mánudagur, apríl 28, 2003

Sælt veri fólkið,

Það er mjög góð veðurspá fyrir næstu helgi. Þessi spá þýðir bara eitt fyrir okkur VÍN-liða. Við erum að fara í mörk sem er kennd er við Þór....ÞÓRSMÖRK

Dagskrá helgarinnar:
Brottför frá Rvk City kl 20:00 Föstudaginn 2 mai.
Laugardagur. Klifur í Gígjökli eða bara almenn náttúruskoðun. Grillað veður um kvöldið og almenn öl skoðun.
Sunnudagur. Gert eitthvað gáufulegt.

Áætlað er að gista í tjöldum þannig það er betra fyrir fólk að vera með hlý föt með sér.

Kv
Maggi

sunnudagur, apríl 27, 2003

Jamm og jæja ætli það sé ekki kominn tími til að drita niður smá bulli og rugli um iðjuleysi og aumingjaskap VÍN-verja hér á netið.
Ætli fyrir valinu verði ekki för frægra og vel-tenntra kappa út á Stapa hans Arnar úr Spaugstofunni þegar sumri var fagnað
á tilhlýðilegan máta þ.e. með öldrykkju (að vísu í litlu magni í þetta skiptið....en trúið mér það verður sko breyting á því seinna
í sumar, það er nánast hægt að treysta á það eins og vikulega för VÍN-verja á Hverfisbarinn um föstudags-og laugardagssíðkvöldum....
......Bogi og Logi plús minnsti stúfu voru t.d.þar meðal celebanna þarna í gærkveldi allslompaðir), uppgreftri og steypuvinnu til að koma
tjaldi niður, hrotum og blautum draumum.
Nú fyrir valinu varð ysti hluti Snæfó, nánar tiltekið geimverumiðstöðin. Vildu menn kanna hvort ekki væri mögulegt að kíkja í heimsókn
hjá vinum okkar úr næsta sólkerfi og fá kaffi og með því. Fimm fjallmyndarlegir en fyrst og síðast menn með ljótar tær ákvaðu að heilsa uppá
hressa fólkið sem vinnur í Hvalfjarðargöngunum (hittreitið í sjálfsmorðum hlýtur að vera allhátt í þessum skúrum þarna undir Akrafjallinu!!!) á miðvikudags-
kveldinu og var stefnt að því að gista á Ígúl Steib og þramma á jökul daginn eftir nánar tiltekið sumardaginn fyrsta. Þetta voru þeir Magnús Jarl af Jöklafoldi
ættaður úr Reyðarkvíslinni þar sem maður að nafni Brabra ræður ríkjum, annar Magnús til og ku hann vera ættaður norðan af Siglufirði, undan Birni sýslumanni (sem bæ þe vei framdi víst síðustu aftökuna....en hverjum er ekki sama), Toggólfur Bryggjuhverfiskóngur með meiru, Jarlaskáldið sjálft...bloggað meir en nokkur annar maður á jarðríki, Maður að nafni Doddi sem hefur unnið sér það til frægðar fyrir utan tjaldútilegu í garði á Agureyrish að vera Flubbi.
Nú eins og aður sagði var þrumað út á nes og tjaldað. Var nú einhver mannfæð að stríða fólki þarna á Snæfó því enginn var á Nesinu þetta góða kvöld og hefðum við geta tjaldað nánast við hann Bárð Snæfellsás því ekkert mannfólkið var þar að finna né kríurnar (bestu vinir Snævars...þeir sem voru 17.júní helgina vita hvað ég er að tala um)
Nú ekki var nú mikið gjört þarna um kvöldið nema tjaldinu var tjaldað í fyrsta skipti þetta sumarið, fyrsti bjór sumarsins var drukkinn og allt saman bara þetta uppá þann góað dag sumardaginn fyrsta. Magnaðar þessar tilviljanir!!!!
Svo var vaknað...sumir á undan öðrum og ákváðu að vekja alla af því að þeim leiddust og fengu þeir bölv, ragn og fingur og voru vinsamlegast beðnir að éta úr rassgatinu á sér og leyfa rest að sofa örlítið lengur. Eftir morgunröfl, messugjörð (eins og Stefán frá Logafoldum segir svo oft), mullersæfingar og mygu (og hvað eru mörg m í því??)var tjöldum komið í þar til gerða posa og hent aftur í skrjóðana, jógúrtið étið og haldið af stað upp Jökulásinn því stefnt var að því að gera snjókalla á jökli. Í millitíðinni nánar tiltekið rétt fyrir ofan Sönghellinn var staðnæmst og sá staður sem undirritaður ákvað að sniðugur væri til þess atarna að vega salt..........á bíl tekinn út og mygið á hann. Eitthvað malarruðningurinn að ybba gogg (eða gogga ybb eins gömlu kallarnir segja stundum) við myguna en þá var brugðið á það gamla og góða húsráð sem Gunnar frá Hlíðarenda (mikið er hlíðin smekkleg og smart og ég fer ekki rassgat) notaði mikið ef einhver var ergja hann, en það er barasta að skíta á viðkomandi. Smella einum heitum hlölla á kvikinidið.....var það og gjört.
