miðvikudagur, apríl 15, 2015

Tugur+fimm í skráningu 2015 AD

Einn og hálfur tugur vikna komið á þessu ári. Þá eru ekki nema ca tugur vikna eftir í fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarammælisþórsmerkurferð. Það er vel auðvitað. Einhverjir halda því fram að vor sé í lofti eða amk ekki langt undan. Er þá ekki barasta vel við hæfi að koma sér í listann góða þessa vikuna.


Ammælisgeztir:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Bergmann


Ammælisjeppar:

Willy (af gömlum vana)


Já, gott fólk þetta telst bara gott þessa vikuna og bara þangað til í næztu viku

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, apríl 14, 2015

Páskar: Laugardagur
Já laugardagurinn fyrir páskadag rann upp og ekki er beint hægt að segja að hann hafi verið bjartur og fagur. Eiginlega var bara rok og rigning enda kom það á daginn að þeir lokuðu snemma þann daginn vegna veðurs. En auðvitað létum við það ekkert segja okkur til heldur drifum okkur upp í fjall og ætluðum bara að leyfa Skottu að taka nokkrar bunur. En það kom svo fljótlega á daginn að það var ekki góð hugmynd enda var lognið eitthvað mikið að flýta sér þann daginn.

En dagurinn var svo sem ekki ónýtur. Við kíktum bara aðeins inní Eyjafjörðinn, förum m.a í Jólahúsið og bætum aðeins í safnið. Síðan förum við yfir Eyjafjarðará og komum við á Kaffi Kú í hádegismat. Þar var matarmikill gúllassúpa í boði og síðan kaffi á eftir. Að loknum mat var aðeins kíkt í fjósið. Alveg óhætt að mæla með stoppi þarna og má búast við því að yngri kynslóð V.Í.N.-verja hafi gaman af líka.

Er oss komum svo aftur til Agureyrishkaupstaðar lá leið oss í ammæli til systurson Litla Stebbalingsins. Eftir ammælisveizluna var svo matur sem samanstóð af þýzkum nautalundum, norðlenzku rolluafturhásingu og heimagerðri bernaise sósu. Svo þennan dag var sum sé lítið annað gjört en að éta. Stundum er það bara vel

Annars má skoða myndir frá deginum hjer

mánudagur, apríl 13, 2015

Páskar: Flöskudagurinn langiÞað var kominn upp föstudagur og ekki það enginn venjulegur flöskudagur heldur sjálfur flöskudagurinn langi. Við hjónin nýttum okkur aðstöðuna þ.e ömmuna til að sofa aðeins frameftir morgni. En svo var komið að því að drífa alla upp í fjall og fara að renna sér. Reyndar var ætlunin að byrja daginn á Töfrateppinu með Skottu og fara síðan upp í fjall til að renna sér. Þetta plan gekk upp í megin atriðum og Skotta stóð sig bara vel á skíðunum en ekki svo sem ætlunin að þreytta fólk af montsögum af frumburðinum.

Klukkan var svo rúmlega 14:00 er oss höfum skíðun en áður höfðum vér rekist á Stebba Geir niður við Hótel og að sjálfsögðu urðu þar fagnaðarfundir við að hitta þann höfðinga og einn af V.Í.N.-The founding fathers. En hvað um það.

Ekki er beint hægt að segja að mjög mikið hafi verið um manninn í Hlíðarfjalli þennan langa föstudag og tókst oss bara vel að nýta þessa tvær klukkustundir. Færi var með ágætum en það er alltaf gaman að renna sér þó svo það hafi aðeins verið hart á köflum. Eins og áður sagði var ekki mikið um fólk sem var að þvælast fyrir svo þetta var hið prýðilegasta allt saman. Vér komum svo aftur heim og fá var heilalaus bíómynd að byrja á Skjánum með Adam Sandler og vel við hæfi að skola einum Páskabjór niður með þeirri ræmu. Síðar um kveldið gjörðumst vér svo menningarleg og skelltum oss í Hof eða Óhóf til að berja augum og leggja við hlustir söngleikinn um Jésús Kr. Jósepsson Ofurstjörnu.

En alla vega þá má skoða myndir frá deginum, mezt frá skíðadeginum, hjerna

föstudagur, apríl 10, 2015

Páskar: SkírdagurUpp voru runnir páskar og Litli Stebbalingurinn var svo heppinn að vinnan hjá kauða raðaðist þannig að það kom langt helgarfrí. Svo það var ákveðið að hjá litlu fjölskyldunni að bruna norður til Agureyrish á skírdagskveld og koma heim fyrir vinnu á mánudagskveldinu þ.e annan í páskum

Sum sé eftir vinnu þegar menn voru búnir að skella sér í steypibað og raða í Polly var hægt að leggja í´ann sem var c.a rúmlega kl:1900. Við byrjuðum á því að rúlla upp í nesið hanz Borgar Sig og þar var ætlunin að éta. Við skelltum oss á Grillhúsið og var það svo sæmilegt nema hvað að biðin eftir matnum var í lengra lagi. En svo um 2100 fóru allir saddir og sáttir með kaffið með sér norður á boginn. Ferðin norður til Agureyrish gekk með ágætum enda færið bara nokkuð gott þrátt fyrir hálkubletti á Holtavörðuheiði og Vatnsskarðinu en svo hafði aðeins skafið við vegriðin á Öxnadalsheiði eða ég veit ekki hvar. En ekkert vandamál fyrir Fjalla-Polly. Það var svo rúmlega 0100 aðfararnótt flöskudagsins langa er vér rúlluðum inn í innbæ Agureyrishkaupstaðar. Svo sem ekki mikið sem gjörðist þessa ferðina en það er svo sem gott en kveldinu var slúttað með einum páskabjór áður en gengið til náðar.

En það þarf tæpast að koma nokkuri sálu á óvart að myndavél var með í för og örfáar myndir voru teknar þetta kveld. Sé einhver áhugi að skoða þær má gjöra það hjer

miðvikudagur, apríl 08, 2015

Tugur+fjórir í skráningu 2015 AD

Þá ættu nú allir að vera svona u.þ.b. að jafna sig eftir allt páskaeggjaátið og annað sem fólk kann svo sem að hafa gjört þessa páskana. Auðvitað þýðir þetta allt saman að við erum núna einum páskum nær Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurammælisferð 2015 og er því ekki vel við hæfi að koma sér bara að listanum góða þessa vikuna.


Ammælisgeztir:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Bergmann


Ammælisjeppar:

Willy (af gömlum vana)


Þetta er bara gott þessa vikuna og bara þangað til næzt


Kv
Skráningardeildin

miðvikudagur, apríl 01, 2015

Tugur+þrír í skráningu 2015 AD

Nú er þessi Páskar að renna í hlað með tilheyrandi áti og öldrykkju. Slíkt hlýtur líka að tákna að sumarið sé ekki langt undan, rétt svo þrjár vikur í sumardaginn fyrsta, en auðvitað þarf að fara huga að undirbúnings-og eftirlitsferð inneftir í Bása. En hvað um það. Við skulum ekkert missa oss í einhverju en hvernig væri að taka æfingaferð innúr í vor, hjóla fram og til baka. 50 km superæfing fyrir BLC.
Eigi skulum vér missa okkur og koma oss barasta í nafnalistann góða

Ammælisgeztir:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Bergmann


Ammælisjeppar:

Willy (af gömlum vana)


Fleira var það ekki að sinni

Gleðilega páska


Kv
Skráningardeildin