þriðjudagur, desember 23, 2003

Nú eru bara 40 mínútur í jólafrí jíbbí jei.
Þar sem ég nenni ekki að skrifa jólakort þá kemur kveðjan bara hér.
Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár. Þakka það liðna
Kær kveðja Alda

laugardagur, desember 20, 2003

Við Stebbi erum nú í rannsóknarleiðangri VÍN á Sálarballi á NASA. Hér er allt troðið og þvílík stemming. Vildi bara að þið aum... heima vissuð af því. :-) -vj-

SMSblogg sendi Vignir
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

sunnudagur, desember 14, 2003

Í beinni
Ykkur sem eruð á leið til Madonna di Campiglio í janúar vil ég óska til hamingju með að einungis er mánuður til brottfarar. Jafnframt vil ég benda ykkur á að horfa á Eurosport á morgun. Kl. 14.00 og 17.15 (15 og 18.15 CET) verður sýnt beint frá heimsbikarkeppninni í svigi sem fram fer í Madonna. Endilega kíkja á það og skoða aðstæður.
VÍN lengi lifi.

föstudagur, desember 12, 2003

Jæja þá er ég loksins búinn að setja inn myndir á netið. Setti myndir úr nýliðaferð 4x4 inn í Setur. ´

Einnig fóru myndir inn úr seinustu jeppaferð þar sem stefnan var sett í Grímsvötn. Við bíðum enn eftir ferðasögu frá Stebba og Willa.. þið látið ykkur nægja að lesa að ferðasögunna hans Arnórs á meðan.

Slóðinn á þetta er http://www.pbase.com/maggi1

miðvikudagur, desember 10, 2003

Var að koma frá því að strauja visakortið. Eitt stykki Ítalíuferð komin á visa, þá eru bara jólin eftir og svo gjaldeyrir, fúff þetta verður erfitt. Vil minna á að það er ekki bara fyrir 5% afsláttinn sem fólk þarf að fara að borga því það þarf að vera búið að ganga frá greiðslu mánuði fyrir brottför. Einungis 4 dagar eru því til stefnu. Allir að drífa sig og borga núna. Það styttist óðum í brottför.....bara drífa þessi jól af og þá fer þetta alveg að koma.

þriðjudagur, desember 09, 2003

Af peysum, skíðum og jöklum
Nú á dögunum var að berast til landsins sending af VÍN flíspeysum. Verða peysurnar merktar VÍN og nafni eiganda líkt og við gerðum með 66° norður peysurnar um árið. Peysurnar fást fyrir slikk eða innan við 4.000 kr. stk. eftir að búið verður að merkja þær. Hægt verður að skoða og máta peysurnar hjá Togga annaðkvöld kl. 21.00 auk þess sem pantanir verða teknar. Einnig má leggja fram pöntun í gegnum síma.
Það styttist senn í Ítalíu. Því miður hefur félagi Viffa hætt við Ítalíuferðina að læknisráði eftir að hafa slasast við íþróttir. Vonandi verða ekki fleiri forföll enda engin ástæða til að óttast það. Hópurinn telur því 11 fígúrur. Þeir sem stefna að því að fara og ætla að greiða með kreditkorti vil ég benda á að ætli menn sér að ná í 5% staðgreiðsluafslátt þarf að gera upp ferðina fyrir þann 17. desember nk. Vissara að hafa það allt saman á hreinu.
Nú um liðna helgi skelltu nokkrir VÍN liðar sér í frækna og stórskemmtilega för í Jökulheima og á Vatnajökul. Við fáum væntanlega nánari ferðasögu síðar (það er mikið frá að segja) en þeir sem ekki geta setið á sér geta kíkt á þessar myndir hér sem Runólfur á heiðurinn af.

laugardagur, nóvember 29, 2003

Núna um kl:18:00 hafði Maggi Brabra samband við fréttadeildina og var með eftirfarandi fréttir úr nýliðaferð.

Þeir voru komnir upp í Setur kl:07:00 í morgunn. Þeir höfðu náð að rífa eitt dekk undir Flubbakrúser. Ef það er hægt að kalla að rífa því það fóru að sögn 4.tappar í rifuna. Veit að Gvandala-Skandala myndi ekki samþykkja þetta sem rifið dekk því fyrir honum er ekki dekk rifið nema það sé farið að nálgast 20.tappa í gatið. Nóg um það. Þeir Flubbafélagar voru ekki þeir einu um að rífa dekk því 6.önnur dekk lágu í valnum eftir daginn. Eins og tímasetningnig á komutíma þeirra gefur til kynna þá var skítafæri. Snjórinn var eins og sykur og þ.a.l. þjappaðist hann illa. Þá gefur fjöldi rifina dekkja það í skyn að ekki sé alltof mikið af snjó á svæðinu. Menn voru í 3-5psi og þegar eitthvert grjótið stóð upp úr þá var eitt dekk sem frelsaði allt sitt loft umsvifalaust. Ekki voru það bara dekk sem lá í valnum þegar í Setur var komið því einu framdrifi var fórnað jeppaguðinum til dyrðar. Þetta var víst framdrif undan einhverjum Landcruiser.

Dag var svo farið í Nautsöldu og komið við í Ólafslaug (héld að ég sé að fara rétt með nafn). Samkvæmt Magga þá var laugin víst þannig að ef maður myndi standa í henni þá myndi vatnið ná upp fyrir tærnar á viðkomandi. Þó hefur það heyrst að afspurn að eitt sinn fyrir langa löngu hafi þrjár manneskjur komist þarna fyrir. Þetta hefur ekki fengið staðfest og er örugglega bara sögusagnir. Á leiðinni til baka í Setur þá fóru Flubbarnir niður um ís á ónefndri á og svo áður langt um leið þá voru milli 5-6. bílar fastir í sömu á fyrir aftan og við hliðina á Flubbakrúserinum. Sem sagt bara gaman. Allt fór þó vel að lokum. Þegar fréttadeildin talaði við Magga var verið að fíra upp í grillinu og átti að fara setja lærin á sem er víst á milli 12-15 og meðlæti fyrir 40.manns.

Að lokum þá vissi Maggi ekki hvaða leið þeir færu heim. Nefndi þó Gljúfurleitarleið en menn voru víst eitthvað efins með árnar á þeirri leið. Þetta mun þó allt fá líklegast staðfest á morgunn.

Fleira er ekki í fréttum. Fréttir munu birtast um leið og þær koma Stebbalings til.
Fréttadeild Jeppasvið Grafarvogi.

föstudagur, nóvember 28, 2003

Maggi Brabra var núna rétt í þessu að hafa samband við fréttastofu jeppasviðs í Grafarvogi og staðfesti eftirfarandi fréttir.

Þeir voru þá staddir við Hvítárbrú og var staðsetningin eftirfarandi: W:05°55´263 og N:71°56´761 UTM. Var var gott þá í augnablikinu og þeir voru á eftir 44´´ sem ruddi víst öllum snjónum úr förunum. Á kaflanum milli Hvítá og Bláfellsháls var eina erfiðast og reyndist sjálfur hálsin vera eina léttastur. Sagðist kappinn þá félaga hafa þurft að kljúfa 8.m púðurskafla þó er það ein sem komið er bara sögusagnir sem ekki hafa fengist staðfestar. Einn sauður, eins og Maggi orðaði það svo skemmtilega, var búinn að rífa dekk. Menn er strax farnir að fá action í leikinn.

Fleira er ekki í fréttum núna. Þær munu birtast um leið og þær koma, þó ekki af Halldóri Hauksyni.
Fréttadeildin Jeppasvið í Grafarvogi
Fréttadeild jeppasvið er með heitar og freskar fréttur úr nýliðaferð 4X4. Maggi Brabra er nú á ferðinni á Flubbalatakrúser upp í Setur þar sem hann og annar Flubbi munu sjá til þess að enginn fari sér að voða.

Kl: 21:15 voru þeir ásamt 22.bílum sem innihéldu 38 karlmenn og tveggja manna hreingerningarlið staddir fyrir ofan Gullfoss. Það var lagt af stað úr bænum frá Esso á Átúnshöfða kl:19:00 og það tók þá 2.klst að komast að Gullfossi. Það var víst fljúandi hálka sem tafði eitthvað. Þó var mesta umkvörtunarefnið að á Geysi er aðeins eins grútardæla og það eru 18.kolavélar í þessum hóp svo það tók nokkurn tíma koma grútinum á fákana. Þess má til gamans geta í þessum hóp eru 5.bensínbílar og á Geysi eru 3.dælur fyrir bensín. Þetta sýnir ein eina kostina við að vera á bensínknúnum sjálfrennireiðum. Veður á Kili var eftirfarandi. Hitastig:kalt og frost. Vindstyrkur: svona temilegur. Þeir voru enn ekki búnir að hleypa úr og pundstaðan var 28psi. Færð sem sagt góð.

Fleira er ekki í fréttum.
Fréttadeildin Jeppasvið Grafarvogi

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Staðfestar fregnir
Loksins hefur ritstjórn VÍN fengið þær fregnir staðfestar að Eyjólfur Magnússon og Ríkey Hlín Sævarsdóttir verði með í Ítalíuför VÍN í janúar næstkomandi. Þetta þýðir að VÍN hópurinn er farinn að telja fullar 12 fígúrur.
Fleira er ekki fregna að svo stöddu!

þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Dagana 15-16.nóv s.l. brá jeppadeildin dónasvið sér í ferð sem að sjálfsögðu var farinn á jeppum. Enda ekki við öðru að búast þegar jeppadeildin er annars vegar. Hópurinn samanstóð af undirritiðum Stebba Twist, sem var að þessu sinni farþegi, Maggi Brabra á Hi-Lux líks oft nefndur Lúxi og svo Toggi Túpa, VJ og Höski á Patrol eða Fastrol eins gárungarnir kalla hann víst. Já, það er rétt kæru lesendur þetta var grútarbrennaraferð þar sme við fórum á tveimur kolavélum. Það verður vondi aldrei endurtekið og næst verða einhverjir vagnar með alvöru eldneytisgjafa.

Það var farið á fætur fyrir allar aldir á laugardagsmorgninum, það eina sem getur talist kostur við það var að hlusta á King Kong þar sem maður heyrði í gölmum félaga að nafni Jósep í Kárnesvideo. Mikil snillingur þar á ferð. Nóg um það. Maggi var svo mætur í Logafoldina um kl:10:30 með tilheyrandi titringi og vondri lykt sem fylgir þessum lýsislömpum. Leið okkar lá í Heiðarásinn þar sem hitta átti afgangin að liðinu með smá við komu í Orkunni til að gefa Lúxa sopann sinn góða. Þegar við komum í Heiðarásinn tók á moti okkur drengirnir með stílistann í fararbroddi. Fljótlega þá höfum við ferð okkar á reginfjöll. Það var svo gerð viðkoma á Selfossi til matarkaupa og annara nauðsynlegra brauðmetis. Í Bónus í Hnakkaville var tilboð á lambalæri með 40% afslætti og þar var komið maturinn hjá okkur með öllu nauðsynlegu sem tilheyrir læri. Þarna versluðum við okkur líka fylltar lakrísreimar og Risa Opal sem var jú nauðsynlegt til að geta verið dónalegir, ropað og rekið við alla ferðina. Við notuðum svo pilsner til að skola þessu niður. Þar sem þetta var dónaferð þá var nú eitt herratímarit nauðsynlegt svo að grófasta blaðið í búðinni var haft með matvælunum. Margir kunna að spyrja; Hvaða virta herratímarit var þetta? Því er auðsvarað þetta var hið æðislega blað Bleikt og Blátt. Nóg um það. Eftir að hafa gert skyldu okkar til uppfylla skilyrði til að teljast dónar var næsta stopp í Mjólkurbúð Höskuldar með smá viðkomu á bensínstöð þar sem sumir þurftu að þrífa framrúðuna hjá sér ásamt því að bæta eins og 5.litrum af rúðupissi á forðabúrið. Farþegar notuðu tækifærið og fengu sér pylsu þar sem ekki var búið að opna KFC, svo snemma vorum við á ferðinni þá er fokið í flest. Þegar öllum þessum skyldum var búið að sinna var loks hægt að koma sér á fjöll. Ferð okkar gekk frekar tíðindalaust fyrir sig í gegnum Skeiða-og Gnjúpverjahrepp þar sem toppurinn var að skoða fyrirhugaða virkjunarstað. Fljótlega eftir að við komum upp Samstaðamúla þá nyttum við okkur góðvild Lalla frænda og fórum yfir Þjórsá á stíflumannvirkjum. Þar notaði maður tækifærið og bjallaði í Tudda Tuð til að láta hann vita að hverju mann væri að missa af enda veðrið nokkuð gott. Þegar við komum svo á afleggjarann við Dómadal frelsuðum við eilitið magn af lofti úr belgmiklum hjólbörðum sjálfrennireiðanna. Ekki var nú beinleiðis mikil snjór á Dómadalnum og varla heldur í fyrstu brekku eftir að maður beygir út af Dómadalsleið og í átt að Hrafntinnuskeri. Fljótlega hittum við tvo Troopera á 38´´ og voru þeir í dagsferð. Það var fínt að hafa þá á undan okkur því þeir tróðu fyrir okkur upp að íshellinum. Þarna fóru snjóalög aðeins að aukast þó er varla hægt að segja að þarna hafi allt verið á kafi í snjó. Samt fengum við aðeins að smakka á því. Toggi festi Pattann einu sinni í förunum eftir Trúperina í eins hverji lækjar sprænu. Eftir að Toggi Túpa hafði dregið fram skóflu, sem var auðvitað í sama lit og Pattinn, og mokað aðeins þá losnaði hann og hann komst áfram. Þarna mættum við Trooper aftur og höfðu þeir snúið við. Þeir gerðu okkur bara greiða með þarna því þeir fylltu holuna eftir Togga svo Lúxi átti ekki í miklum vandræðum með þetta. Við íshellana þurftum við aðeins að rifja upp hvaða leið maður fer upp að skálanum og enginn með leiðina. Þetta leystist alltsaman vel að lokum. Þegar við áttum svona 1,5.km eftir að næturstað þá fékk litli Stebbalingur að keyra svartolíutröllið hans Magga. Verð ég að segja að þessi akstur var ekki til að sannfæra mig um að fá mér grútarbrennara þó Lúxi sé ágætur að öðru leyti. Alltaf gaman að fá að spóla í snjó. Með smá út úrdúrum komum við að skálanum. Við lögðum ekki í að keyra alveg niður að honum heldur skildum við bílanna eftir upp í brekkunni fyrir ofan skálann. Við vorum þarna mættir um kl:17:00 og eftir að hafa borið allt okkar hafurtask niður eftir og komið okkur fyrir var ekkert til fyrirstöðu að gera lærið klárt og kynda upp í kolunum. Til þess verk var að sjálfsögðu kolakyndimeistari V.Í.N. fengin til þess verks og klikkaði ekki frekar enn fyrri daginn, jafnvel þótt bara helmingur grillvökvanns hafi verðið brúkaður þarna. Það var svo farið út með reglulegu millibili til að snúa lærinu ásamt því að gera sósuna klasísku, við grilluðum líka kartöflur, Toggi fann til gras og svo gular baunir. Þetta var kvöldmáltíð sem ekki klikkaði nema e.t.v að lærið var í það minnsta. Dugði þó. Eftir kvöldmat og uppvask var farið í eldspýtnapóker með misjöfnum árangri og stóðu menn eftir misskuldugir við bankann. Gaman að því. Seinna um kvöldið er við láum afvelta eftir átveisluna þá heyrðum við torkennilegt hljóð úti og einhvern umgang. Ekki vorum við vissir hvað þetta væri og byrjuðum við að telja alla inní herberginu og vorum við það fimm eða allir. Þetta reyndust vera eitthvað fólk sem var þarna á ferðinni samtals 3.stk sem höfðu m.a gengið á Heklu fyrr um daginn og lýstu stórskostlegu útsýni fyrir okkur. Það kom sér fyrir uppi og eftir að hafa gert það, þá gera það, þá kom það niður og hóf að spjalla við okkur og við við þau til baka. Einhvern tíma milli 23:00 og miðnættis ákvæðum við að gera okkur heilsubótargöngu upp að bílinum og síma þar í fólk sem var í bænum með öræfaótta og láta vita hvað það væri gaman hjá okkur og hvernig veðrið og skyggnið væri. Þeir sem urðu fyrir barðinu á okkur voru þeir Gvandala-Gústala og Jarlaskáldið. Þegar þessu var lokið og við komum niður í skála var hitt fólkið komið í koju og slíkt hið sama þurfti líka að gera við Höska og var honum komið í bælið þar sem hann var varla standandi vegna ,,þreytu´´ af einhverjum ókunnum ástæðum. Fljótlega eftir það voru flestir komnir í bólið og á stefnumót við Óla Lokbrá.