Eftir að hafa tekið til í skottinu á malarbinginn var keyrt uppað fyrsta snjóskafli. Bílarnir kannaði.....ekki komust þeir nú langt....nánar tiltekið 24 cm út í snjóinn. Var því brugðið á það ráð að þramma af stað. Menn ýmist á vopnaðir skíðum udnir skankana eða þá á tveimur jafnfljótum berandi skíði og bretti til niðurferðar. Bæ þe vei pokinn hans Toggólfs var örugglega 12-15 kíló....maðurinn er jaxl.Gekk uppferð nánast stóráfllalaust fyrir utan gífurlegan raka sem gerði menn mjög fljót að sveittum svínum í forleik (en svín svitna ekki....alveg er mér sama). Var spjörunum farið að fækka allmikið þegar komið var uppfyrir lyftu. Rétt eftir það var tekinn kröpp beygja til vinstri til að komast ofar á jökulfjandann. Stuttu eftir það orgar nafni minn Brabrason frá Reyðarkvísl jarl af Jöklafoldum....SÓL. "Þetta átti eftir verða góður dagur hugsaði maður með sér"því eins og eftir pöntun höfðu við ferðafélagarnir greinalega verið valdir til að upplifa hið magnaða Snæfellsjökulssymdrom. Það lýsir sér þannig að niður við jökulröndina er skítaveður, þoka og drulla (nær þa jafnvel niður á Ígúl Steib) en þegar komið var uppfyrir 700 m er heiðríkja og nánast óþolandi hiti og sól.....voru aðstæður í gróteskari kantinum þennan fyrsta sumardag. 15 stiga hiti, logn, steikjandi sól alla leið uppá topp. Voru menn berir að ofan og gengu sumir svo langt að smella sér á næriur einar larfa. Þrammað var uppá topp eftir myndatökur, átu á súkkulaði og hneykslan að fleiri hafi ekki komið með. Var það ákveðið að smella símhringingu á skrílinn í bænum á toppnum en eitthvað var Og Vodafone að stríða okkur því ekkert var sambandið......greinilegt að það að styrkja Manure styggir farsímakerfið....það greinilega dyntótt eins og eigendurnir.
Uppi á toppi var þetta hefðbundnar fyrir utan það að ekki var farið á sjálfan tindinn í 1446 m því töluverð klakabrynja var yfir öllu þarna uppi og enginn skaflajárnaður. Húktum við þar fáklæddir í 20 mín og að endingu nenntum við hreinlega ekki að vera þarna lengur. Það eina sem við söknum var Brasilíska kvennastrandblaklandsliðið að taka upp myndaþátt Speedóbikiniauglýsingu eins og blautu draumarnir frá kvöldinu áður höfðu kveðið um.
Nú niður var farið og sá sem þetta talar náði venju samkvæmt að meiða sig (maður er nú ekkert alltof vel gefinn. Slæmur í hnénu en drattast af stað og getur varla stigið í löppina uppi á toppi en reynir samt að skíða. Sú ferð varð engin frægðarför því 50-60 m fyrir neða tind varð ljóst að skíðaiðkun minni alla vega þennan daginn var lokið. Svolítið asnalegt að "skíða"upp en labba niður!!!!!!!
En helvíti var gaman að sjá plebbana félag mína prjámast niður jökulinn (reyndar í hörmungarfæri efst) og var maður æði hreint duglegur við að taka myndir....eigi er nokkuð svo með öllu vont að boði gott og for maður á smá ljósmyndafyllerí)
Niður í bíl var komið 1 klst síðar. Drasli hent inní bíl og af stað. Komið við á vegamótum....mæli með lambasnitsel og eggjaðu afgreiðslukappann til að hafa nóg af kryddsmjöri...ég og félagi Arnór dóum nær úr fitusýrueitrun svo var vel veitt.
Svo var það Borgarnes og ís og svo í bæinn.

