það sé ekki bezt að hætta þessu og láta myndir tala sínu máli hér

Kv
Stebbi Twist

laugardagur, febrúar 19, 2011

Bjarni í FelliEins og minnst var á fyrir helgi var betur heldur ætlunin að gera gangskör í 35.tindaverkefninu um þessa helgi. Nú þegar vel er tekið að halla á laugardaginn er óhætt að bera það fram að 50% árangur hefur náðst af verkefnum helgarinnar.
Nú dag var skundað upp á Bjarnarfell í Biskupstungum. En í austur heldu:

Stebbi Twist
Krunka

Eins og kom fram hér að ofan hefur 50% árangur náðst um helgina og glöggir lesendur sjálfsagt áttað sig á því að Bjarnarfell var toppað í dag. Aðstæður voru prýðilegar þrátt fyrir þokkalegasta rok þarna uppi. Svo voru nú líka vetraraðstæður en það slapp þó til án brodda. En allavega þá var að sjálfsögðu myndvélin með og það sem kom úr henni, þ.e. myndavélinni, má sjá hér

Kv
Stebbi Twist

föstudagur, febrúar 18, 2011

Lágmenningarkveld

Það ku vera frumsýningarhelgi á 127.klst þessa helgina hér á Ísalandi. Vildi bara kanna hvort það væri einhver stemmning fyrir ástundun amerískar lágmenningar annaðkveld þ.e. laugardagskveldið 19.feb nk. Sé vilji fyrir því mætti kannski gjöra sér ferð á ameríska hamborgarakeðju og skella sér þar á einn Whopper.
Þar sem kvikmynd þessi kemur aðeins inn á áhugamál okkar flestra, sem er auðvitað útivist af ýmsum toga, þá vildi ég bara kanna hvort einhver nennti í bíó.
Amk stefnir Litli Stebbalingurinn á ferð og eru allir velkomnir með

Kv
Menningarráð

fimmtudagur, febrúar 17, 2011

BB

Nú er heldur betur farið að síga á seinni hlutann á þessu litla verkefni Litla Stebbalingsins, enda nálgast næzti ammælisdagur eins og óðfluga og því líka tímatakmörkin. Nú þegar þessi orð eru skrifuð eru 31.hólar komnir í safnið og því bara fjórir eftir. Um komandi helgi er ætlunin að hrækja heldur betur í lofana og taka tvo tinda. þ.e einn á laugardag og einn á messudag.
Á laugardag er löngun að halda hluta af gullna hringnum og skunda á Bjarnafell sem er fyrir ofan Geysi í Haukadal.
Síðan á messudag er ætlunin að herja á Búrfell í Þingvallasveit, loksins, það verður að vísu gert í samstarfi við Vodafone og á víst að fara um morguninn svo fólk nái heim til mömmu í kaffi og kleinur.
Líkt og að vanda eru allar áhugasamar sálir velkomnar með. Allar nánari upplýsingar verða veittar í skilaboðaskjóðunni hér að neðan verði þess óskað.

Kv
Stebbi Twist

miðvikudagur, febrúar 16, 2011

Sá sjö

Komið öll sæl og blessuð!

Já enn ein vikan er hálfnuð sem þýðir auðvitað enn einn listinn. Líkt og síðasta mánuðinn þá hefur ekki kjaftur skráð sig svo allt lítur út fyrir fámenna en að sjálfsögðu góðmenna Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. Líkt og í fyrra. Nenni eiginlega ekki að tuða meira yfir þessu heldur bara birta þessu sömu nöfn þessa heiðursfólk og oft áður.

Orðuveitingar:

Stebbi Twist
Krunka
Kaffi
Eldri Bróðurinn
Danni Djús
Yngri Bróðurinn
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Erna


Glæsivagnar:

Willy
Sigurbjörn
Gullvagninn


Já ekki mikið að gerast en hvað sem því líður þá styttist alltaf í fyrstu undirbúnings-og eftirlitsferðina heim

Kv
Skráningardeildin

E.s Kannski vert að minnast á það að til skrá sig og sína þarf einfaldlega að tjá sig lítillega um það hér í skilaboðaskjóðunni að neðan

föstudagur, febrúar 11, 2011

Telemarkfestival

Sælt veri fólkið

Nú er ekki nema mánuður í árlega skíða- og menningarferð til AKcity.
Fólk var mjög stórhuga í l0k festivalsins í fyrra varðandi búninga. Undirbúnings- og hugmyndavinna átti að fara strax af stað. Þó kúkurinn sé kominn í buxurnar er ekki of seint að skeina sér.
Vegna þess að netið hefur 1000 augu og eyru ætla ég að vísa búninga hugmyndum á lokað spjall á facebook.