Rúmlega 09:00 á sunnudagsmorgninum opnuðu flestir augun. Menn voru fó missnöggir á lappir eins og gengur í bransanum. Eftir morgunmat, messu og Mullersæfingar var pakkað niður og þar sem engin fulltrúi hreingerningardeilar var á svæðinnu þá varð það dapurlegt hlutskipti Dónasviðs Jeppadeilar að stunda tiltekir. Verður þó að segjast að slíkt tókst alveg að afbrigðum vel þrátt fyrir dapurlegt ástand útbúnaðar til slíks. Við urðum þess svo heiðurs að vera þeir fyrstu til að kvitta í nyja gestabók sem við komum með úr bænum. Rétt fyrir hádegi var svo lagt í´ann og með stefnuna niður. Þegar við komum að vegamótunum ákváðum við að halda niður á Dómadal og jafnvel að kíkja í Laugar ef vel myndi liggja á okkur. Það gekk bara nokkuð vel hjá okkur og notuðu sumir tækifæri þegar stoppað var til lestrar. Við vegamótin á Dómadalsleið stoppuðum við til að dæla lofti í dekk. Slíkt hefur verið gert áður á þessum nákvæmlega stað. Þar hittum við kappa einn sem var á ferðinni á Sportara og hafði gist í tjaldi um nóttina. Því næst var brunað í Landmannalaugar og þar var í lauginni fólkið sem var í Skerinu um nóttina og tjáði það okkur að laugin væri köld. Sú politíska ákvörðun var tekin að sleppa lellahlaupi í þetta skiptið. Laugin verður að bíða betri tíma þannagað til seinna í vétur og þá verður vonandi betra hlutfall gjafvaxta kvenna með í för. Leiðin lá svo bara í Hrauneyjar þar sem loftpressa staðarins var nytt ásamt því að heilsa upp á biskupinn. Þarna er í gangi ljósmyndasýning vegna fyrstu bílferðar yfir Sprengisand sem var nokkuð áhugverð. Þar sem þeir selja ekki pylsur þarna var ákveðið að drífa sig á næsta pulsusölustað eftir að sumir höfðu klárað ábótina á kaffinu. Pylsur voru snæddar í Árnesi og eftir að mannskapurinn hafði sporðrennt nokkrum pulsum var ekkert betra nema koma sér heim í sunnudagssteikina. Úrvalsdeild ferðarinnar endaði svo helgina í bíó um kvöldið.

Þökkum þeim sem með fóru
Jeppadeild Dónasvið.

mánudagur, nóvember 24, 2003

Fleiri til Ítalíu?
Ritstjórn VÍN hefur borist það til eyrna að hugsanlega bætist fleiri við Ítalíuhóp VÍN á næstu dögum. Ritstjórnin hefur í dag ítrekað reynt að fá þessar fréttir staðfestar en án árangurs. Ritstjórn treystir sér því ekki til að tjá sig nánar um þetta mál að svo stöddu.
Fleira er ekki í fréttum

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Á ferð minni í morgun um netið rakst ég á myndir frá fólki sem var í skálnum í Hranftinnuskeri á sama tíma og við.

Slóðinn er http://eik.klaki.net/gutti/03nov16.html

Kv
Maggi

mánudagur, nóvember 17, 2003

Þá erum við komnir heim úr alveg snilldar jeppaferð í Hrafntinnusker. Mjög gott veður var í ferðinni og þokkalega mikið af snjó sem kom skemmtilega á óvart

Myndirnar eru komnar inn á síðunna. http://www.pbase.com/maggi/hranftinnusker

Svo kemur líklega einhver til með að skrifa ferðasögu.

Kv
Maggi

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Jæja þá er búið að skipuleggja helgina. Farið verður á laugardagsmorgni kl 09:00. Keyrt verður inn í Hrafntinnusker þar sem gist verður. Þar sem ekki er vitað um færð inneftir er mælt með því að menn skrúfi undir 38" dekkin.

Komið verður heim fyrir steik á sunnudeginum.

Enn er að minnstakosti 1 laust sæti, þannig ef ykkur langar í jeppó öl og grill hafið samband við: Magga, Stebba, Togga, Arnór eða Vigni.

Kv
Maggi

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

...og fleiri staðfestingar
Enn einn snillingurinn hefur bæst í Ítalíuhópinn því Maggi Blö. var að panta. Það er því ljóst að við verðum með vel mannaðan hóp á Ítalíu.

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Enn um Ítalíuför
Nú var mér að berast til eyrna sú merkilega og stórskemmtilega fréttlæknaneminn okkar síkáti, þ.e.a.s. Dýrleif, hefur bæst í Ítalíuhópinn góða. Fréttir herma að henni hafi þótt nóg um endalaust blaður okkar Ítalíufara um komandi ferð og vildi taka þátt í því með því einfaldlega að skella sér með. Ef fleiri eru að velta fyrir sér að koma með er þeim bent á að skella sér í Úrval Útsýn hið fyrsta og bóka ferð, það kemur enginn til með að sjá eftir því.
Njótið heil.
Jæja er ekki komið að því að við förum að koma okkur út úr bænum. Held það sé mjög gott að fara núna um helgina (14-16 nóv). Spáin er fín og það er meiri segja sett á sunnudaginn .... dapprapp ... snjókoma.

Fara bara í góða skálaferð t.d eitthvað inn á fjallabak eða bara eitthvað sniðugt (ekki kjöl) ... um að gera að koma með hugmyndir.

Endilega skrifið í shout out hverjir vilja fara og hvert.

Kv
Maggi

föstudagur, nóvember 07, 2003

Ekki virðist nú vera margt gott við þennan dag þegar maður lítur út um gluggan 11 stiga hiti rigning og viðbjóður. Enn það er samt eitt gott við hann sem ég veit um..... en það er í dag kemur út TUBORG JÓLABJÓRINN ..... S K Á L !!

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Þó langt sé í næstu fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð þá getur sjálfskipuð miðstjórn skemmtinemdar undirbúningsnemdar eftirlitsdeildar ekki lengur stillt sig verður að koma með nokkur orð.

Dagana 02-04.júlí n.k. mun V.Í.N. halda sína 75.árlegu fyrstuelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. Í tlefni þessara tímamóta num verða enn veglegri atriði og skemmtanir heldur nokkru fyrr. Sjálfskipuð miðstjórn skemmtinemdar undirbúningsnemdar eftirlitsdeildar byrjaði strax eftir síðustu fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð að hefja undirbúning fyrir þá næstu. Þó um óformlegan undirbúning sé að ræða er í fjölmörg horn að líta, þess má geta að skráning hefst þó ekki fyrr en 01.jan þá er nú gangi til forkráning fyrir þá allra hörðustu þ.e. frá miðmæti föstudagsins 06.nóv til kl: 23:59 sama dags. Fyrstu fimm sem skrá sig fara svo í pott þar sem verður svo dregið úr einhverntíma í framtíðinni og mun sá heppni hljóta veglegan vinning sem er annað hvort panflauta eða 300.kr úttekt í Kolaportinu. Ekki slæmt það. Þar sem það lítur út sem að öll fyrri met verði slegin í aðsókn á þessari ammælis fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð okkar og til þess að sjá til þess að koma öllu þessu fólki á hátíðina miklu þá gerði einn meðlimum hinar sjálfskipu miðstjórn skemmtinemdar undirbúningsnemdar eftirlitsdeildar sér lítið fyrir og fjárfesti í fjórhjóladrifsbifreið. Talandi um að koma fólki á ammælishátíðina góðu þá er spurning hvort Viffi ljái okkur aftur farangursvagninn . Annað sem verður spennandi og það er hvort sumir standi við stóru orðin og mætti í þetta skiptið. Það verður líka eins gott að Trukkurinn og Áfengisálfurinn komi, því þeir svikust undan síðast þrátt fyrir fögur loforð. Þeirra missir og þó sérstaklega hjá Álfinum vegna þess að hann missir af Mullersæfingum sem hann hefur hrifist að síðan hann var á svæðinu´99. Þeir þá þó ekki stóran mínus í bókina því þeir voru jú á þjóðhátíð.

Það þarf varla að taka það lengur fram að við komum til með að vera í (Blaut)Bolagili og að sjálfsögðu mun þar fara fram keppni í þeirri olympíugrein sem blautbolakeppni er, vill sjálfskipuð miðstjórn skemmtinemdar undirbúningsnemdar eftirlitsdeildar nota hér tækifærið og hvetja allar stúlkur á kjöraldri þ.e. 18-22 til að taka þátt. Að sjálfsögðu verður svo slegið upp varðeld og spurning um að hita upp við arinvarðeld Útivistarmanna í Básum. Þá er bara spurning hvort einhver verði það þunnur að sá neyðist til að keyra því að þarf jú að fara yfir Krossá. Spurning hvort fyrra met verði slegið í farþegaflutningum á þessum. Best að hafa sem fæst orð um það. Talandi um að koma fólki til og frá staðnum þá voru fleiri settir í þennan heldur góðu hófi gegnir og hlutu sumir heilsubresti af. Nóg um það.
Fyrst maður er farinn að tala um sjálfsagða hluti ætti að vera óþarfi að minna fólk á að hafa nóg með af veigum, sjaldan er góð vísa of oft kveðinn. Ekki er verra að menn taki með sér stóran bjór því lítil bjór er jú vondur bjór. Ekki er gott að hafa hann of stóran því þá gætu menn skemmt sér of vel og sýnt það að þeir kunni að skemmta sér og öðrum. Þá er líka heimferðin oft erfið a.m.k hjá sumum. Fólk skemmtir sér samt aldrei of vel.

Það má fastlega búast við einhverjum undirbúningsferðum sem sjálfskipuð miðstjórn skemmtinemdar undirbúningsnemdar eftirlitsdeildar mun hafa yfirumsjón með og jafnvel í samstarfi við aðrar deildir V.Í.N. Hápunkti undirbúningtímabils verður líklegast náð þegar við komum til með að ganga Fimmvörðuhálsinn um Jónsmessuhelgina. Megin tilgangur þeirrar ferðar er að kanna hvort gönguleiðin sé ekki fær fyrir þá sem eru svo vitlausir að ætla að ganga til að geta tekið þátt í 120.fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð með öllum hinum snillingunum.

Að lokum þá er það algjör skylda fyrir áshátíðargesti að prufa þennan. Þessi virkar mjög hvetjandi sém þýðir bara minni tími fer í náttúruköll og þ.a.l. meiri tími til neyslu görótta drykkja sem er mjög gott.

Þökkum þeim sem hlýddu
Góðar stundir
Sjálfskipuð miðstjórn skemmtinemdar undirbúningsnemdar eftirlitsdeilar.

laugardagur, október 25, 2003

Hátíðardagar
Sama hvað öllum öræfaótta áhrærir þá er meginþorri VÍN-verja í Reykjavík þessa helgina. Helsti sökudólgurinn fyrir því, annar en öræfaótti, er Eyjólfur Magnússon (Jökla Jolli) sem í dag er að útskrifast með Meistaragráðu í jarðeðlisfræði frá Háskóla Íslands. VÍN vill að sjálfsögðu óska honum hjartanlega til hamingju með prófgráðuna. Ekki mun það nú vera eina ástæða þess að gleðjast þessa dagana, því félagi vor Arnór Hauksson átti afmæli í gær og fyllti drengurinn þar með fullan 26 vetra aldur, til hamingju með það.

fimmtudagur, október 23, 2003

Um síðustu helgi brá jeppadeild V.Í.N. undir sig betri bensín fætinum, reyndar grútarfætinum hjá sumum. Þrátt fyrir að öræfaótti hafi hrjáð marga þá voru það fjórir sem létu ekki öræfaóttann buga sig. Stefnan var sett á Þjórsárver og láta svo bara kylfu ráða kast í sambandi við gistingu. Hér kemur sagan af því.