Einn af betri túrum í langan tíma og gefur vægast sagt góð fyrirheit fyrir sumarið
Það er komið sumar
sól í heiði skín
vetur burtu farinn
tilveran er hlý


.....og hvað heitir svo lag og höfundur

Góðar stundir

p.s. skoðið myndir hér og slefið

mánudagur, apríl 21, 2003

Morten er komin á kreik á ný, en nú í hinsta sinn, í bili að minnsta kosti. Ég lagði í langferð á föstudaginn hinn langa. Tilefnið var að skella sér á skíði í fyrsta sinni í Noregi. Vorum komin til Norefjell um 14.30 síðdegis í um 15 stiga hita, sól og blíðu. Vegna lyklaleysis gátum við ekki komist inn í Íslendingahúsið á staðnum strax en þess í stað skelltum við okkur hið snarasta á skíði og eins og gefur að skilja var færið í blautara lagi. Jafnframt höfðu myndast miklir hólar og skurðir í brautirnar. En þrátt fyrir erfitt færi skemmtum við Siggi mágur okkur afar vel við skíðaiðkunina þann daginn. Laugardagurinn var tekinn snemma og þegar komið var upp í fjall var greinilegt að fryst hafði um nóttina og búið að troða allar brautir. Skíðafærið var því virkilega gott framan af og aðstæður allar hinar bestu. Þegar leið á daginn varð færið líkara því sem við kynntumst daginn áður. Þó var skíðað fram að lokun og við gættum okkur á því að vera efst á svæðinu (í 1188 m.) þegar lokaði þannig að við áttum eftir að lækka hæðina um einn km. (niður í 180 m.). Um kvöldið elduðum við hreindýrasteik sem bragðaðist mjög vel og að mat loknum var tekið lagið við undirleik Birkis trúbadors frá Önundafirði sem ásamt Eiríki Hauks. hefur gert garðinn frægan hér í Noregi. Á sunnudeginum var keypt hálfsdagskort og skíðað fram yfir hádegi og var færið mjög gott, þó hafði sú breyting átt sér stað á svæðinu frá því daginn áður að búið var að loka Ólympíubrekkunni vegna snjóleysis, enda sá maður breytingu á snjólögum milli daga. Því miður var lítið um eftirskíðun (e. afterskiing) þessa daga aðallega vegna þess að íslendingahúsið var ekki í göngufæri við helstu bari staðarins en einnig vegna fámennis á eftirskíðunabörunum. Um 14.30 leytið á páskadag var svo haldið til baka til Fredriksstad og þegar þangað var komið elduð hjartarsteik (alltaf í villibráðinni) og smakkaðist hún afar vel, gaf hreindýrasteikinni ekkert eftir.