Ætla ekki örugglega allir að mæta norður?

Kv. Halldór & Erna.

miðvikudagur, febrúar 09, 2011

Sá sexti

Nú er komið að þeim sexta í röðinni fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðina í ár. Síðasta mánuðinn hefur verið einhver deyfð yfir skráningunum en einhverjir eru búnir að fjárfesta í jeppa svo kannksi er lengi von á einum. Eins og tjéllingin sagði eitt sinn. Jæja er komið nóg af kjaftæði og kominn tíma að taka þetta upp hærra plan.

Þjóðskrá:

Stebbi Twist
Krunka
Kaffi
Eldri Bróðurinn
Danni Djús
Yngri Bróðurinn
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Erna


Umferðarráð:

Willy
Sigurbjörn
Gullvagninn


Alltaf sama skemmtilega og fallega fólkið sem á listanum góða.
En eitt er víst að spennan magnast fyrir fyrstu undirbúnings-og eftirlitsferðinni þetta árið.
Bara þanngað til næzt

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, febrúar 08, 2011

Loksins, loksinsJæja, eftir alltof langa bið, þá aðallega vegna námskeiðahalda, gat maður komið sér til fjalla í blíðunni í dag og haldið loks áfram með 35.tindaverkefnið. Þrátt fyrir viðvararnir hjá Spámönnum ríksins um blástur þá lét maður það sem vind um eyru fjúka og skelli sér í Kjósina, í gegnum blíðviðrið á Kjalarnesi og skundaði þar á hólinn Reynivallaháls og upp á hægðsta punkt þar sá heitir víst Grenshæðir. Sem er 430mys heilir. En þeir sem þarna voru:

Stebbi Twist
Krunka

Eins og kom hér fram áðan var toppnum náð og taka skal það fram að maður hefur nú alveg lent í meira roki jafnvel á sumrin. En hvað um það. Hér eru myndir

Kv
Stebbi Twist

fimmtudagur, febrúar 03, 2011

Áríðandi tilkynning

Nú, aldrei þessu vant vant, ætlar jeppadeildin aðeins að tjá sig og sín helstu hugarefni.
En jeppadeildinni barst sú gleðifrétt í dag að limum hefði fjölgað um einn heilan. Það gæti sjálfsagt komið einhverjum það spænskt fyrir sjónir amk þeim sem slepptu saltfisknum i dag um hvern er verið að ræða.
En hér er verið að tala um engan annan en sjálfan Dr.Phil og býður jeppadeildin hann að sjálfsögðu velkominn þar inn. Til gamans má svo geta að kauði fékk sér víst Baby Krúser.
Það er svo tilhlökkunarefni að fá þau með í ferð sem vonandi verður barasta þá fyrsta undirbúnings-og eftirlitsferðin fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðina 2011

Kv
Jeppadeildin

Sjáumst í Tindastól / VarmahlíðÞað stefnir í metmætingu og ógnar stuð !!!!

miðvikudagur, febrúar 02, 2011

Sá fimmti

Það á tíma sem hlýtur að teljast framför frá því síðast. En hvað um það
Svo virðist vera sem einhver smá deyfð sé yfir skráningum þessa vikurnar en skráningardeildin hefur blindfulla trú á því að það lagist með hækkandi sól. Kannski er líka vert að minnast á að það styttist óðum í síðustu undirbúnings-og eftirlitsferð fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2011. Auðvitað er verið að tala um 5vörðuháls um Jónsmessuna. Sömuleiðis mætti kannski fara að huga að þeirri fyrstu, af vonandi mörgum undirbúnings-og eftirlitsferðum, svona þegar fer að draga nær vorinu. Dveljum ekki lengur við framtíðina og einbeittum okkur bara að núinu.
Sum sé hér kemur skráningarlisti vikunnar:

Strumpar:

Stebbi Twist
Krunka
Kaffi
Eldri Bróðurinn
Danni Djús
Yngri Bróðurinn
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Erna


Strumpabílar:

Willy
Sigurbjörn
Gullvagninn


Eins og kom fram hér að ofan er lítið að gjörast í skráningarmálum en það mun ekkert stöðva okkur í að plana glæsta Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2011
Þanngað til næzt

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, febrúar 01, 2011

fullt af snjó

það snjóar og snjóar fyrir norðan.
Þannig þetta lítur vel út fyrir helgina.

Hérna er linkur á vefmyndavélina