Menn risu úr rekju eldsnemma laugardagsmorguninn 10.okt sl. Eftir að menn höfðu nýtt sér nútíma tækni til samskipta var komist að þeirri niðurstöðu að hittast í Bryggjuhverfinu og hefja þar för okkar. Leiðangursmenn voru að þessu sinni undirritaður ásamt Jarlaskálinu á Willy og Maggi Móses sem var með Togga Túbu í HiLuxinum. Vegna hve menn voru snemma á ferðinni þá gleyndu allir, sem þurftu að gera ferð í Bryggjuhverfið, gönguskónum sínum. Var því brugðið á það ráð að hver og einn skyldi halda til síns heima og grafa upp þar til gerða skó ætlaða til göngu. Ekki vildur betur til nema að ég misskildi Skálið eitthvað vitlaust og hann hélt fram röngum misskilningi svo tafir urðu á okkur í svona c.a. 20.min. Ekkert til að tala um þegar V.Í.N. er annars vegar. Allt annað hefði verið fullkomnlega óeðlilegt. Þegar við í Willanum vorum rétt ókomnir á suðurlandsundirlendið var þeim félögum á lýsisbrennarnum eitthvað farið að lengja eftir okkur í Hnakkaville svo þeir héldu áfram áleiðis í Árnes og æluðu að bíða eftir okkur þar. Eftir að hafa verzlað okkur nýlenduvöru hröðuðum við okkur sem mest við máttum áður enn Selfosshnakkar færu að setja spolier á Willy og træbaltattó á okkur spilandi Skímó. Það hafðist að komast í Árnes þrátt fyrir að bensínmælirinn hafi verið á E alla leið úr bænum, þetta hafðist á gufunum. Eftir að hafa stutt Olíufélagið um rúmar 5000.kr og snædd pylsu var ekkert því til fyrirstöðu að koma sér á fjöll nema hvað að vargur einn sýndi för okkar mikin áhuga og var ekki rólegur fyrr en við höfðum komið með alla ferðaáætlun og sýnd honum á korti hvar Setur er á landinu. Leið okkar lá nú framhjá Þjórsárdal og Hólaskógi uns við beygðum út af þjóðvegi við Sultartangavirkjun. Þar notuðum við tækifærið og frelsum smá loft úr hjólbörðunum á einu að dýrasta úrhleypingarplani á landinu og þó víðar væri leitað. Kunnum við Lalla frænda bestu þakkir fyrir. Vorum við nú komnir inn á s.k Gljúfurleitaleið. Fátt markvert gerðist á leið okkar þar svona til að byrja með. Við komum svo að á einni er nefnist Dalsá. Þar getur maður þurft að passa sig og fara þvert á brotið og beygja svo upp til vinstri annars getur illa farið. Allt gekk þó vel í þetta skiptið og allir komumst yfir svona þokkalega heilir á geði. Næsta stopp okkar var við Bskálann Bjarnalækjabotna og snæddum við nesti okkar þar en slepptum nýju skónum. Urðum fyrir miklum vonbrigðum við að finna ekki gestabókina þó voru þarna tveir pennar. Allt hið dularfyllsta mál. Mikli-Lækur var næst á vegi okkar eða vegleysu, verð að segja að þetta var stór lækur kannski ekki mikli lækur, heldur var Kisa ekki mikið vandamál. Leið okkar var nú kominn á vegamót við Setursleið og Tjarnaver. Setum við stefnuna á Þjórsárver og vorum við núna á slóðum Norðlingaölduveitu. Þegar Maggi fór yfir Hnífsána þá var þar dýpsti álinn í allri ferðinni og gaman að því. Við renndum upp að skálanum í Tjarnarveri þó er réttara að tala um kofa frekar enn skála. Eftir að hafa kvittað fyrir komu okkur var ekkert að fyrirstöðu að halda lengra. Eða hvað? Maggi festi sig nefnilega í drullupit svona 60m frá skálanum og ekkert í stöðunni að gera nema krækja næloni á milli í Willy. Þegar spottinn var kominn á milli og drógu al-amerísk hestöfl ásamt BFG Mud-Terrain Lúxa upp úr drullunni. Þar sem ennþá stærri pitur var framundan og varla hægt að sneiða framhjá honum nema búa til önnur för var tekinn sú pólitíska ákvörðun að snúa við og halda í Setur og sjá ekki til hvort það væri ekki pláss þar fyrir eins og 4.litla og hrædda strákalinga. Eina frúttið á bakaleiðinni var þessi eini áll í Hnífsánni og svo sandarnir þar sem hægt var að eyða takmörkuðum orkulindum heimsins og hafa gaman að. Þegar Setrið fór að nálgast kom gömul vinkona okkar í spilið þ.e. þokan. Nokkrir skaflar urðu á leið okkar og var Maggi duglegar að máta þá aðeins þrátt fyrir að hægt væri að sneiða þá flesta. Það gerði ég enda Willy á inniskónum og ekki til að blotna í lappirnar. Við renndum í Setrið rúmlega 17:00 við skemmtilega tóna Ladda með sönginn um Búkollu. Þegar rúllað var á planið var ekki kjaftur í húsinu og þá mundu sumir að árshátíð 4X4 var um kvöldið svo við græddum á því. Næst var að koma einhverri kyndingu í gang og það hafðist að lokum eftir miklar pælingar. Maggi fór upp á loft og fann þar pappadiska, 200.stk af plastgöflum og góðan slatta af plasthnífum sem var eins gott því enginn af okkur var með þar til gerð áhöld til að neyta matar. Þarna uppi fann stráksi líka 3ja.fasa 12.V tengistykki og húkkuðum við Lúxa við 12.V kerfið í húsinu. Ekki var það að virka og það kom ekki ljós fyrr heldur að flugvirkinn og glussakallinn snéri einni perunni og þá kom ljós. Ekki mikið mál. Toggi fór svo leiðangur stóran að græja til vatn. Menn tóku svo til óspilltra mála við að grilla og ýmislegt á matseðilinum m.a Skjóni, lamb, svín ásamt piparsveppasósu og smakkaðist allt saman vonum framar. Þess má til gamans geta að við fjórir notuðum þarna samtals 17.pappadiska. Nokkuð góður árangur það. Það var svo setið og spjallað um hin ýmsu málefni ásamt því að skolla niður snakki. Menn skriðu svo í rekju um eitt leytið.

Menn vöknuðu svo um 10:00 á sunnudagsmorgninum og voru allir nokkuð hressir enda ekki annað hægt. Hafist var handa við morgunmat, morgunbæn og svo Mullersæfingar. Þar sem ekkert var nú hreingerningarlið þá þurftum við karlmennirnir að taka til eftir okkur sem og við gerðum og það verður að segjast að okkur tókst alveg merkilega vel til. Þetta er samt eitthvað sem við ætlum ekki að gera nema í algeri neyð eins og þegar hreingerningarliðið er skilið eftir í bænum með öræfaótta. Lagt var í´ann rúmlega 11:00 og komum við í Kelló rúmlega klst síðar eftir tíðindalausan akstur nema að því undanskyldu að við fórum svona samtals yfir 53,2 metra í snjó ef maður tekur alla skaflana saman. Í Kerlingafjöllum kíkjum við á pottinn sem er inn í Hvergili og þar sem ekki allir voru með sundföt ,eins og það sé einhver afsökun., þá slepptum við að fara í pottinn að þessu sinni enda var hann ekki geðslegur og ekki freistandi að fara upp úr honum í slyddunni. Eftir þetta var farið til baka og stóri gamli skálinn skoðaður. Þetta var alveg satt sem maður var búinn að heyra, ekki beint vistlegur sá. Svo var bara Kjölurinn ekinn heim. Það snjóaði, slyddaði og svo rigndi. Kjölur var frekar holóttur og vatnskorinn. Þegar við komum að Beinakerlingu hætti að rigna og eftir því sem sunnar dró létti til. Við komum svo á Geysi og loftuðum og fengum okkur nong í klebbi með bestu lyst. Við enduðum svo ferðinna við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum.

þriðjudagur, október 21, 2003

Víst Stebbi var svona duglegur að setja inn ferðasögu af Grand buffet.

Þá bætti ég við myndum úr ferðinni á http://www.pbase.com/maggi/le_gran_buffey

Ps. Þær eru ekki í hárri upplausn en segja samt sýna sögu.

mánudagur, október 20, 2003

Eins og alþjóð veit þá brá V.Í.N. sér í bústað 3-5.okt. s.l. til að halda sitt árlega Grand buffet. Jeppadeildin hafði í tilefni þess skipulagt hringferð ætluð fjórhjóladrifsökutækjum. Eitthvað var öræfaótti að gera vart við sig svo að það fór frekar fámennur hópur úr bænum á föstudeginum og samanstóð hann af undirritðuðum Stebba Twist, hinum nýbakaða jeppaeiganda Arnóri og vorum við á nýjasta jeppanum í hópnum Suzuki Sidekick í eigu Jarlaskálsins og svo voru það Maggi Brabra og Elín spússa hans á Toyota X-Cap þeirra hjónaleysingja. Heldur var ferðin á Flúðir frekar stórtíðindalaus þrátt fyrir tilraunir okkar með að finna eitthvað jeppó á Lyngdalsheiði. Þegar við komum á Flúðir þá höfðum við ekki hugmynd hvar bústaðurinn væri og ekkert annað að gera í stöðunni nema spyrja til vegar. Það eina sem við vinnum hvar var er pöbbinn Útlaginn. Hvernig skyldi standa á því? Eftir að hafa fengið leiðbeiningar tókst okkur að finna náttstað okkar svona sæmilegaþrautalaust. Þar sem þetta er ferða-og jeppasaga þá ætla ég ekkert að fara lýsingar á föstudagskvöldinu enda hefur Jarlaskáldið þegar gert það.

Vaknað var og risið úr rekkju alltof snemma á laugardagsmorgni 04.10 og farið að gera klárt fyrir brottför. Þegar fólk hafði lokið við morgunbænir, morgunmat og Mullersæfingar var ekkert að annað að gera í stöðunni nema fjósa að stað. Leið okkar lá núna í Gjúpverjahrepp og framhjá nýlenduvöruverzlunni í Árnesi þar sem við tókum vinstribeygju og ókum veg einn uns við komum að bænum Skáldabúðum og fórum þar inn á slóða sem liggur upp á Skáldabúðaheiði. Þarna lá yfir öllu eitthvað sem maður þekkir bara að afspurn og kallast víst snjór. Þótti þessi skán þó í minna lagi í alla staði og er víst nú horfin með öllu. Slóði þessi er sæmilegur uns komið er að skálanum Hallarmúla, þó útsýnið sé alltaf í alla staði nokkuð gott. Hallarmúli er nokkuð snyrtilegur skáli þar sem klósettið vakti eina mesta athygli okkar og sér í lagi þar sem maður þarf ekki að bregða sér út til að gera þarfir sínar. Nokkuð gott sem fleiri skálar mættu taka sér til fyrirmyndar. Þó það verði reyndar toppað seint þessi snilld ,,Snúið sveifinni til hægri og gerið það sem þarf að gera". Nóg um það. Eftir Hallarmúlla fór aðeins að hægast á okkur þó enginn Stóri Sandur. Þegar við vorum svo mætt á Tangaleið vorum við það tímanlega í því að við ákvöðum að aka leiðina til ve(r)stur. Ekki leið á löngu un við þurftum að fara yfir fyrstu ána og var það engin fyrirstaða þrátt fyrir að vera Stóra, ekki litla heldur Stóra Laxá, svo þurftum við að fara aftur yfir sömu á og svo loks í þriðja skiptið var farið yfir Stóru Laxá. Þá mætum við hersingu af slyddujeppum og varð okkur svo um og ó að það var ekkert annað að gera í stöðunni nema renna við í Helgaskála og fá sér í gogginn. Hádegismaturinn okkar þennan daginn var Peking önd með appelsínu sósu. Eftir þetta gerðist fátt markvert nema hvað drullan á veginum varð meiri og fákarnir skítugir eftir því, en um leið sönnun að þeir voru notaðir þennan daginn. Við komum svo aftur á Flúðir um kaffileytið og komum við í nýlenduvöruverzlunni og fengum okkir ís í tilefni dagsins eftir að sumir höfði skolað að sjálfrennireið sinni. Svo var haldið í bústaðinn og afgangurinn er segin saga.
Jæja þar sem vinvinvin myndasíðan var eitthvað biluð, þá stofnaði ég nýja myndasíðu http://www.pbase.com/maggi/.

Hinn á hana er komnar myndir helgarinnar.

Ferðasaga í stuttu máli. (arnór kemur líklega með betri)

Reykjavík - Sultartangi - Tjarnarver (festi mig í drullu) - Stefnan sett í Setur - Kerlingafjöll - Hveragil - Kjölur - Geysir - Reykjavík

Snilldar ferð.... þá er bara að bíða eftir næstu ferð ( sem verður vonandi í snjó).

Kv
Maggi

föstudagur, október 17, 2003

Jæja það er jeppaferð á morgun laugardag. Líklega verður farið inn í Þjórsáver. Svona til að sjá hvernig þau eru áður en þeim verður sökkt. Gist verður í skála, en hvar sá skáli er, á eftir að koma í ljós.

Þeir sem hafa áhuga að koma með hafi samband við Magga eða Stebba. Hægt er að senda okkur SMS beint af síðunni.

fimmtudagur, október 16, 2003

Toggi hvar eru myndirnar? Síðast þegar ég kvartaði undan þessu varstu fljótur að bregðast við. Það eru kröfur í gangi um að þú verðir ekki lengur að í þetta skiptið.
Kær kveðja
Alda
Undirbúningur Ítalíuferðar
Nýjustu tíðindin af væntanlegri Ítalíuferð eru þau að nú hefur einn til viðbótar bókað sig. Mun þetta vera félagi hans Viffa sem ég kann reyndar lítil deili á önnur en þau að hans helstu áhugamál eru að falla ofan af fjölbýlishúsum (án fallhlífar þó) og slasa sig við knattspyrnuiðkun. Þó skilst mér að hliðarskilyrði fyrir þátttöku hans séu þau að hann verði heill heilsu þegar farið verður (þ.e. æskilegt þykir að hann verði ekki nýfallinn af fjölbýlishúsi).