sunnudagur, apríl 20, 2003

Laugardaginn 19.apríl lagði jeppadeild V.Í.N. land undir fót. Var ferð þessi páskaferð jeppadeildar þar sem við slógumst í ferð með pabba hans Togga og einhverjum einum í viðbót. Þarna voru í fór Stebbi Twist, Stóri Stúfur og hr.Potter á Willy´s á 38´´, Toggi og pabbi hans á Datsun Patrol á 38´´ og einhver, líklega sonur hans og hundur á Togaýta Barbí á 38´´. Var ætlunin að stefna á Eyjafjallajökull og fara upp með Skógaheiði og Fimmvörðuhálsi. Lagt var af stað úr bænum um 10:00 á laugardagsmorgninum sem verður að teljast góður tími miðað við árangur þriggja leiðangursmanna kvöldið áður. Eftir að hafa tankað og hlamað í sig pulsu á Hvolsvelli var loks komið á Skóga. Farið var upp með Skógaheiðinni og ekki leið á löngu þar til að við komum í þoku og það svarta þoku. Þarna uppi fór að bera á öræfaótta í Willy´s sem lýst sér með gangtruflunum, derringi og almennum leiðindum. Í c.a 600m.y.s. fór að bera á fyrstu sköflunum og voru þeir ekkert tiltökumál þrátt fyrir smá mökstur og allt varð nú betra er maður hleypti meira úr. Nema hvað að þessar gangtruflnarnir urðu bara verri svo að í 700m var tekin sú politíska áhvörðun að snúa við og hætta ekki á meira. Þeir hinir þ.e. Toggi og pabbi hans og þessir á Barbí heldu áfram. Ferð okkar gekk vel niður og ekkert bólaði á gangtruflunum og fúski. Var það mál manna að Willy hefði ekkert verið sáttur við að vera fyrir aftan þessa grútarbrennara og fá alla lýsisbræluna yfir sig. Með þessu hefði hann verið að mótmæla. Eftir því sem neðar dró fór maður aðeins að ralla og fengu bensínbirgðarnar að finna til tevatnsins á ferð okkar niður. Við komum svo niður og þurftum að gera okkur ferð aftur upp. Þegar var svo niður komið fengu við okkur aðeins að éta og sumir notuðu tækifærið til að taka þynnku#######. Þarna við Skógafoss var ákveðið að fara í undirbúningsferð inn í Þórsmörk. Á leið okkar inn í Þórsmörk varð til hin sjálfskipaða skemmtinemd undirbúningsnemdar eftirlitsdeildar. Ferð okkar inn í Þórsmörk gekk vel þrátt fyrir að vegurinn sé svolítið holóttur enda brotaði pústið í Willy´s við því er bara eitt að gera og það er hið gamla góða húsráð að hækka í útvarpinu. Lítið var í Lóninu, Steinholtsá og Hvanná sem rendar rann í þröngum farveg og var straumur í henni. Við byrjuðum á að fara í Bása og athuga hvernig aðstæður væru núna fyrir gönguna yfir Fimmvörðuháls um Jónsmessuhelgina. Tjaldstæðið okkar leit bara nokkuð vel út. Þarf að vísu að færa til eitt stykki bekk sem er þarna að þvælast fyrir. Nú er bara að vona að starfsmenn Útivistar sjái sóma sinn í því og verði búnir að færa þennan aukabekk þegar við mættum á svæðið 20.júní n.k. Annars líta Básar bara vel út þarna er farið að grænka og gróður að taka við sér. Básar bíða spenntir eftir V.Í.N. um Jónsmessuhelgina og munu taka vel á móti okkur. Næst lá leið okkar í Langadal þar gerðum við nú engan stans heldur fórum bara yfir Krossá við Langadal. Ekki var mikið í Krossá að okkur fannst svo líka þá kvíslaðist nokkuð þarna svo hafði líka eitthvað að segja. Eftir að við vorum komnir yfir Krossá þá lá leið okkar beint inn í Slyppugil. Við fórum svo alveg inn að höfðanum sem Krossá rann nú fyrir svo ekki var hægt að komast lengra akandi. Það var því ekkert annað að gera í stöðunni nema ganga síðasta spölinn okkur til heilsubótar og gleði. Með í för var að sjálfsögðu bjór enda fátt eins viðeigandi eins og drekka bjór inn í (Blaut)Bolagili. (Blaut)Bolagil tók vel á móti okkur enda erum við eins og gamlir vinir. Það sem við rákum augun fyrst í var að rústirnir af bálkestinum frá síðustu fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð voru ennþá á eyrunum. Krossá hefur ekki ennþá skolað honum í burtu. Það eina sem er að til þess að halda varðeld aftur á sama stað þarf að vaða því Krossá rennur þar sem bílastæðið var í fyrra. Þetta hefur nú áður gerst svo maður örvæntir ekki svo líka að Krossá getur breytt sér. Það fyrsta sem Magnús Blöndahl gerði var að merkja steininn góða og gerði kappinn það með að leggja jarðsprengjubelti í kringum hann. Með þessum varnaðaraðgerðum er hann að vonast til þess að síður slasa sig um ,,helgina´´. Næst var að skoða tjaldsvæðið. Bekkurinn góði var á sínum stað frá því í fyrra og bíður þess bara að við komum og tjöldum í kringum hann þann 4.júlí komandi. Næst var að tilla sér á bekkinn og bragða á bjórnum um leið og við virtum fyrir okkur aðstæður og umhverfið í kringum okkur. Sem er magnað. Að lokum þá hengdum við upp auglýsingar á nokkur tré þar sem við auglýstum blautbolakeppni og eftir keppendum kvennkyns á aldrinum 18-22 ára. Eftir þetta fóru menn að gera sig klára til heimferðar samt var eitt eftir og það var að gera verkfræðilegaúttekt á kamrinum. Fór undirritaður í það verk. Það verður að segjast að kamarinn í (Blaut)Bolagili hefur sjaldan eða aldrei eins vel út. Engar flugur, engin lykt svo hann var ekki nærri því eins hvetjandi og oft áður það er bara vonandi að hann haldist svona til 4.júlí og fram að 6.júlí. Sem sagt þá lítur (Blaut)Bolagil vel út og hefur komið vel undan vétri (ef vétur skyldi kalla) það verður bara gaman og tóm hamingja sem kemur til með að ráða þarna ríkjum í sól og blíðu dagana 4-6.júlí n.k. Eftir þessa úttekt var haldið í Willy og haldið sem leið lá heim sem stuttri viðkomu á Hvolsvelli til að dæla lofti í dekkinn. Við vorum svo komnir í bæinn rúmlega 21. og þá okkur til leiði búnir að missa af Gísla Fliss í sjónvarpinu. Þar með lauk páskaferð jeppadeildar V.Í.N. sem endaði sem undirbúnings og eftirlitsferð sjálfskipaðar miðstjórnar skemmtinemdar undirbúningsnemdar eftirlitsdeildar V.Í.N.

fimmtudagur, apríl 17, 2003

Jebb, Morten tórir enn og Noregur er í góðum fílíng í dag. Skelltum okkur í verslunarleiðangur til Svíþjóðar í dag sem var þrælfínt. Nokkurs kona Spring Break stemmning í Straumsstað í dag þar sem norski ungdómurinn skellir sér til Svíþjóðar, hangir fyrir utan ríkið, kaupir sér ódýran bjór og lætur dólgslega. Keyptum meðal annars nóg af brauði í blautformi og Rúdolf til að skella á grillið. Hitastig var á bilinu 18-19 gráður á selsíus og sól og blíða sem verður að teljast nokkuð gott fyrir skjannahvítan íslending. Á morgun er eins og áður hefur komið fram stefnan sett á að kíkja á íslendingahúsið í Norefjell og í framhaldi af því að skella sér á skíði í samnefndu fjalli. Þið getið reynt að skoða mig í vefmyndavélinni á svæðinu.
Að gefnu tilefni vill undirbúningsnemd eftirlitsdeilar benda fólki á að í dag eru 77.dagar í Helgina þ.e. fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. Eitt er víst að það styttist í Helgina með hverjum degi. Eitthvað sem engin má láta framhjá sér fara. Skylduferð hvers þess sem gaman hefur af lífinu. Þess má líka geta að skráning er hafin í fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkuferð 2003 eða helgina eins og gárungarnir vilja kalla hana. Að venju mun vera gist í (Blaut)Bolagili sem þarf nú varla lengur að taka fram Þetta mun vera í 73.árið sem V.Í.N. heldur innreiða sína í (Blaut)Bolagil fyrstuhelgina í júlí. Það styttist sem sagt í stórammælisferð sem mun þá verða glæsilegri enn nokkru sinni fyrr. Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar hefur ekki ennþá komið fromlega saman til fundar en það stendur til bóta. Munu birtast hér pistlar relgulega þar sem fólk verður látið vita af gangi mála.