þriðjudagur, október 14, 2003

Fjarítalska 2
Held að eftir ferðina til Ítalíu í fyrra muni allir eftir því hvernig panta skuli stóran bjór, það var jú nánast það eina sem við lærðum í ítölsku í fyrra. Fyrir þá sem ekki voru á Ítalíu síðasta vetur þá er "Uno birra grande, per favore" einföld aðferð við að panta sér stóran bjór.
Fleira markvert lærðum við á Ítalíu í fyrra t.d. ef einhver sem merktur er "polizia" stöðvar mann við skíðalyfturnar og segir "Mi fa vedere il passaporto, per favore" þá má búast við því að lögreglan sé að stöðva þig fyrir of hraða skíðun og vilji fá að sjá vegabréfið þitt. Best er þá að svara með því að segjast ekki skilja: "non capisco" og spyrja svo í kjölfarið hvort viðkomandi tali ensku: "parla inglese?" (leggja þetta á minnið Viffi!). Þannig er líklegast að menn sleppi tiltölulega vandræðalaust frá skíðalöggunni á Ítalíu.
Meira um fjarítölsku síðar, lifið heil.

sunnudagur, október 12, 2003

Nýjustu fréttir af VÍN-verjum eru á þá leið að við erum að jafna okkur á sárum okkar eftir leik dagsins. Ekki nógu góð úrslit það. Annars er eimskipuð undirbúninsgnefnd vetrarferða samankomin í Heiðarásnum hjá Vigni núna að fara yfir eldri ferðir og taka stöðuna á vetrinum. Stefnt er að því að skella sér í "operation snow" ferð aðra helgina í nóvember.
Annars er einnig væntanleg ferðasaga fyrir Grand Buffet ferðina síðar í vikunni. Held reyndar að nú sé kominn tími til að panta bíl og skella sér á Hverfó.

mánudagur, október 06, 2003

Eins og flestir vita stefnir VÍN á Ítalíuför í upphafi næsta árs. Af því tilefni verður staðið fyrir fjarkennslu í ítölsku hér á heimasíðu VÍN. Fyrsta kennslustund er í kvöld.
Það getur orðið vandræðalegt ef pappírslaust verður á salerninu. Því getur komið sér vel að kunna að láta vita af salernispappírsleysi á ítölsku.
"Það er enginn salernispappír á baðherberginu" útleggst á ítölsku sem: "Non c´é carta igienica in bagno" (hljóðfr.: nón sjé karta íjeníka ín banjó).
Athyglivert að það sem við þekkjum sem hljóðfæri skuli vera baðherbergi hjá Ítölum!
Tekið verður við fyrirspurnum og ábendingum nemenda í shout out hér að neðan.
Ekki verður fleira tekið fyrir að þessu sinni, lifið heil.

föstudagur, október 03, 2003

Jæja þá er Le Grand Buffet dagurinn runninn upp. Bjartur og fallegur með sól í heiði.

Í dag ætla 5-6 undanfarar að fara í bústaðinn á Flúðum koma sér fyrir og drekka öl. Ekki er alveg ákveðið hvaða leið þær ætla að fara en jeppó leið verður það.

Sjáumst á flúðum.

Fyrir hönd undanfara.
Maggi

fimmtudagur, október 02, 2003

Fyrir ykkur sem ekki gátuð mætt á undirbúningsfundinn í gær þá er hér matseðill laugardagsins. Við byrjum á léttum forrétt sem er reyktur og grafinn lax. Að því loknu verður skellt sér í aðalátið. Þá verður á boðstólnum lambafillet, hrefnukjöt og svín á pinna, ásamt ýmsu meðlæti. Að þessu áti loknu fáum við okkur svo ís með marssósu í eftirrétt. Nú ættu allir að vera orðnir vel saddir. Hættum við því að borða á þessari stundu og tökum til við drykkjuna. Að sjálfsögðu á að drekka aðeins meir en maður borðaði. Sem endar að öllum líkum í einhverri skemmtilegri vitleysu ef marka má fyrri Grand Buffet veislur.
Þið sem farið á föstudag skemmtið ykkur vel en passið samt að geyma næga orku fyrir laugardaginn.
Hlakka til að sjá ykkur á laugardag.
Ekki lengur skúbb.

Jæja Jarlaskáldið er búið að fjárfesta í jeppa. Við í jeppaklúbbi VÍN bjóðum nýjasta meðliminn velkominn í klúbbinn.

Og ég undirritaður fjárfesti í 38" dekkjum í gær, þannig nóg að gerast hjá jeppaklúbbi VÍN í gær.

Hvað ætli gerist næst hjá klúbbnum ????

..... en jæja allavega brottför á morgun í jeppó og bússtað. Skál fyrir því.
Skúbb.

Jæja nú er Þverbrekknigurinn ekki einn um að vera Batman stjarna því Jarlaskáldið og steggurinn hafa bæst í hópinn.

miðvikudagur, október 01, 2003

Við bíðum enn spennt eftir nýjustu fréttum af Jarlaskáldinu .... verður það jeppaeigandi á næstu mínútum. Fylgist spennt með nýjustu fréttum aðeins hér á vínvínvín
Nýtt skúbb .......

Ætli að Jarlaskáldið breytist í jeppakall um fimmleytið í dag ??????

Eitt er þó allavega víst að það breytist í fyllibyttum um helgina.

þriðjudagur, september 30, 2003

Smá upprifjun fyrir helgina á því sem jeppadeild VÍN ætlar að gera um helgina 3-5 okt.

"Tillagan er að koma á Flúðir á föstudagskvöldina með að fara Hlöðuvallaleið þ.e. frá Kaldadal og koma niður á Haukadalsheiði. Koma niður á þjóðveg við Geysi eða Gullfoss, ef við verðum í stuði. Aka svo bara þjóðveginn í gegnnum Brúarhlöð á Flúðir og allir í góðu flippi.

Svo á laugardeginum er upplagt að skella sér í dagsferð. Þá hafði jeppadeildin hugsað sér að fara s.k. Tangaleið sem liggur frá Gullfossi að austanverðu að Sultartanga eða Hólaskógi. Að vísu myndum við beygja útaf Tangaleið við Ísahryggi og gefa stefnuljós til hægri niður á Skáldabúðaheiði og keyra hana niður uns komið er í nýlenduvöruverzluna í Árnesi, þar er nákvæmlega upplagt að verzla sér þær nýlenduvörur sem gleymdust en eru nauðsynlegar fyrir Grand Buffet. Á sunnudeginum verður líklegast ástand manna þanning að best er að aka malbikaðan þjóðveginn heim." (Skrifað af S.Twist) (Bætti inn nokkrum tenglum)

Slúður:

Heyrst hefur að fólksbíladeildin með Stóra Kópavogsbúann í farabroddi, ætli að mæta á svæðið á laugardeginum.

Einnig hefur heyrst að ónefndur bloggari ætli að koma með jeppadeild VÍN á eigin fararskjóta.

Aðeins 3 dagar.

miðvikudagur, september 24, 2003

112 dagar er allt of langt. Ég veit ekki hvort ég ráði við alla þessa bið. Var að horfa á Amazing Race og þau voru í ítölsku ölpunum. Ekkert nema snjór og fínheit. Ég er alveg að endurlifa síðustu ferð í huganum núna. Það ætti auðvitað að banna að sýna svona hluti í sjónvarpi. Þetta fer alveg með mann.

þriðjudagur, september 23, 2003

Sæl... langt síðan það hefur verið bloggað síðast. Eigum við ekki að stefna á alvöru jeppaferð helgina 10 - 12 október. Endilega leggja höfuðið í bleyti og hugsa einhverja skemmtilegar leiðir.

T.d fara norður fyrir Hofsjökul og keyra eitthvað þar, eða bara fara eitthvað og leita að snjó.

Var í Þórsmörk um seinustu helgi það var kominn snjór í fjöllin þar...þannig snjórinn kemur vonandi snemma þennan veturinn.

þriðjudagur, september 09, 2003

Eins og margir hafa tekið eftir eru gömlu vínpeysurnar orðnar ansi gamlar og þreyttar. Til að bæta úr því stendur nú til að panta nýjar peysur í svipuðum stíl, þe. flíspeysur með ásaumuðu nafni eigandans auk VÍN. Verð fyrir peysurnar með merkinu verður líklega á bilinu 3.000 - 3.500 kr. stk. Allir sem hafa áhuga á að eignast slíkan eðalgrip mega hafa samband við mig (Vigni) eða Togga (sjá SMS hér til vinstri).
Góðar stundir
Dísus það viðrar ekki vel til ísklifurs um næstu helgi, rigning eins langt og augað eigir. Vonandi samt að þetta lagist fyrir helgina ....... kominn tími til að fara að nota axirnar eftir langt sumarfrí hjá þeim.

mánudagur, september 08, 2003

Fann þetta á kfs.is. Njótið vel.

Nýfundið íslenskt orðasafn
* Afhenda = að höggva af hönd
* Afturvirkni = samkynhneigð karla
* Arfakóngur = garðyrkjumaður
* Baktería = hommaveitingabúð
* Búðingur = verslunarmaður
* Dráttarkúla = eista
* Dráttarvél = titrari
* Dráttarvextir = meðlag, barnabætur
* Féhirðir = þjófur
* Flygill = flugmaur
* Forhertur = maður með harðlífi
* Formælandi = sá sem blótar mikið
* Frumvarp = fyrsta egg fugla
* Glasabarn = barn getið á fylleríi
* Handrið = sjálfsfróun
* Hangikjöt = afslappaður getnaðarlimur
* Heimskautafari = tryggur eigimaður
* Herðakistill = bakpoki
* Hleypa brúnum = kúka
* Iðrun = uppköst, niðurgangur
* Kóngsvörn = forhúð
* Kúlulegur = feitur
* Kópía = hjákona
* Kviðlingur = fóstur
* Líkhús = raðhús
* Lóðarí = lyftingar
* Loðnutorfa = lífbeinshæð konu
* Maki = sminka
* Meinloka = plástur
* Nábýli = kirkjugarður
* Nánös = Látinn kókaínneytandi
* Náungi = maður sem deyr ungur
* Neitandi = bankastjóri
* Pottormar = spaghetti
* Riðvörn = skírlífisbelti
* Ringulreið = grúppusex
* Sambúð = kaupfélag
* Samdráttur = grúppusex
* Skautahlaupari = lauslátur karlmaður
* Skautahlaupari = Lauslát lesbía
* Skautbúningur = kvenmannsnærbuxur
* Tíðaskarð = skaut konu
* Undandráttur = ótímabært sáðlát
* Undaneldi = brunarústir
* Upphlutur = brjóstahaldari
* Uppskafningur = vegheflisstjóri
* Úrslit = bilun í úri
* Veiðivatn = rakspíri
* Vindlingur = veðurfræðingur
* Vökustaur = hlandsprengur að morgni
* Öryrki = sá sem er fljótur að yrkja
fimmtudagur, september 04, 2003

Helgina 3-5.okt. n.k. fer V.Í.N. í sína árlega Grand Buffet ferð. Skv. öruggum heimildum þá verður veislan mikla haldin í bústað einum við Flúðir. Þarna finnst jeppadeildinni kjörið tækifæri að blása til jeppaferðar þessa helgina með Fluðir sem ,,basecamp´´.

Tillagan er að koma á Flúðir á föstudagskvöldina með að fara Hlöðuvallaleið þ.e. frá Kaldadal og koma niður á Haukadalsheiði. Koma niður á þjóðveg við Geysi eða Gullfoss, ef við verðum í stuði. Aka svo bara þjóðveginn í gegnnum Brúarhlöð á Flúðir og allir í góðu flippi. Svo á laugardeginum er upplagt að skella sér í dagsferð. Þá hafði jeppadeildin hugsað sér að fara s.k. Tangaleið sem liggur frá Gullfossi að austanverðu að Sultartanga eða Hólaskógi. Að vísu myndum við beygja útaf Tangaleið við Ísahryggi og gefa stefnuljós til hægri niður á Skáldabúðaheiði og keyra hana niður uns komið er í nýlenduvöruverzluna í Árnesi, þar er nákvæmlega upplagt að verzla sér þær nýlenduvörur sem gleymdust en eru nauðsynlegar fyrir Grand Buffet. Á sunnudeginum verður líklegast ástand manna þanning að best er að aka malbikaðan þjóðveginn heim.

Jeppadeildin hér með auglýsir eftir jeppum til að koma með, því ef allir sem tekið hafa þátt í skoðanakönnunni koma er ekki mikið pláss. Það reddast.

Góðar stundir
Jeppadeild

föstudagur, ágúst 29, 2003

Var að eitthvað að hugsa um aumingjaskapinn í honum Magnúsi í dag. Að hætta við Ítalíuferð er alveg stórskrítið. Ekki mjög langt síðan hann brást okkur Vínverjum og kom ekki með í Kellingarfjöll til að fara á Gay pride og svo nú þetta. Þar sem þessi hugsun rann í gegnum hugann rann upp fyrir mér ljós. Það er auðvitað nýji kærastinn sem er að banna honum að fara til Ítalíu. Þetta er náttúrulega alveg augljóst.

sunnudagur, ágúst 17, 2003

Fyrir ykkur sem ekki sáuð fréttir á Stöð 2 í kvöld þá verð ég nú að láta ykkur vita hvern ég sá þar á skjánum. Það var að sjálfsögðu verið að fjalla um menningarnóttina. Það var farið í bæinn í dag og fólk spurt út í gærkvöldið og eitthvað svona skemmtilegt. Enda þeir svo fréttina á því að segja eitthvað í þá áttina að eflaust væru margir enn að jafna sig eftir kvöldið. Sýna þeir þá um leið mynd af manni sofandi á bekk niðri í bæ í sólinni í dag. Já ykkur dettur örugglega einn félagi okkar strax í hug þegar þið lesið þetta. Ég get ekki ímyndað mér annað en að þið hafið hitt naglann á höfuðið enda er það ansi kunnugleg sjón að sjá hann Styrmi sofandi á hinum ýmsu stöðum. Var hann að sjálfsögðu kominn úr skónum svona til að ná betra jarðtengingu.

föstudagur, ágúst 01, 2003

Eins og allir vita verður VÍN með úrvalssveit sína á Þjóðhátíðinni þessa helgina. Nú þegar er þjálfi kominn út með 2 gríslinga með sér. Munu það vera Stebbarnir sem eru að gera úttekt á landsins gæðum. Nýjustu fregnir herma að þeir seu orðnir drukknir (ekki telst það nú til tíðinda) og að popptíví hafi tekið þá tali (gæti orðið fróðlegt að sjá hvernig það kemur út). Ekki liggja fyrir upplýsingar fyrir um afdrif Arnórs en heimildir telja þó að hann sé ennþá á lífi. Næsta mál á dagskrá hjá undanfarahópnum er að koma upp tjaldbúðum sem samanstendur af tveimur tjöldum hjá Jóa Listó. Síðari hluti úrvalssveitar (vinnandi menn) fara í loftið kl. 16 í dag en fregnir herma að helmingur hennar sé þegar farin að vinna í því að ná svipuðu rakastigi og undanfarasveitin.

fimmtudagur, júlí 31, 2003

Jú góðan og margblessaðan daginn.
Nú þegar þetta er skrifað eru um það bil 13 klukkustundir þar til fyrstu menn úr úrvalssveit VÍN eða chateauneuf du pape (sem er einmitt nafn á héraði sem framleiðir úrvalsvín sem fæst í ÁTVR) halda til eyjarinnar fögru í suðri eða Vestmannaey og munu þeir taka púlsinn á hátíð þeirra eyjaskeggja sem kennd er við þjóð.
Akkúrat núna (kl: 22:40 þ.e.a.s.) er þjálfi, sem er einmitt undirritaður, með sveitina góðu, í stífum æfingabúðum á heimavelli VÍN-verja til margra ára þ.e. Heiðarási 21 hjá þeim myndarhjónum Jóni og Hólmfríði. Í æfingabúðum felst upphitun í sumbli, agastjórnun (menn þurfa að geta sýnt þann aga og þor að setja ofan í sig bjór og brennivín á ögurstundu...ögurstund þýðir höfuðverkur,almenn þynnka og ælutilfinning) en fyrst og síðast "ræsing" á skemmtun og almennu sukki. Menn eru í óvenju góðu formi þetta sumarið, enda ekki við öðru að búast eftir alla þá knattleiki við Bakkus sem VÍN hefur staðið í. Skal þess getið í hjáhlaupi, að lítið hefur verið um töp í því áfengissparki og þar að auki ekki eitt einasta jafntefli og eru menn bara nokkuð stoltir af. Auk þess að setja ofan í sig blautt brauð eru menn að spá í textum hinnar goðsagnakenndu ruggsveitar Sálarinnar hans Jóns míns sem mun standa fyrir skankaskaki nú um helgina (við þurfum nú að geta tekið undir!!!!). Menn eru komnir með það á hreint að þeir Sálarmenn eru að leita í textum sínum að ást sem aldrei finnst og fyrringuna þeirri sem plagar alheim (Nóra fannst það í það minnsta og hann bara á fyrsta bjór!!!).

Látum þetta nægja í bili af ævintýrum chateauneuf du pape.
Þú lesandi góður sem ekki fer til útlanda þessa helgina líkt og við, þú vonandi hefur það gott og gaman um helgina en einu get ég lofað þér. Þú munt ekki skemmta þér jafnvel og við............jafnvel þó þú reynir!!!!!

Góðar stundir

þriðjudagur, júlí 29, 2003

mánudagur, júlí 28, 2003

Eins og alþjóð veit þá hyggur úrvalslið V.Í.N. á landvinninga um næstuhelgi. Það er ekkert annað heldur en Þjóðhátíð. Þangað ætlum við að fara með flugi. Undanfarhópurinn sem fer 11:30 fer með Dornier og hér koma tilgangslausar nörda upplýsingar af verstu sort.

Vélin sem við fórum með til Eyja er Dornier 228-212. 19.sæta snilldarvél með tvo Garrett/AlliedSignal TPE331-5-252D, 776SHP hvor um sig með 4ra.blaða Harzel skrúfu. Hámarkshraði er 433.km.klst(231kt), farflugshraði 333km.klst. Klifurhraði 1870ft/min. Flugdrægni með 19.farþega 2445km. Hámarkshæð 8534m. Þurrvigt 3742kg hámarksflugtaksþyngd er 6400kg. Vænghaf 16,97m, flatarmál vængja 32,0m2 og lengd er 16,56m
Nú um þar síðastu helgi brá Jeppadeild V.Í.N. undir sér betri fætinum og fór í jeppaferð. Ferðinni var heitið hringinn í kringum Langjökull eða Grafarvogur-Þingvellir-Lyngdalsheiði-Geysir-Kjölur-Stórisandur-Arnarvatnsheiði-Kaldidalur-Grafarvogur. Ekki var fjölmennt í þessa ferð en góðmennt samt. Hópurinn samstóð af Undirrituðum þ.e. Stebba Twist og Jarlaskáldinu í Willy annarsvegar og Magga Brabra og Snorra Kviðmág í Hi-Lux hinsvegar.

Lagt var af stað úr Grafarvoginum um 20:30. Fyrsta stopp var við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum þar sem við spjölluðum aðeins við Runólf á nýja Barbíinum sínum, sæmilegasti bíll það. Á Þingvöllum hafði risið fellihýsaþorp og greinilegt að þarna voru Íslendimgar í útilegu með skuldahalann. Næsta stopp var á Geysi þar sem við notuðum tækifærið og tönkuðum, fengum okkur svo pylsu í eftirrétt þó svo að sumir hafi snætt Ítalaskan þjóðarrétt sem er pizza. Þarna á Geysi var einhver vinkona Snorra, sem mætti alveg vera vinkona fleiri V.Í.N.-liða. Nóg um það. Þar sem ekki var til neitt pulsubrauð þá létum við þessa vinkonu hans Snorra sækja frosið brauð yfir á hótelið. Mikið fjandi var pylsan góð. Fátt markvert gerðist á Kili nema hvað veðrið var fjandi gott. Eftir að hafa hleypt úr dekkjunum var ekkert til fyrirstöðu að bruna á Hveravelli. Eitt gerðist þó á leið okkar á slóðir Fjalla-Eyfa er það að kastaragrindin hjá Brabrasyninum brotnaði og urðum við að kippa henni af með amerískum verkfærum. Þegar á Hveravelli var komið var slíka blíðan að því fá ekki orð lýst. Við drífum í því að reisa okkar tjöld sem voru alls fjögur þ.e tjald á mann, það dugar ekkert minna. Eftir að fyrsti bjórinn hjá bílstjórunum var opnaður og tjöldin kominn upp var farið í pottinn. Ekkert varð af umferð í Íslandsmeistaramóti V.Í.N. í lellahlaupi, tómt kæruleysi það. Nóg um það. Potturinn var góður og var bjórinn sem þar var drukkinn síðri. Um kl:02:30 fóru með í koju, nýbaðaðir og sælir.

Menn vöknuðu svo á laugardagsmorguninn rétt fyrir kl:09:00 og þá var kominn grillandi hiti í öllum tjöldum og ekki manni bjóðandi að liggja þar pungsveittur. Eftir mat, morgunbænir og Mullersæfingar voru Hveravellir kvaddir um tíu leytið með stefnuna á Húsafell. Ferðin gekk vel í fyrstu og ekki leið á löngu uns við komum að afleggjaranum. Þá fór nú heldur betur að hægja á okkur. Slóði þessi samanstóð af stórgrytti og þess á milli á heilum björgum. Það þótti að spretta úr spori þegar við náðum 10-15 km.klst og þá sungum við ,,Kljúlfum loftið eins og Concorde þota´´. Eftir 2,5 klst komum við að vegamótum og þá hugsum við ,,þetta hlýtur að skána núna´´, nei þetta bara versnaði. Þegar við náðum loks á sjálfa Arnarvatnsheiðina þá var það mál manna að nú væri það versta yfirstaðið. Ekki reyndist spá okkar vera rétt. Þegar við komust svo loks á eitthvað sem kallast gat vegur var heldur betur sprett úr spori og haft gaman af. Svo loks eftir 8.klst komum við í Húsafell vel rykugir og glaðir enda nú loks hægt að taka til við bjórdrykkju. Að fara 100.km á 8.klst verður að teljast sæmilegt. Þeir sem vilja lesa um hvað á daga okkar dreif í Húsafelli skulu lesa hvað Skáldið hafði að segja um það.

Sunnudagurinn rann upp og var hann misbjartur hjá mönnum. Fyrri partur fór aðallega í afslöppum og hneykslun á því að við skyldum ekki fá að sjá formuluna í sjoppunni. Kaldidalurinn og Uxahryggirnir voru svo farnir heim þar sem rallað var enda þurftu við að vinna upp tapað tíma frá laugardeginum. Stopuðum í pulsu á Þingvöllum og enduðum svo ferðina í Jöklafoldinni. Þar með var lokið góðri jeppaferð sem hafði allt sem sumarjeppaferð þarf að hafa.

fimmtudagur, júlí 24, 2003

Um komandi helgi stefnir VÍN á að leggja dal undir fót, öllu heldur Þjórsárdal. Stefnt er að leggja af stað úr bænum árla (eins árla og VÍN þolir) laugardagsmorguns (eða hugsanlega á föstudagskvöldi ef veður leyfir) og stefnan tekin á golfvöll. Þar er ætlunin að Golfklúbburinn VIN(d)högg sveifli kylfum nokkrum sinnum. Verður fyrir valinu völlur sem ætti að reynast auðveldur byrjendum (Úthlíð eða Laugarvatn) þannig að allir þeir sem hafa hug á að prófa golf ættu endilega að kíkja. Verður hart barist um vindhaggartitilinn.
Síðdegis á að kíkja á dalinn góða og fyrir þá sem ekki vita gistir VÍN á efra tjaldsvæðinu en keyrt er að því til móts við afleggjarann að Hjálparfossi. Hefðbundin aðalfundarstörf verða svo stunduð á laugardagskvöldinu og hafa sögur heyrst að menn ætli að taka verulega á því til að gíra sig upp fyrir Verslunarmannahelgina. Á sunnudaginn verður hefðbundin afmælisstemming með þynnku, pylsu í Árnesi og sundi í Hjálparfossi (ef veður leyfir).
ÞÚ MÆTIR!

miðvikudagur, júlí 09, 2003

júseisiejú
Hann Toggólfur verður seint oflofaður fyrir viðleitni sína og áhuga við að koma þessum blessuðu skemmtitúrum okkar fyrir almannasjónir. Nú hafa bæst í RISASTÓRT myndasafn hans tveir góðir myndaþættir af skrílnum á tölti milli jökla sem og þegar fólk drakk sig til heljar og til baka aftur nú um síðastliðna helgi

Tékk át end enjoj!!!

Góðar stundir

þriðjudagur, júlí 08, 2003

Við Neville systur viljum bara þakka fyrir alveg hreint snilldar helgi. Frí á mánudegi eftir alla þessa drykkju var ansi hreint ljúft. Sofið fram yfir hádegi og slakað á. Til allrar lukku kom Phillip ótjónuð heim úr þessari ferð en líkaminn á Gary er soldið blár. Á einhvern ótrúlegan hátt sluppu tærnar samt við skemmdir. Það er sjálfsagt jarðtengingin sem hefur reddað því. Lambið bíður nú spennt eftir að fara í Styrmir 202 kúrsinn. Enda ekki við öðru að búast eftir að hafa dúxað í Styrmir 102. Enn og aftur takk kærlega fyrir góða skemmtun. Það er óhætt að segja að við drukkum okkur í drasl...

föstudagur, júlí 04, 2003

GLEÐILEGA ÁRSHÁTÍÐ !!!!!

Þá er komið af því eftir langa og stranga bið síðan 8 júlí 2002. Þá er aftur komið af því aftur við erum á leiðinni í Þórsmörk í DAG (kl 18:00).

fimmtudagur, júlí 03, 2003

Jú góðan daginn góðir gestir, aðdáendur okkar (sem er allnokkrir) til sjávar og sveita, nær og fjær, í þátíð, nútíð og framtíð.
Þá er komið að því að hin árlega fyrstuhelgarjúlíárshátíðarþórsmerkurferð verði farin. Þetta mun vera í 83.skipti sem nú verður farið og er stemningin að gera útaf við fólk sem endranær. Ekkert er til sparað frekar en í hin 82. skiptin. Sjálfkjörin miðstjórn undirbúningsnemdar eftirlitsdeildar fyrstuhelgarjúlíárshátíðarþórsmerkurferðar hefur enda ekki slegið slöku við, við plott og plögg fyrir helgina góðu. Mætti segja að svitinn hafi bogað af mönnum og meyjum eins og af sveittum svínum í forleik(nema hvað svín svitna ekki en það er önnur saga) við skemmtiatriðamall og sukkogsvínarístilbúning.
Enda hafa verið farnar 2 prufutúrar til Mekka bara í þeim tilgangi að kanna hvort ekki sé allt í sínum stað. Og svo mun jú vissulega vera. Bekkurinn á sínum stað, ógnargrjótið sömuleiðis, stæði fyrir bálköst er reddí þar að auki sem búið er að deyða nokkra kvisti sem hægt er að nota til bálsins auk þess er búið að fallprófa kamarinn. Geta prófunarmenn vart beðið eftir að tilla sér á stykkið og halda sér í, þegar brauð helgarinn leitar útgöngu og þá verður nú kátt í höllinni....eða kamrinum!!!!
Nú eins og Jarlinn af Jöklafoldi orðaði það, er brottför uppúr 18:00 (sem þýðir víst fyrir þann sem þetta skrifar, miðað við fyrri reynslu, að stefna á það að koma sér úr bænum strax í fyrramálið!!!!). Næsti viðkomustaður ku vera Hvolsvöllur nánar tiltekið Hlíðarendi(þó ekki Pizzustaðurinn sem hluti VÍN-elítunar prófaði um daginn og þurfti að bíða í 40 mín eftir appetæser og 1klst og 15 mín eftir aðalrétt....en útrunnið appelsínið bragðaðist ágætlega!!!) hvar pylsa mun vera matreidd í skrílinn og étin ásamt inntöku kolsýrðra drykkja af ýmsum stærðum og gerðum. Þar mun vera áð í dulítinn tíma og vonandi kemur ómenningarliðið úr Háskólanum (þú manst, fólkið sem fær ekki að koma í Þórsmörk vegna drykkjuláta og skemmdarverka.....það eru fyllibytturnar sem koma óorði á brennivínið!!!) á Hlíðarenda svo við getum sýnt því hvernig alvöru fólk skemmtir sér....ákveðinn aðili hefur meira að segja heitið því að kaupa stóru bjórflöskuna sem við höfum mænt á í liðlega 2 ár og þá verður gaman. Nú næst eftir að búið er að svekkja Háskólapakkið er næst stansað að Stóru-Mörk hvar fólki er troðið í fjórhjóladrifna fákana en þeir tvíhjóladrifnu skildir eftir. Næst er það bara Blautbolagil....tjaldað og mannskapurinn leggst í helgarbrennivínsmareneríngu og hananú.
Nú í mareneringunni er gott að hafa eitthvað að gera þar sem mönnum og meyjum gæti orðið kalt á því að liggja í bleyti auk þess legusár geta gert vart við sig. Meðal skemmtiatriða sem Sjálfkjörin miðstjórn undirbúningsnemdar eftirlitsdeildar fyrstuhelgarjúlíárshátíðarþórsmerkurferðar ásamt fleirum góðum mönnum hefur skipulagt eru eftirfarandi:
-Sófasund í Krossá
-Fleyting vindsængur niður Krossá
-Spilun Hakkísakkí (er þetta ekki rétt skrifað hjá mér Nóri??)
-Blautbolakeppni (hin árlega og sínvinsæla)
-Varðeldur
-Gítarspil og söngur
-Slagsmál við ógnargrjót
-Sukk og svínarí af stærri sortinni
-Skrifaðir grín-og glensdiskar með gæðamúsík 2stk
-Golfmótið Neglir sem sem golfklúbburinn VÍN(d)högg mun standa fyrir
o.fl.o.fl.ofl.