Að öðru. Í dag eru 105 dagar þar til V.Í.N. mun mæta út á Reykjavíkurflugvöll og stíga þar upp í flugvél á leið sinni á Þjóðhátíð, sem er sú hátíð er kemst næst með hælana þar sem Helgin hefur tærnar. Að því tilefni vil nemdin benda á tvær síður sem eru þessu máli skyldar þær eru opinbera síða Þjóðhátíðar 2003 og svo Eyjasíða 2003. Þess má til gamans geta að sú síðarnefnda koma aðilar sem eru okkur V.Í.N.-liðum að nokkru kunnugir. Það eru Bjöggi, sem maður á það til að hitta heima um helgar, og svo Keflavíkur Kristján eða sá maður er Twisturinn tekur alltaf í Mullersæfingar á hverri Þjóðhátíð. Það verður líka að telja Kristjáni það til tekna að hann hefur tekið þátt í fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð í (Blaut)Bolagili með V.Í.N. þar sem hann kynnist heilsubætandi Mullersæfingum. Það var frekar fyndið á síðustu Þjóðhátíð er Twisturinn tók Kristján og Blöndahlinn í Mullersæfingar við brennuna á föstudagskvöldinu. Sem er mjög gott.

Góðar Stundir
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

miðvikudagur, apríl 16, 2003

Morten er á lífi og ég er kominn til Noregs. Helstu fréttir frá Noregi eru á þá leið að hér étur maður feitt kjöt og drekkur bjór og rauðvín. Stefnan er svo sett á verslunarferð til Svíþjóðar í verslunarferð á morgun til að bæta á kjöt-, bjór- og brennivínsbirgðirnar. Föstudaginn sem kennt er við langt verður ferðinni svo heitið til Norefjell á skíði.
Har det bra.
OG Vodafone, OG hvað. Þetta er svoldið sérstakt nafn....... því ekki bara Vodafone. Eitt er allavega mjög gott eða eiginalega tvennt þeir styrkja ManUdt og Ferrari.

mánudagur, apríl 14, 2003

Sem stjórnarmanni undirbúningsnemdar eftirlitsdeildar fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð er ég ekki sáttur við þá lágdeyfð sem hráð hefur nemdarmenn. Því legg ég til að það verði haldinn stjórnarfundur hjá undirbúningsnemd eftirlitsdeildar fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð þar sem skipað verði í stöður og önnur undirbúningstörf hefjast formlega, verði haldin 23.apríl n.k. Þar sem nemdarmenn komi með eigin veitingar bæði þurrar og blautar. Það sem þarf að ákveða fyrir utan að skipa í stöður er svo sem undirbúnings-og könnunarferðir í Þórsmörk, markaðskannanir og fleira sem við kemur fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð . Að lokum vil nemdin hvetja stúlkur á aldrinum 18-22 að taka dagana 4-6.júlí n.k frá og mæta í fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð okkar V.Í.N.

Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðakveðja
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

laugardagur, apríl 12, 2003

Mér finnst að það ætti að vera live web-cam úr Árbæjarlauginni þannig að ef maður sæi einhverjar flottar í sundi, þá gæti maður stokkið af stað og verið mættur í laugina skömmu síðar!
Skellti mér ásamt Eyfa og Nóra á skíði í dag. Einhverja hluta vegna fór ég hangandi haus og hálfan hug af stað og gerði í raun ekki miklar væntingar til veðurs og færis. Enda var og rassinn heldur seinn úr sófanum þar sem maður taldi mun mikilvægara að verða vitni að leik Newcastle og Manchester United í enska boltanum (með ágætum voru úrslit í þeim leik, en ekki meir um það hér). Það verður að segjast að Bláfjöllin komu verulega á óvart með fínu færi og mögnuðu veðri. Snjór fimmtudagsins var enn í fjallinu og var púðrið nokkuð gott sem þýðir að við skemmtum okkur nokkuð við að offpísta (vöntun er á góðu íslensku orði fyrir að offpísta, mér datt þó orðið að púðra í hug, en finnst það þó ekki nógu lýsandi!!) Niðurstaðan er að minnsta kosti sú að dagurinn í fjallinu var frábær (góð upphitun fyrir Noregsferðina komandi miðvikudag) og ekki skemmdi fyrir að skella sér í sund á eftir.

fimmtudagur, apríl 10, 2003

Dapparabb eru menn að spá í að gera eitthvað um helgina, svona seinustu helgi fyrir páska.