Látum leikana hefjast

Góðar stundir
Það styttist óðum í Árshátíð VÍN verja.... því á morgun kl 18:00 (Alls ekki seinna) verður lagt af stað í ÞÓRSMÖRK frá H-ási 21. Sem er náttúrulega bara snilld.

miðvikudagur, júlí 02, 2003

S N I L L D, S N I L L D, S N I L L D, S N I L L D ..... Því ekki á morgun heldur hinn förum við í ÞÓRSMÖRK, nánar í (blaut) bolagil.... sem er einnig bara snilld. Brottför úr Rvík er snemma..... því við erum að fara að vinna með áfengi.

þriðjudagur, júní 24, 2003

Nú um síðustu helgi fór V.Í.N. í sína árlegu Jónsmessugöngu yfir Fimmvörðuháls. Rétt eins og glöggir lesendur vissu sjálfsagt. Með þar í för var að sjálfsögðu sjálfskipuð miðstjórn stemmtinemdar undirbúningsnemdar eftirlitsdeildar fyrstuhelgaríjúlíárshátí-ðarþórsmerkurferðar. Aðaltilgangur hennar var að athuga hvort gönguleiðin væri fær fyrir þá sem eru og verða svo vitlausir að ætla að ganga til gleðinnar 4.júlí n.k. Nóg um það.

Ferðin hófst óformlega á fimmtudaginum með því að 5. ungir og hraustir karlmenn fóru inneftir í Bása með einn bíl til að skilja eftir og með farangur leiðangursmanna. Eftir að hafa verið plantað niður á svæði 27 og tjaldað nokkrum tjöldum var fjósað í bæinn og þangað komið um 01:00 eftir miðnætti.

Á föstudeginum þá safnast saman hjá Vigni og voru allir mættir á tíma nema Maggi Blö og þeir sem voru með honum í bíl. Var hann skilinn eftir og sagt að hitta okkur á Hvolsvelli. Eftir pulsu og með því á Hlíðarenda var farið á næsta stopp sem var Stóra Mörk þar sem Rollan hans Magga var skilin eftir og hinum troðið í tvo bíla að Skógum. Loks komum við að Skógum og gátum lagt í´ann. Um 22:30 arkaði loks 18 manna hópur V.Í.N. af stað í sína árlegu Jónsmessugöngu. Það myndi gera fólk geðveikt ef maður myndi telja alla upp. Þó verður það að teljast til tíðinda hve gott hlutfall var að hreingerningaliði með okkur eða 5.stk. Strax eftir fyrstu brekku náðum við hóp 2 frá Útivist og vorum við fljótir að fara framúr og pössuðum upp á sá hópur myndi ekki ná okkur það sem eftir væri ferðarinnar og var það ekki mikið mál. Eitthvað tognaði nú á hópnum okkar en þó var engin skilin eftir. Gangan gekk svona þokkalega og eitthvað þurfti fólk að teipa á sér lappirnar missnemma þó. Ekki tók þoka á moti okkur þegar við fórum yfir göngubrúna yfir Skógá heldur var fínasta veður og gott skyggni. Eftir þetta tók leiðinlegasti kaflinn við eða frá brú að neðri skála. Það hefði ekki einu sinni verið gaman að keyra þetta svo vorndur er vegurinn. Fólk fór svo að tínast að neðri skála og var þar stoppað til að snæða nesti. Þó voru tveir leiðangurmanna nokkuð fúlir er þangað var komið. Eftir snæðing og skriftir í gestabók var ekkert annað gera nema drífa sig af stað enda var hópur 1 frá Útivist að byrja að arka frá efri skála og ekki nenntuð við að vera fyrir aftan hann þegar halla væri farið niður í móti. Fljótlega náðum við síðustu mönnum og fórum að draga á hinna. Það varð okkur svo til happs að fyrir ofan Bröttufönn fór hópurinn á einhvern útsýnisstað þannig að allir í okkar hóp komust framúr. Engin var fyrir okkur þegar að Heljarkambi var komið. Allir sluppu þar yfir. Við vorum svo fyrir þegar á Kattahryggina var komið enda þurftum við að drekka Kattarhryggjabjórinn þar við mismikla kátínu annara. Hverjum er svo sem ekki sama. Þarna á niðurleiðinni fóru menn að finna fyrir hjánum þó ekkert til að kvarta yfir en samt. Við vorum svo komin niður um 06:00 eftir 7klst27min45sek göngu yfir Fimmvörðuháls. Allir komust yfir og svona þokkalega heilir á sál og líkama. Fólk dreif sig nú í sturtu enda var engin biðröðin nema við og skoluðu niður nokkrum bjórum.

Fólk reis missnemma úr koju á lagardaginn í fínu veðri. Milli 13:00 og 14:00 fór svo hópur fimm karlmanna að sækja bíla að skógum. Þarna tókst okkur að tróða 5 karlmönnum í Willy´sinn sem smá tilfæringum. Ferðið á Skóga gekk heldur tíðindalaust fyrir sig þó skipum við um bíl við Stóru Mörk og fórum yfir í bílinn hans Magga Blö, fær hann hér með þakkir fyrir. Eftir stop við nýju Seljavallalaugina komum við á Stóru Mörk þar beið okkar Hildur konan hans Jónasar ásamt syni þeirra Ísar Frey, sem hefur þann heiður að vara yngsti aðili í ferðum með V.Í.N. Eftir að hafa tæmt dótið og sett í jeppana og komið þeim mæðginum fyrir var lagt í Bása. Það gekk heldur tíðindalaust fyrir sig. Þegar maður kom í tjaldborgina aftur gat maður loks opnað bjór og var hann ljúfur. Svo var setið, étið, drukkinn bjór, grillað og borðað meira. 22:00 var svo haldið á varðeld og kvöldvöku sem leystist svo upp í vitleysu og kemur Bakkus þar eitthvað við sögu. Samt hélvíti gaman. Menn stóðu mislengi á fótunum og fóru missnemma inn í tjald sökum ölvunar. Þó var engin sér til skammar og öðrum til leiðinda.

Vegna vinnu og knattleika þurftu menn að fara í fyrra fallinu til menningarinnar. Toggi fór fyrstur rétt eftir hádegi, hann var farinn þegar ég vaknaði. Næstur var Vignir ásamt Jóhann Hauki. Eftir vorum við Brabrahjónin, Blöndahlssystkynin og Frosti. Vegna veðurblíðu þá vorum við ekkert að flýta okkur þó var af stað farið ca 16:30 með viðkomu í (Blaut)Bolagili að sjálfsögðu, enda var þetta undirbúningsferð fyrir fyrstuhelgaríjúlíár-shátíðarþórsmerkurferð. (Blaut)Bolagilið leit bara vel út. Bekkurinn á sínum stað, ógnargrjótið líka. Verst er að Krossá rennur ennþá á bílastæðinu. Með smá tilfæringum er hægt að slá upp varðeld á eyri einni sem er þarna. Fallprófarnir á kamrinum voru ekki stundaðar í þetta skiptið. Krossá var ekki til vandræða enda ekki mikið í henni. Við byjuðum að fara inn í Langadal og svo Slyppugil áður en við enduðum í (Blaut)Bolagila, enda bara gaman að sulla aðeins. Þó þarf maður ekki að fara í Langadal til að komast í (Blaut)Bolagil heldur er líka slóði og greinilegt hvar vöðin eru. Við enduðum svo ferðina með fá okkur böku á Hvolsvelli þar sem við biðum í klst eftir bökunni.

Að lokum bara að þakka öllum þeim með fóru
Góðar Stundir

miðvikudagur, júní 18, 2003

Jamm og jæja!!!!

Þá er komið að því. Hin árlega Fimmvörðuhálsganga VÍN (eða Fimman eins og sumir vilja að nefna hana) verður þrömmuð nú um næstu helgi.
Við í VÍN erum aldeilis "nýmóðins" nú sem endranær, því við gefum drit og kúk í hið ágæta labb-og bakpokafélag Útivist og ætlum að gera þetta
uppá eigin spýtur (3"X 5" og 2"X 5" og 6" naglar eru afar góðar spýtur í þessa för) en tökum við ekki þátt í stærstu "tölthalarófu" norðan Alpafjalla (skv. nýjustu skráningu Guinnes...þó ekki bjórsins)sem er farinn á þeirra vegum ár hvert um Jónsmessuhelgi. Þessu fylgja ákveðnar afleiðingar en hvað gerir maður ekki til að vera töff og flottur og öðru vísi eða eitthvað!!
Fólk verður borga fyrirfram tjaldstæði sem þetta árið eru á gjafverðinu 600 íslenskra krónur fyrir hvora nótt, sem sagt 1200 krónur per stukk personen. Það vandamál
er nú fyrir bý þar sem við erum þegar búin að henda inn seðlum til Útivistar. Hins vegar er annar hlutur það er með undanfarahópinn sem fer á morgun. Dót og drasli verður
að koma til okkar, Þ.E. BLÖNDAHLINN, BRABRA OG TWISTUR (ef einhverjir fleiri bætast við þá fáið þið að vita það fljótalega) á morgun, helst fyrir hádegi en í síðasta lagi fyrir 18:00 og þá meina ég í SÍÐASTA LAGI. Við sem höfum svo mikinn áhuga á Gunnari og félögum úr Fljótshlíðinni og þurfum áhugans vegna, að fara 2-3 sömu helgi á Njáluslóðir nennum ekki, líkt og í fyrra, að vera mæta í menninguna um miðjar nætur á aðfaranótt föstudags vitandi vits að næsta dag bíður sólarhringsúthald í þrammi. Var ekkert mjög hressandi í fyrra og ég býst ekki við að það verði neitt öðru vísi í ár ef maður sefur ekki dúr!!!! Þeir sem ekki verða mættir með dótið á þessu tíma verða þá bara að hugsa um sjálfan sig!!!
Eitt enn. Þar sem bensín og olía eru ekki frí fyrirbæri, þó við gjarna vildum, þá mun það örugglega enda svo að rukkað verði fyrir þennan undanfaratúr en ekki fara að rífa hár ykkar og tæta því ekki verður nú gjaldtakan stór. Upphæð verður send með smáskilaboðum Landsímans og OgVodafone fljótlega og helgast þessi seinkun af því, að gengi krónunar (alla vega skv. olíufélögunum) er mjög rokkandi og heimsmarkaðsverð enn verra og þýðir víst lítið að vera rukka yður of mikið eða of lítið, verður að vera þessi gullni meðalvegur sem jú er torfundinn!!
Annað var það ekki. Drullaðu þér að pakka ekki seinna en strax!!!!

Góðar stundir

mánudagur, júní 16, 2003

Sælt veri fólkið. Nú er heldur betur farið að styttast í Jónsmessugöngu á Fimmvörðuháls, sem þíðir að það þarf að fara að greiða fyrir tjaldstæðin. Hafði samband við Útivist í dag og þetta þarf að greiða sem fyrst eins og þeir orðuðu það. Stefnan er að fara í hádeginu á miðvikudaginn og gera upp. Verð er 600.ísl.kr pr. nótt og eru þetta tvær nætur samtals 1200ísl.kr. Gjaldinu þarf að koma til undirritaðs sem fyrst eða staðfesta svo mögulegt sé að leggja út fyrir viðkomandi ef svo ber undir. Þeir sem vilja fá upplýsingar um reikingsnr. sendi mér SMS og munu fá tilheyrandi tölur.

Að öðru í sambandi við þessa sömu ferð. Eins og flestir vita þá er ætlunin að senda undanfarahóp á fimmtudagskvöldið í Bása með tjöld og aðrar birgðir. Það er stefnan að leggja af stað fljótlega eftir vinnu á fimmtudaginn svona c.a. 18:27. Þeir sem ætla að senda dót inneftir eru vinsamlega beðnir vera búnir koma sínum föngum til þeirra sem ætla bílast inneftir fyrir þann tíma, annars eiga menn hættu á því að þurfa að druslast með draslið yfir hálsinn eða bíða fram á laugardag með þá sitt dót.

Undirbúningsnemd eftirlitsdeidar
Sælt verið fólkið.
Ég var að klára að ganga frá ruslinu eftir Öræfatúr okkar liðsmanna VÍN og áttaði mig þá að
einn tvist (þó ekki Stefán Twist enda er hann með W en ekki V, alveg eins og uppáhaldið hans!!!) vantaði.
Ég lánaði draslið mitt út og suður þarna um helgina og það kæmi mér ekki á óvart að hann hefði reynt að
flýja eiganda sinn eftir marga ára misnotkun og ég hef ekki hugmynd um hverjum ég lánaði þennann.
Það má vera að hann sé einhvers staðar á kafi í draslinu hér heima (sem verður að teljast alllíklegt miða við
vörubílsfarmana af dóti sem ég á) en ef þið rekist á appelsínugulan og bláan tvist með
nafninu Kong á þá þætti mér vænt um það að þið mynduð henda honum í hausinn á mér við fyrsta tækifæri (þó ekki
mjög fast....ég gæti fengi kúlu!!!)

Góðar stundir

fimmtudagur, júní 12, 2003

Eins og Stefán minntist hér á í síðasta pistli styttist óðum í Jónsmessugöngu á Fimmvörðuháls. Nokkur undirbúningur liggur að baki ferðar af þessu tagi þar sem fara þarf með tjöld og annan viðlegubúnað inn í Þórsmörk daginn áður en lagt er af stað í göngu frá Skógum auk þess sem ein fjórhjólaknúin sjálfrennireið þarf að bíða í Mörkinni frá fimmtudagskveldi fram á laugardagsmorgun (ein og yfirgefin). Því þarf að liggja fyrir með nokkrum fyrirvara hversu margir stefna að því að taka þátt í göngunni. Haldin verður undirbúningsfundur í kvöld kl. 21.30 að H-ási 21 þar sem farið verður yfir helstu atriði ferðarinnar fjölda þátttakenda og þess háttar. Mikilvægt er að þeir sem stefna á að taka þátt í þessu frábæra ævintýri láti vita hið allra fyrsta svo hægt sé að gera ráð fyrir viðkomandi í undirbúningsaðgerðum. Öllum er frjáls mæting á fundinn en jafnframt má láta vita af þátttöku í göngunni með því að senda SMS (sjá SMS tengla vinstra megin á síðunni) á Vigni, Blöndahlinn, Stefán eða Magnús A.
Lifið heil:)

miðvikudagur, júní 11, 2003

Bara að minna fólk á að staðfesta eða affesta sig með Fimmvörðuhálsgönguna 20-22.júní n.k. Þess má til gamans geta að þetta verður um leið lokaferð undirbúningsnemdar eftirlitsdeildar fyrir helgina miklu. Þarna verður athugað hvort gönguleiðin sé fær fyrir þá sem eru svo vitlausir að labba þegar helgin verður haldin hátíðleg 04-06.júlí og svo að sjálfsögðu verða vegagerðamál inn í Þórsmörk könnuð og það ítarlega með nokkrum ferðum þarna á milli. Meira um það síðar. Nú er bara að staðfesta svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstaðarnir.

Góðar stundir

mánudagur, júní 09, 2003

Fyrstu Hvannadalshnjúksfarar eru komnir í bæinn frá Skaftafelli. Skemmst er að segja að enginn þeirra 9 VÍN-verja sem stefndu á tindinn á laugardagsmorgunn komust þangað vegna veðurs. Megin þorri hópsins (og sá sem lengst fór) sneri við við brún sléttunnar í um 1800-1900m. hæð vegna veðurs en þegar þangað var komið var hávaðarok, úrkoma (ýmist rigning, slydda eða él) og þoka. Þar sem varla sást handa skil sökum þoku og margir blautir og hraknir var sú ákvörðun tekin að þramma til byggða á ný. Þrátt fyrir veðurofsann á Öræfajökli var einmuna veðurblíða í Skaftafelli þegar þangað var komið. Nánari ferðalýsing er væntanleg á bloggsíðu Nóra.
Lifið heil!

þriðjudagur, júní 03, 2003

Ferðasaga.
Við VÍN - félagarnir kíktum norður á Vestfirði núna um helgina. Nánari staðsetning er Krossanes. Alveg frábær staður með snilldar sundlaug alveg við sjóinn...... myndir koma vonandi inn við tækifæri. Á staðnum var grillað, farið í sund og skoðað nánasta nágrenni. Það kemur kannski einhver með ítarlegri ferðasögu.

Næsta helgi
Um næstu helgi er stefnan sett í Skaftafell. Á dagskránni þar er að ganga á Hvannadalshnjúk og hafa 10 manns sem tengjast VÍN og eru í VÍN sett stefnuna þangað. Þannig spennandi helgi framundan...... fylgist spennt með.

mánudagur, maí 26, 2003

Góðir hálsar. Nú loks lítur dagsins ljós nýr fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðarpistil frá undirbúningsnemd eftirlitsdeildar. Það er svo sannarlega kominn tími á þetta. Undirbúningsnemd vill minna á að ennþá eru nokkur laus pláss og hafa stúlkur á aldrinum 18-22.ára þar forgang, þær verða nú samt að uppfylla ákveðna staðalímynd sem við höfum. Fyrir þennan sama hóp kvenna þá er upplagt að taka þátt í blautbolakeppninni, hinni sívinsælu, nú er líka hópinn ný keppninsgrein fyrir þennan sama hóp þ.e. vaselínglíma. Hún fer þannig fram að uppblásinn pottur er hálffylltur af vaselíni þar sem stúlkur 18-22.ára glíma í nokkrum þyngdarflokkum. Þetta fer aðeins fram í (Blaut)Bolagili 4-6.júlí n.k. þegar fyrstahelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð verður haldin með glæsibrag. Svona íþróttaatburði má ekki fara framhjá neinum.

Það standa nú, í þessum töluðu orðum, samningaviðræður við veðurstofuna og veðurguðina með gefa okkur gott veður sól og blíðu svo það er um að gera að taka með sér strandfatnað. Því fátt er eins hressandi að liggja við Krossá og stunda þar sólardyrkun.

Þegar öllu er á botninum hvolt þá lítur þetta allt saman vel út og lofar góðu. Að lokum er rétt að minna fólk að skrá sig og staðfesta áður það verður of seint. Fljótlega verður byrjað að selja ósóttar pantarnir.

Með fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarkveðju
undirbúningsnemd eftirlitsdeilar

laugardagur, maí 24, 2003

Ég hvet alla sem vilja taka þátt í skemmtilegum leik á netinu að skrá sig í draumadeildina. Nú stendur Landsbankadeildin sem hæst en engin ástæða er til að örvænt þó menn séu ekki búnir að skrá sig því 14 bestu af 18 umferðum gilda til sigurs. Eftir að búið er að skrá lið til leiks er hægt er að taka þátt í einkadeild VÍN, sem er opin öllum, með því að velja slóðina "einkadeildir" og þaðan "skrá sig í einkadeild" og velja deild með nafninu VÍN (# 384 á listanum yfir einkadeildir síðast þegar spurðist). Svo er bara að sjá hversu sigursæll maður er.

fimmtudagur, maí 22, 2003

Nanoq, Cintamani, Garmin og Scarpa hafa tekið höndum saman og ætla að koma útivistar-og ferðasumrinu 2003 af stað með látum. Af því tilefni bjóðum við ykkur til sumargleði næstkomandi föstudagskvöld.

Það verður margt til gamans gert, happdrætti, vörukynningar og myndasýning en fyrst og fremst er meiningin að gefa fólki í útivistargeiranum færi á að hitta hvort annað eina létta kvöldstund. Veitingar verða við allra hæfi.
Gleðin verður haldin í Nanoq, föstudagskvöldið 23. maí kl 20:00 og stendur til kl. 22:00

Við vonumst til að sjá þig.

Sumarkveðjur,

Statrfsfólk Cintamani, Nanoq, Garmin og Scarpa

laugardagur, maí 17, 2003

Jedúddamía hvað mér hefur leiðst í dag....maður er alveg við það að
húrra í sig stíflueyði til að binda enda á þennan fjanda!!!!
Tuddagott veður og ég fastur heima skítbölvandi yfir skankahnökrum.
Frétti af vöskum fituhlunkum í Rangársveit þar sem þrammað var upp
á eldfjall eitt og prjámast á prikum eða einblöðungum alveg frá toppi og
svo að segja niður að bíl!!!!
Ferðasögu og myndir takk!!!
Annar hlunkur úr okkar ágæta liði er að berjast við brimskafla og ólgusjó
á Faxaflóa (reyndar ekkert agalega langt frá landi en engu síður á Faxaflóa....
....hljómar mun betur heldur en að sigla hjá Búðum, Arnarstapa og Svörtuloft!!!!).
Hans bíða sömu skyldur og prikafólkið: Ferðasögu og myndir ellegar munt þú
deyddur verða!!!!!

föstudagur, maí 16, 2003

Útivist og pantaði tjaldstæði fyrir 10-12 manns dagana 20-22.júní n.k.. Þetta er víst um Jónsmessuhelgina þannig að við erum kominn með tjaldsvæði eftir Jónsmessugönguna yfir Fimmvörðuhálsinn. Nú er barasta að koma sér í form fyrir 20.júní. Skráning er hér með hafin í loka undirbúningsferð undirbúningsdeilar eftirlitsnemdar.

fimmtudagur, maí 15, 2003

Asskotinn, hvað næst?
Það er nebbilega það!!!!
Ekki vissi ég að kauphegðun mín á þungavinnuvélum í fjallamennsku
væri valdur að slíkri gleði og hamingju í mannheimum að skrifa þyrfti um það.
Maður er greinilegri frægari og merkilegri en restin af skrílnum....minnir óneitanlega á
gamalt atvik (sem gott er að rifja upp á stundu sem þessari) en það er Fókusmálið fræga.
Eitthvað var það nú samt að vefjast fyrir dyravörðunum á Hverfisbarnum hversu mikill celebi ég væri
þrátt fyrir birtingu í frétta- og fræðibálkinum Fókus. Býst nú fastlega að lítill breyting verði þar á
þrátt fyrir að ég sé búinn að kaupa mér bomsur.....en vissulega verður að notalegt að fá ný stykki
á lappirnar þegar ég tek Pizza/Fries og sting ómerkilega liðið af!!!!
Magnús frá Þverbrekku er búinn að kaupa sér nýja skó og við óskum honum til lykke með það. Þetta skórnir sem Slóveninn fór í á Everest og skíðaði niður..... þannig greinilega góðir skór sem Magnús getur notað í Pizza / Fries

miðvikudagur, maí 14, 2003

Jæja þá er ferðaráætlun komin fyrir sjókajak ferðina ef veðurspáin helst. Nú stefnir allt í að farið verði á Snæfellsnesið. Siglt verður meðfram ströndum hjá Búðum, Arnarstapa, Hellnum og að Svörtuloftum.

Kv
Maggi

þriðjudagur, maí 13, 2003

Veðurspáin er góð fyrir næstu helgi og ekkert annað að gera en að fara í siglingu á sjókajak. Þrír möguleikar eru inni í myndinni, Breiðafjörður, Straumfjörður eða Djúpavogssvæðið en vindar og veður munu ráða endanlega....... Þannig þið verðið bara að fylgjast með hvert maður fer um næstu helgi.

Kv
Maggi

fimmtudagur, maí 08, 2003

Skellti mér í askoti skemmtilega kvöldferð í gær. Farið var í hellinn Tintron á Lyngdalsheiði í Gjábakkahrauni. Gígur þessi er um 13 metra djúpur og er svokallaður dropahellir. Mæli með þessari kvöld ferð. Lítil ganga og fínar spottæfingar sig niður og júmm upp. En hvað er að sjá í hellinum er önnur saga sem ekki verður sögð hér........

Kv
Maggi

miðvikudagur, maí 07, 2003

Eins og glöggir lesendur vita, þá eina hélst kvenkyns lesendur á aldrinum 18-22, fór undirbúningsnemd eftirlitsdeildar fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðar í sína fyrstu formlegu undirbúnings-og eftirlitsferð um síðustu helgi. Lagt var af stað út út bænum c.a kl:21:20 á flöskudagskvöld frá Esso á Ártúnshöfða. Þarna voru á ferðinni sérlega myndarlegir ungir karlmenn sem eiga erfitt með að standa undir staðalímynd femínista á Íslandi og sáu þann leik vænstan að bregða sér úr bænum til þess að ræða þessa staðalímynd sína og hvernig best sé að bregðast við þessum óraunhæfum kröfum femínista. Þeir sem þarna voru á ferðinni voru Stebbi Twist og Jarlaskáldið á Willy´s sem kominn er á inniskóna þ.e. 35´´, Maggi Brabra og nafni hans Blöndahl á HiLux 35´´ non diesel turbo botnlaust power. Leið okkar lá yfir Hellisheiði þar sem komin var hálka og einn tjónaður bíll út í kanti. Ekinn var þessi venjulega og leiðinlega leið uns komið var á Hvolsvöll. Þar var tankað, komst ég að því að Willy´s var ekkert bilaður og kominn í sína 20.lítra miðað við 17.lítra þegar Toggi keyrði Willy´s um páskana. Þarna var líka notað tækifærið og ein pylsa eða svo aflífuð á staðnum. Okkur til gleði og yndisauka var flokkurinn með fund á Hlíðarenda og var þar varaformaðurinn fremstur meðal jafninga gladdi þetta sérstaklega Arnór. Eftir pylsuna og smá spjall við Kidda rauða var okkur ekkert að vanbúnaði að halda áfram í Þórsmörkina. Þegar að Stóru-mörk var komið var eitthvað að lofti á hjólbörðum hleypt út í andrúmsloftið til að mýkja í. Brabrasonurinn beið með það þar til að hann var kominn af nýja vegspottanum. Ferðinn inn úr gekk svona frekar tíðindalaust fyrir sig uns komið var að Lóninu þá var sett í lokurnar. Það er óhætt að segja að lítið hafi verið í Lóninu náði ekki upp á felgu og áin nánast tær. Sama má segja um Steinholtsána. Hvannáin var djúp og kröpp en ekkert vandamál. Fram að Lóninu voru nánast allar sprænur þurrar. Það sem kom eina mest á óvart var að þar var snjóþekkja yfir öllu og þ.m.t. veginum samt ekkert sem kallaði á úrhleypingar. Þegar við komum í Bása þá komust við að því að skálinn var tómur og tóku þrír þá pólitísku ákvörðun að gista í skálanum meðan Maggi Brabra tjaldaði og þurfti að moka fyrir grunninum. Ekki var mikið um bjórdrykkju heldur meira sötruðu menn og spjölluð um lífsins gagn og nauðsynar. Tjaldbúinn fékk svo lánað virt herratímarit úr bókasafni Willy´s.