Kveðja
Maggi.

mánudagur, apríl 07, 2003

Eins og fram kom fyrir helgi þá fór V.Í.N. í bústaðaferð í Borgarfjörðinn. Það var lagt af stað út úr bænum um kl 20:30 á föstudagskvöldið og vorum við Vignir síðastir úr bænum. Þegar við komum í bústaðinn um 22:00 var hafist handa við bjórdrykkju. Að sjálfsögðu var drukkinn Bandarískur bjór, svona til að sýna stuðning í verki við G.W., var þetta Miller Time og var það mál manna að þetta væri óvenju góður bjór þrátt fyrir að vera vondur bjór. Ekki voru menn neitt rosalega lengi að þetta föstudagskvöldið því það átti að vakna snemma á laugardagsmorgninum og herja á Langjökull. Samt kláraði maður kippuna og fékk sér tvo screwdriver með bláum Smirnoff og fær Magnús Blöndahl þakkir fyrir.

Hið ótrúlega gerðist svo á laugardagsmorgninum. Hvar er það kunna margir að spyrja. Jú, menn risu á fætur hver á eftir öðrum um átta um morguninn. Það þurfti ekki einu sinni símana til að vekja okkur. Það var ekki laust við að mikill eftirvænting væri meðal fólks. Hafist var handa við að útbúa morgunmat og vekja Togga, sem var ennþá í bænum og ætlaði að hitta okkur á leiðinni. Eftir að hafa borðað morgunmat eftir forskrift manneldisráðs hófust Muller´s æfingar og eftir morgunbæn var loks hægt að leggja í hann. Jeppalestin rann afstað um 09:30 með stefnuna á Langjökull. Veður var hið ágætasta og stakasta blíða við Hreiðavatn það bæti svo í vindinn þegar nær kom Reykholti. Við Reykholt var gert stutt stopp og tankað en þangað vorum við kominn kl:09:52. Það var okkur til happs að nýlenduvöruverzluninn var búinn að opna 8.min á undan auglýstum opnunartíma. Ekki fóru nema 30.L á Willy og verður það teljast nokkuð gott. Þarna notuðu menn líka tímann til að fá sér auka morgunmat m.a nýbakað skinkuhorn og Skessuhorn lesið á meðan aðrir notuðu tækifærið og nýttu sér snyrtinguna. Eftir þetta var ekkert að vanbúnaði og það var brunað af stað. Leiðin lá í gegnum Húsafell og við afleggjarann við Kaldadal var gerður stuttur stanz og mýkt í dekkjunum og þar kom í ljós að Toggi var við Reykholt við dóluðum okkur bara áfram. Það var enginn snjór þarna og bara keyrt á auðum veginum. Þó var einstaka skafl á veginum og var hann mikið blautur og mikið vatn í förunum. Við gatnamótin að Þjófakrók bíðum við eftir Togga og við bíðum og bíðum aðeins lengur og svo var ákveðið að dóla sér af stað og þá fljótlega birtist Toggi. Eftir að Toggi var kominn var hópurinn fullskipaður og þar sem Toggi var einn í bíl var ákveðið að Arnór, sem hér eftir verður kallaður hr.Potter, skyldi færður úr X-Cap sem þriðji maður og í Datsuninn. Nú var hópurinn kominn og hann saman stóð af Stebba Twist og Vigni á Willy´s á 38´´, Maggi Brabra og Magga Blöndahl á Toy X-Cap á 35´´, Viffi og Alda á Toyota X-Cap á 35´´ og Toggi og Hr.Potter á Datsun Patrol á 38´´. Heldur voru nú snjóalög af skornum skammti þarna þó öðru hverju kom krapi á veginum stundum var hægt að sneyða fram hjá eða meður fór bara beint í gegn. Maggi þurfti einu sinni þar að þiggja spottann og var það bara vegna þess að 35´´ gaf ekki jarðsamband og hann sat á kviðnum. Svo kom einn stór skafl og ekki fór maður langt í 12.psi svo það var brugðið á það ráð að hleypa lofti úr belgmiklum hjólbörðum bifreiðarinnar, að þessu sinni var hleypt niður í 5.psi. Þegar upp brekkuna var komið blasti skálinn við okkur. Ekki var gerður stanz við skálann heldur haldið beinustu leið upp jökulinn. Gekk það nokkuð greiðlega enda höfðu einhverjir verið svo elskulegir að tróða fyrir okkur þarna. Reyndar voru þessi för svolítið sikk sakk enn upp fóru þau, við mætum svo þessum köppum þegar þeir voru á niðurleið að hitta einhvern hóp. Við heldum svo lengra upp og fórum lengra en þegar ég og Vignur vorum þarna á ferðinni fyrir 6.vikum síðan eftir að þeim árangri var náð var okkur óhætt að snúa við. Við reyndar fórum lengra í svarta þoku og fíflalega mikili snjóblindu. Það var allt hvít og maður sá varla för ef þau voru fyrir framan jeppann. Samt gaman og færið ekkert svo slæmt. Þarna uppi fór nú Willy´sinn, öldungurinn í hópnum, létt með að hringkeyra Datsuninn. Það fór svo smá tími í að leika sér eins og gengur þó var ekkert hægt að spítta í vegna þess að skyggni var ekkert. Þó gerðist eitt nokkuð skondið á einum staðnum þar sem við vorum eitthvað að sprella og orðið mikið af förum að Viffi festi sig og kom þá Maggi Brabra til sögunnar og ætlaði að kippa í Viffa. Ekki gekk það betur en svo að þeir voru bæðir fastir með nælonið á milli og það var strekkt svo ekki var hægt að losa það. Ekki vera hræddur því Toggi mætti á svæðið og kom næloni á milli sín og Magga Brabra. Þarna voru 3.grútarbrennarar að taka á því og skyndilega varð allt svart og mikill lýsislykt yfir öllu. Það sem bjargaði málunum var að kári blés þokka lega svo svarta reykjarskýið og lýsislyktinn var fljót að hverfa. Eftir að Datsuninn hafði kippt í tvær Togaogýtur var hægt að losa kaðalinn ekki var þó Viffi alveg laus og nú koma það í hlut Willy´s að kippa í Viffa. Ekki voru amerísku hestöflin í vanræðum með að koma Viffa upp úr þessu. Þarna var ákveðið að snúa við og halda niður á við. Toggi fór fremstur og nú voru báðir X-Cap fastir og ekki var mikið mál fyrir Willy´s og hans amerísku hestöfl að kippa þeim lausum. Á leið okkar niður ákvað Maggi Blöndahl að skella sér á skíði eða fjallaskíði. Þar sem hann var bara í venjulegum plastskóm var svoldið fyndið að horfa á hann renna sér með ,,pizzu´´ stíl. Ég og Maggi Brabra vorum svo samfloti þanngað til að mér þótti svo leiðinlegt í förunum að ég ákvað að fara út úr förunum og standa niður. Var það ekki leiðinlegt þrátt fyrir að snjórinn væri blautur og þungur. Þegar við komum svo niður að skála fór ég og Toggi í smá sandkassaleik í skafli fyrir bak við skálann. Það endaði með við að Datsuninn sat á kviðnum og Toggi þurfti að fara út um hliðarrúðuna. Það kom svo í ljós að hægra aftur dekkið var vindlaust og ekkert að gera nema pumpa í sem og var gert nema hvað að það lak með felgunni að innan verðu. Eftir að hafa grjótpumpað í það stoppaði eða minnkaði lekinn. Þarna við skálann var dælt þar til gerðu lofti í dekkinn og haldið sem leið liggur niður í Húsafell. Á einum stað komum við að Patrol sem var frekar fastur og Hummer sem var þarna tók það hlutverk að spila hann upp. Þarna á sama stað var líka Barbí fastur og bílinn í bakgír og enginn undir stýri. V.Í.N. tók það að sér að bjarga þessum Barbí og kom það í hlutskipti Togga að ná honum upp og það hafðist. Það er líka óhætt að segja að þarna hafi verðið frekar hvasst svo ekki sé fastara að orði komist. Eftir þetta gekk ferðinn í Húsafell frekar tíðindalaust fyrir sig. Í Húsafelli var full pumpað í öll dekk. Eftir að því var lokið og menn og kona hefðu japlað á samlokum var haldið sem leið lá í bústaðinn aftur. Menn sáu það fyrir að ná fyrir tímatökur en það átti eftir að breytast. Þegar við vorum komnir c.a. 1,5 km frá Húsafelli var Toggi kominn á felguna hægra megin að aftan. Það tók ekki langan tíma og þurfti engann snilling til þess að sjá það að þetta dekk var ónýtt. Enginn með varadekk svo eina leiðin til að koma bílnum áfram var að fá dekk úr bænum. Kom það upp á daginn að Toggi á 36´´dekk á 6.gata felgum svo hann talaði við karl föður sinn og var hann boðinn og búinn að sendast með dekkið. Maggi og Maggi fóru svo á moti honum og hittu hann við afleggjarann að Hvanneyri. Á meðan var undirbúningur fyrir dekkjaskipti í fullum gangi. Það var líka okkur til happs að Viffi var með hólk með sér svo við fórum í skotkeppni þar sem stikkubútur og tóm bjórdós fengu að finna fyrir því. Þarna var illt í efni fyrir hr.Potter því hann var búinn með bjórbirgðirnir og þarna brenndum við líka dýrmætum bjórtíma. Það er samt ekkert við þessu að segja og svona gerist. Svo rúmlega 18:00 birtust Maggarnir með varadekkið og auka tjakk. Það tók okkur svo ekki nema tæplega korter að skipta um dekk þ.e. að taka framdekkið undan og varadekkið undir að framan og kippa ónýta dekkinu af og setja framdekkið undir að aftan. Nú var að drífa sig í bústaðinn og fara að fíra upp í grillinu. Það var gert og mikið hélvíti var bjórinn ljúfur þegar maður gat loks fengið sér bjór eftir að aftur var komið í bústaðinn. Annars fyrir þá sem vilja lesa um partýið sem fór fram á laugardagskvöldinu vil ég benda á partýbloggið hjá herra Potter.