Vaknað var á laugardagsmorgni fyrir allar aldir og hefðbundinn morgunstörf stunduð. Eftir morgunmat, morgunbæn og síðast enn ekki síst Muller´s morgunæfingar var ekið áleiðis að Gígjökli þar sem stunda átti ísklifur. Þangað var komið á hádegi og haft var samband við Togga og voru þau þá stödd á Hellu sem kom okkur á óvart miðað við hvað Vignir hafði verið að stunda kvöldið áður. Eftir að hafa græjað okkur var arkað að Gígjökli. Á leið okkar var flugvélabrak og varð þar undirritaður spangólandi af einhverju sem ég ætla ekki að fara nánar út í hérna. Eftir að hafa loks fundið sprungu sem virtist hæf til ísklifur voru tryggingar gerðar og sigið niður. Svo var ísklifur stundað af miklum eldmóð það sem eftir var dags. Þarna ríkti bongóblíða var sem það hefði vorað snemma þetta haustið. Einhvern tíma birtist svo hitt liðið sem ætlaði að koma á laugardeginum. Voru þar á ferðinni Toggi, Vignir og Alda á Datsun Patrol á 38´´. Komu þau til okkar og hófu sum þeirra ísklifur af miklum móð. Þegar það fór að snjóa á okkur var kominn tími til að hætta sem og við gerðum. Þegar að bílunum var komið og menn að gera sig klára fyrir brottför birtist þá ekki Elli útgangur og Ralli Jói. Eftir smá spjall við þá kappa fórum við í samfloti inn í Langadal. Þarna var Willy´s á milli 4 grútarbrennara og við Nóri að kafna úr lýsislykt. Ekki er hægt að segja að mikið hafi árnar bætt í sig og minna var í Krossá núna enn um páskana. Ekki var mikið stuð í Langadal bara eitthvað fólk frá Furðufélaginu í vinnuferð. Þarna var okkur ekki til setunar boðið og nú var ekkert annað í stöðunni nema skella sér yfir í (Blaut)Bolagil. Á leiðinni yfir fór maður aðeins að leika sér í smá vatnasulli í Krossá enda ekkert teljandi vatn í henni. (Blaut)Bolagil tók vel á móti okkur að vanda. Bekkurinn var ennþá á sínum stað og undirbúningsströf eftirlitsdeildar voru þarna stundaðar í gríð og erg. Kamarinn var á sínum stað og var hann nú loks festur á filmu. Ekki voru teknar fallprufarnir á kamrinum í þetta skiptið enda var hélsta kamrafræðingi V.Í.N. ekki mál að gera stórt þarna á þessum stað og þessum tímapunkti. Þegar að brottför var komið úr (Blaut)Bolagili var brugðið á það ráð að keyra yfir Krossáreyranar og koma beint inn í Bása. Þar þessi leið skemmtileg tilbreyting þrátt fyrir að hún hafi verið seinfarin. Þegar inn í Bása var komið var rallað að skálanum. Þar voru mættir þeir Elli útgangur og Ralli Jói og sögðust hafa stytt sér leið frá (Blaut)Bolagili yfir í Bása. Best er að fara ekkert út í það hvar og hvernig þeir styttu sér leið því það varðar við lög og ekki yrði Kolbrún Halldórs sátt við það. Nóg um það. Eftir að inn í Bása var komið þá var kominn tími á að fá sér bjór og mikið smakkaðist hann vel. Heldur var ekkert að vanbúnaði að fara að fíra upp í grillinu og skella jarðeplum á grillið. Ég vil benda á skemmtilega sögu af lambatvírifjum hjá Arnóri. Ég, Arnór og Vignir nyttum okkur svo grillið og kolin sem skálaverðirnir skildu eftir handa okkur því við nenntum ekki að bíða eftir plássi á grillinu hjá Magga Brabra. Eftir kvöldmat tók svo við bjórdrykkja, spjall og efling menningartengsla milli V.Í.N. og Hollands. Menn enduðu svo missnemma eða seint í koju þetta laugardagskvöld.


Menn risu missnemma úr rekju á sunnudagsmorguninn. Rennt var í Húsadal og ekki var Krossá mikil þrátt fyrir að sumir hefðu farið' yfir á vitlausu vaði. Við komum líka við í Merkurkeri og ekki var stuð á mönnum að vaða gilið inn á keri heldur ákveðið að bíða með það þanngað til veður yrði hlýra. Við Seljalandsfoss var stopað og þar til gerðu lofti dælt í hjólbarða fákanna í boði Togga og fær hann þakkir hér með. Eftir loftdældir lá leið okkar á Seljavelli í þerri von að þar væri lessur í sundi. Þar sem sundlaugin var vatnslaus og lokuð varð okkur ekki að ósk okkar að hitta lessurnar úr Sálarmyndbandinu. Þær verða kannski á svæðinu um hvítasunnuhelgina. Fyrst svona fór fyrir sjóferð urðum við að láta okkur duga Seljavallalaug hin nýja með sínum HEITA potti. Þar voru stundaðir hefðbundnir boltaleikir. Eftir að hafa farið eftir þvottaleiðbeiningunum og fengið sér aðeins í svangin var ekið áleiðis til Hvolsvallar þar sem Willy fékk sinn skammt af orkuvökva. Þar var líka gerður stuttur stanz. Við rendum svo í bæinn um 18:00 og enduðum ferðina við Rauðavatn. Þar með lauk fyrstu formlegu ferð undirbúningsnemdar eftirlitsdeildar með staðalímyndunarhóp V.Í.N.

föstudagur, maí 02, 2003

Snilld snilld snilld það verður lagt af stað í Þórsmörk í dag......
Kíkti á tónleika á Gauknum í kvöld í þeim tilgangi að sjá Maus live. Verð að segja að tónleikarnir voru hreint frábærir. Nýju lögin gefa góð fyrirheit um plötuna sem er væntanleg í verslanir 12. - 20. maí næstkomandi. Einnig fluttu þeir nokkur gömul lög og var frábært að heyra nýja útsetningu á lögum eins og "égímeilaðig" og "kerfisbundin þrá". Sérstaka athygli undirritaðs vakti einmitt breyttur texti lagsins "allt sem þú lest er lygi" þar sem textanum sem áður var "lýgur þá fréttablaðið" hefur verið breytt í "lýgur þá morgunblaðið´" ..."af einskærum sið eða til hugsunar uppeldis". Þetta hefur textahöfundur (Biggi) væntanlega gert af ásetningi einum þar sem hann er tónlistarrýnir Fréttablaðsins. Bónus kvöldsins var að fá að heyra Dáðadrengi flytja nokkur frábær lög, þeir eiga heldur betur framtíðina fyrir sér, en Danni trommuleikari vildi einmitt líkja hæfileikum þeirra við Manchester borg á tímum Happy Mondays, fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur skal bent á myndina 24 tíma teitisfólkið. Fyrir tónleikaunnendur og unnendur góðrar rokktónlistar vil ég benda á næstu tónleika Maus sem fram fara í Iðnó miðvikudaginn 7. maí.
Ég lifi heill.

mánudagur, apríl 28, 2003

Sælt veri fólkið,

Það er mjög góð veðurspá fyrir næstu helgi. Þessi spá þýðir bara eitt fyrir okkur VÍN-liða. Við erum að fara í mörk sem er kennd er við Þór....ÞÓRSMÖRK

Dagskrá helgarinnar:
Brottför frá Rvk City kl 20:00 Föstudaginn 2 mai.
Laugardagur. Klifur í Gígjökli eða bara almenn náttúruskoðun. Grillað veður um kvöldið og almenn öl skoðun.
Sunnudagur. Gert eitthvað gáufulegt.

Áætlað er að gista í tjöldum þannig það er betra fyrir fólk að vera með hlý föt með sér.

Kv
Maggi

sunnudagur, apríl 27, 2003

Jamm og jæja ætli það sé ekki kominn tími til að drita niður smá bulli og rugli um iðjuleysi og aumingjaskap VÍN-verja hér á netið.
Ætli fyrir valinu verði ekki för frægra og vel-tenntra kappa út á Stapa hans Arnar úr Spaugstofunni þegar sumri var fagnað
á tilhlýðilegan máta þ.e. með öldrykkju (að vísu í litlu magni í þetta skiptið....en trúið mér það verður sko breyting á því seinna
í sumar, það er nánast hægt að treysta á það eins og vikulega för VÍN-verja á Hverfisbarinn um föstudags-og laugardagssíðkvöldum....
......Bogi og Logi plús minnsti stúfu voru t.d.þar meðal celebanna þarna í gærkveldi allslompaðir), uppgreftri og steypuvinnu til að koma
tjaldi niður, hrotum og blautum draumum.
Nú fyrir valinu varð ysti hluti Snæfó, nánar tiltekið geimverumiðstöðin. Vildu menn kanna hvort ekki væri mögulegt að kíkja í heimsókn
hjá vinum okkar úr næsta sólkerfi og fá kaffi og með því. Fimm fjallmyndarlegir en fyrst og síðast menn með ljótar tær ákvaðu að heilsa uppá
hressa fólkið sem vinnur í Hvalfjarðargöngunum (hittreitið í sjálfsmorðum hlýtur að vera allhátt í þessum skúrum þarna undir Akrafjallinu!!!) á miðvikudags-
kveldinu og var stefnt að því að gista á Ígúl Steib og þramma á jökul daginn eftir nánar tiltekið sumardaginn fyrsta. Þetta voru þeir Magnús Jarl af Jöklafoldi
ættaður úr Reyðarkvíslinni þar sem maður að nafni Brabra ræður ríkjum, annar Magnús til og ku hann vera ættaður norðan af Siglufirði, undan Birni sýslumanni (sem bæ þe vei framdi víst síðustu aftökuna....en hverjum er ekki sama), Toggólfur Bryggjuhverfiskóngur með meiru, Jarlaskáldið sjálft...bloggað meir en nokkur annar maður á jarðríki, Maður að nafni Doddi sem hefur unnið sér það til frægðar fyrir utan tjaldútilegu í garði á Agureyrish að vera Flubbi.
Nú eins og aður sagði var þrumað út á nes og tjaldað. Var nú einhver mannfæð að stríða fólki þarna á Snæfó því enginn var á Nesinu þetta góða kvöld og hefðum við geta tjaldað nánast við hann Bárð Snæfellsás því ekkert mannfólkið var þar að finna né kríurnar (bestu vinir Snævars...þeir sem voru 17.júní helgina vita hvað ég er að tala um)
Nú ekki var nú mikið gjört þarna um kvöldið nema tjaldinu var tjaldað í fyrsta skipti þetta sumarið, fyrsti bjór sumarsins var drukkinn og allt saman bara þetta uppá þann góað dag sumardaginn fyrsta. Magnaðar þessar tilviljanir!!!!
Svo var vaknað...sumir á undan öðrum og ákváðu að vekja alla af því að þeim leiddust og fengu þeir bölv, ragn og fingur og voru vinsamlegast beðnir að éta úr rassgatinu á sér og leyfa rest að sofa örlítið lengur. Eftir morgunröfl, messugjörð (eins og Stefán frá Logafoldum segir svo oft), mullersæfingar og mygu (og hvað eru mörg m í því??)var tjöldum komið í þar til gerða posa og hent aftur í skrjóðana, jógúrtið étið og haldið af stað upp Jökulásinn því stefnt var að því að gera snjókalla á jökli. Í millitíðinni nánar tiltekið rétt fyrir ofan Sönghellinn var staðnæmst og sá staður sem undirritaður ákvað að sniðugur væri til þess atarna að vega salt..........á bíl tekinn út og mygið á hann. Eitthvað malarruðningurinn að ybba gogg (eða gogga ybb eins gömlu kallarnir segja stundum) við myguna en þá var brugðið á það gamla og góða húsráð sem Gunnar frá Hlíðarenda (mikið er hlíðin smekkleg og smart og ég fer ekki rassgat) notaði mikið ef einhver var ergja hann, en það er barasta að skíta á viðkomandi. Smella einum heitum hlölla á kvikinidið.....var það og gjört.
Eftir að hafa tekið til í skottinu á malarbinginn var keyrt uppað fyrsta snjóskafli. Bílarnir kannaði.....ekki komust þeir nú langt....nánar tiltekið 24 cm út í snjóinn. Var því brugðið á það ráð að þramma af stað. Menn ýmist á vopnaðir skíðum udnir skankana eða þá á tveimur jafnfljótum berandi skíði og bretti til niðurferðar. Bæ þe vei pokinn hans Toggólfs var örugglega 12-15 kíló....maðurinn er jaxl.Gekk uppferð nánast stóráfllalaust fyrir utan gífurlegan raka sem gerði menn mjög fljót að sveittum svínum í forleik (en svín svitna ekki....alveg er mér sama). Var spjörunum farið að fækka allmikið þegar komið var uppfyrir lyftu. Rétt eftir það var tekinn kröpp beygja til vinstri til að komast ofar á jökulfjandann. Stuttu eftir það orgar nafni minn Brabrason frá Reyðarkvísl jarl af Jöklafoldum....SÓL. "Þetta átti eftir verða góður dagur hugsaði maður með sér"því eins og eftir pöntun höfðu við ferðafélagarnir greinalega verið valdir til að upplifa hið magnaða Snæfellsjökulssymdrom. Það lýsir sér þannig að niður við jökulröndina er skítaveður, þoka og drulla (nær þa jafnvel niður á Ígúl Steib) en þegar komið var uppfyrir 700 m er heiðríkja og nánast óþolandi hiti og sól.....voru aðstæður í gróteskari kantinum þennan fyrsta sumardag. 15 stiga hiti, logn, steikjandi sól alla leið uppá topp. Voru menn berir að ofan og gengu sumir svo langt að smella sér á næriur einar larfa. Þrammað var uppá topp eftir myndatökur, átu á súkkulaði og hneykslan að fleiri hafi ekki komið með. Var það ákveðið að smella símhringingu á skrílinn í bænum á toppnum en eitthvað var Og Vodafone að stríða okkur því ekkert var sambandið......greinilegt að það að styrkja Manure styggir farsímakerfið....það greinilega dyntótt eins og eigendurnir.
Uppi á toppi var þetta hefðbundnar fyrir utan það að ekki var farið á sjálfan tindinn í 1446 m því töluverð klakabrynja var yfir öllu þarna uppi og enginn skaflajárnaður. Húktum við þar fáklæddir í 20 mín og að endingu nenntum við hreinlega ekki að vera þarna lengur. Það eina sem við söknum var Brasilíska kvennastrandblaklandsliðið að taka upp myndaþátt Speedóbikiniauglýsingu eins og blautu draumarnir frá kvöldinu áður höfðu kveðið um.
Nú niður var farið og sá sem þetta talar náði venju samkvæmt að meiða sig (maður er nú ekkert alltof vel gefinn. Slæmur í hnénu en drattast af stað og getur varla stigið í löppina uppi á toppi en reynir samt að skíða. Sú ferð varð engin frægðarför því 50-60 m fyrir neða tind varð ljóst að skíðaiðkun minni alla vega þennan daginn var lokið. Svolítið asnalegt að "skíða"upp en labba niður!!!!!!!
En helvíti var gaman að sjá plebbana félag mína prjámast niður jökulinn (reyndar í hörmungarfæri efst) og var maður æði hreint duglegur við að taka myndir....eigi er nokkuð svo með öllu vont að boði gott og for maður á smá ljósmyndafyllerí)
Niður í bíl var komið 1 klst síðar. Drasli hent inní bíl og af stað. Komið við á vegamótum....mæli með lambasnitsel og eggjaðu afgreiðslukappann til að hafa nóg af kryddsmjöri...ég og félagi Arnór dóum nær úr fitusýrueitrun svo var vel veitt.
Svo var það Borgarnes og ís og svo í bæinn.

Einn af betri túrum í langan tíma og gefur vægast sagt góð fyrirheit fyrir sumarið
Það er komið sumar
sól í heiði skín
vetur burtu farinn
tilveran er hlý


.....og hvað heitir svo lag og höfundur

Góðar stundir

p.s. skoðið myndir hér og slefið