Þegar ég vaknaði á sunnudaginn var mér tjáð að Vignir hefði stungið mig af með Togga og hr. Potter væri kominn í hægra sætið í Willy´s. Þetta verður að teljast góður árangur hjá hr.Potter að sitja í þremur mismunandi bílum yfir helgina. Aldrei sami bílinn tvo daga í röð. Maggi og Maggi voru svo næstir að fara í bæinn. Það er óhætt að segja að ástand manna var misjafnt. Svo ákvað ég brottför kl:15:00 því maður ætlaði sér að ná formúlunni í sjónvarpinu. Það leit út fyrir að þetta myndi hafast og tiltekt gekk alveg þokkalega. Þegar átta bara eftir að skúra þá ákváðu Viffi og Alda að leggja af stað í bæinn með þynnkuborgarastoppi í Borgarnesi þar sem ég og hr.Potter ætluðum að hitta þau. Þetta átti eftir að breyttast. Fljótlega eftir að þau voru lögð að stað hringdi síminn og það var Alda að tjá okkur að X-Capinn vildi ekki keyra. Eftir að ég og Hr.Potter vorum búnir að ganga frá bústaðnum fórum við og heilsuðum upp á Viffa og Öldu. Þá kom á daginn að kúplingin væri líklegast farinn því skipti engu máli þótt að hann væri í gír því ekki fór hann áfram eða aftur á bak þrátt fyrir fulla inngjöf. Þegar svona er ástand var ekkert annað að gera í stöðunni nema hengja nælon á milli og draga í bæinn. Togaogýta X-Cap endaði sem sagt í spotta aftan í Willy´s sem er kominn á sitt 22.aldursár og verið hressari. Það var ekki nóg með að maður væri kominn með eitt stk. X-Cap sem dragald heldur var líka sæmilegasti mótvindur svo ekki fór maður alltof hratt yfir maður var á 60-95.km.klst og náði maður að halda sér á 70-80 mest allan tíman. Það verður líka að segjast að Willy´s var ekkert alltof sprækur í 4ja.gírnum. Þarna þótti mér líka mjög gaman bæði að draga Toyota og að taka þátt í því að eyða takmörkuðum orkulindum heims. Það lítur líka út fyrir það að maður sé að fá ódýrra bensín þökk sé G.W. Bush og stefnu hans í Írak svo ég hafði enga samvisku yfir lítrunum sem fóru þarna. Maður þurfti svo að greiða tvöfalt í göngin og það var mikið krafthljóð í Willy´s þegar við vorum á leiðinni upp brekkuna sunnan meginn í göngunum. Við vorum svo komin í bæinn um kl:17:30 og þar endaði bústaða-Langjökuls-bústaðaferð okkar V.Í.N.

þriðjudagur, apríl 01, 2003

Eins og glöggir lesendur okkar eflaust vita þá er huguð bústaðaferð um komandi helgi sem Arnór hafði milligöng um að redda. Fyrst að bústaður þessi er staðsettur í Borgarfirðinum þá hugsaði jeppadeild V.Í.N. sér gott til glóðarinnar. Helgi þessi skyldi notuð í að gera aðra tilraun við Langjökull. Eins og lesendur rekur minni til þá gekk síðasta tilraun við Langjökull ekkert alltof vel. Nóg um það. Jeppadeildin vill hvetja sem flesta sem eiga eða hafa aðgang að jeppa innan V.Í.N. að skella sér með. Aðrir gestir eru líka velkomnir þó þeir séu ekki innanbúðar V.Í.N. og má þá hafa þann háttinn á að hitta okkir í Reykholti eða Húsafelli. Hvernig svo sem liggur á mönnum n.k. laugardagsmorgun. Jeppadeildin er nú svo bjartsýn að setja stefnuna í Fjallkirkju eða alla vega þó að Þursaborgum. Við verðum svo bara að sjá til hvernig gengur en um að gera að setja sér markmið. Svo er bara mæting aftur í bústaðinn við Hreiðavatn einhvern tíma eftir Langjökull og grillað skolla því svo niður með bjór, skella sér svo í pottinn og þvo af sér ferðarykið. Þetti ætti að geta verið ágætis upphitun fyrir páskaferð og komið mönnum í rétta skapið.

Ferðakveðja
Jeppadeild V.Í.N.