þriðjudagur, apríl 30, 2013

Tvoföldun kvikmyndasjóðs

Á morgun er fyrra kveld hins árlega Banff fjallamyndahátíð ÍSALP. Líkt og mörg undanfarin ár þá hafa V.Í.N.-liðar fjölmennt í bíó þessi tvö kveld og vonandi verður ekki breyting á þetta árið. Til að hita aðeins upp þá birtist hér dagskráin fyrir annaðkveld • plusThe Gimp monkeys

  Hvað hefur 4 fætur, 3 höfuð og 5 hendur? Klifrarar sem ætla að vera fyrsta fatlaða teymið sem fer upp hinn fræga vegg El Capitan! Mjög skemmtileg og hvetjandi mynd.
  • Tegund:
  • Klifur
  • Lengd:
  • 8 mín
 • plusStrength in numbers

  Stuttmynd um hjólasportið eins og það gerist best, downhill og stökk eru meðal efnis.
  • Tegund:
  • Fjallahjól
  • Lengd:
  • 15 mín
 • plusCrossing the ice

  Tveir Ástralskir ferðalangar ákveða að ganga fyrstir á suðurpólinn án mikillar ferðakunnáttu og til baka en lenda í óvæntu kapphlaupi við norðmann sem stefnir á sama markmið.
  • Tegund:
  • Ævintýri
  • Lengd:
  • 44 mín
 • Hlé

 • plusThe Denali experiment

  Frægir fjallamenn og skíðamenn sameinast. Sage Cattabriga-Alosa og Lucas Debari sem eru frægir skíða- og brettamenn slást í för með Conrad Anker ofl. um að klifra Denali og skíða svo niður.
  • Tegund:
  • Fjallaskíði
  • Lengd:
  • 16 mín
 • plusLacon de Catalonia

  Hjólastökk, stutt mynd um stökk og trikk bæði á fjallahjólum og mótorkross hjólum í brautum.
  • Tegund:
  • Hjól
  • Lengd:
  • 5 mín
 • plusWanna ride?

  Skíðað niður há fjöll með fallhlíf á bakinu, farið fram af klettum, milli steina og allt sem fjallið hefur uppá að bjóða.
  • Tegund:
  • Skíða paraglide
  • Lengd:
  • 3 mín
 • plusReel rock 7: La Dura Dura

  Chris Sharma þarf vart að kynna fyrir neinum sem eru í klifursportinu en hann hefur um árabil verið að finna og leggja erfiðustu klifurleiðir heims.

mánudagur, apríl 29, 2013

Verðugur er verkamaður launa sinnaEkki á morgun heldur hinn þá halda kommúnistar daginn sinn hátíðlegan en við hin fögnum bara frídegi. Vel á minnst þar sem það er frídagur þá er spurning um fara út og gjöra eitthvað hressandi. Litla Stebbalingnum datt í hug að blása til hjólheztaferðar og þá e.t.v hjóla bara hringinn í kringum Borg óttans. Nú eða bara hafa þetta klassískt og tölta á einhvern hólinn í nágrenni borgarinnar.

sunnudagur, apríl 28, 2013

ˈEːɪjaˌfjatl̥aˌjœːkʏtl̥Síðasta messudag, þ.e fyrir viku síðan hélt Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík á Eyjafjallajökull. Upphaflega planið var að fara í tveim hópum. Annar ætlaði Skerjaleið og enda á Fimmvörðuhálsi á meðan hinn ætlaði upp frá Seljavöllum. Litli Stebbalingurinn fékk þá flugu í höfuðið að skella sér með og þá upp frá Seljavöllum. Maggi Brabra ákvað að skella sér með, sömuleiðis var VJ boðið með en því miður þurfti hann að afboða sig vegna veikinda heima fyrir.  Upphaflega var planið að fara upp á plönkum upp að Guðnastein og skíða síðan þar niður. Skjót skipast veður í lofti því á miðri leið austur var ákveðið að allir færu upp Skerjaleið. Þarna voru á ferðinni:

Stebbi Twist
Maggi Brabra

Síðan var þar líka Benfield sem má alveg teljast limur og svo auðvitað góðkunningi okkar hann Matti Skratti. Fleiri kunnugleg andlit fyrir V.Í.N. voru þarna á ferðinni eins og Guðni gamli, Viktor og Áslaug sem fólk á að kannast við úr fyrri Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðum.

En hvað um það. Veðurguðirnir voru okkur hliðhollir til að byrja með og rölt upp skellt undir sig skíðunum. Það var frábært veður og skyggni er við komum að Goðastein og gígurinn sást vel. Gaman að því. Síðan var haldið áfram sem leið lá að Hámundi. Eftir því sem leið á ferðina þá dró alltaf meira og meira úr Litla Stebbalingnum, sömuleiðis dró fyrir sólu og skyggnið nánast hvarf. Er komið var að Guðnastein sást ekki tilgangurinn að halda á Hámund, enda kominn Elvis í báðar lappir og skíða bara niður. Enda var það tilgangurinn allan tímann.
Það var þrímennt niður að Seljavöllum. Auk Litla Stebbalings voru það Maggi á móti og Benfield. Skyggni var ansi takmarkað og stundum sáum við línu frá Fjalló og gaf það okkur viðmið. En þegar neðar dró skánaði skyggnið og hægt var að reyna að skíða fallega. En alla vega var hægt að skíða niður í ca 480 m.y.s og er það vel. Síðan voru bara skíðin öxluð og arkað niður á bílastæði. Þar þurftum við að hinkra aðeins eftir Eldri Bróðirnum, sem hafði eytt deginum á Mýrdalsjökli í jeppó, til að skutla okkur að Seljalandsfossi þar sem Polly beið okkar.
Við skriðum svo í borg óttans seint á messudagskveld sáttir en þreyttir eftir langan og góðan dag.

Vilji einhver skoða myndir frá deginum má gjöra það hér

Kv
Skíðadeildin

föstudagur, apríl 26, 2013

Þar sem strákar eru skrákarV.Í.N.-drengir brugðu sér í bústaðaferð ekki alls fyrir löngu. Þar fór allt saman siðsamlega fram rétt eins og okkur drengjum er von og vísa. Því til sönnunnar má skoða (ó)ritskoðaðar myndir hér

miðvikudagur, apríl 24, 2013

Sá sautjánandi þetta árið

Nú á miðnætti kveður veturkonungur og sumarið er bókstaflega rétt hinum megin við hornið. Slíkt táknar bara eitt og það er auðvitað er örstutt í Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórmerkurferðina 2013.
Gaman er að segja frá því að síðasta messudag var skundað upp á Eyjafjallajökull og þá upp Skerjaleið. Þegar við fórum út úr rútunni var sorglega stutt ,,heim" og óhætt að segja að fiðringur hafi komið í Litla-Stebbalinginn, Magga Móses og Eldri Bróðirinn. Þetta leit allt vel úr úr fjarlægð og sagði manni bara eitt að tími er komið á undirbúnings-og eftirlitsferð innúr

Jæja, en við skulum koma okkur að því sem máli skiptir þessa vikunna. Þar er auðvitað verið að tala um listann góða  og dveljum ekkert lengur við þetta og birtum listann.

Stúlkur og stælgæjar:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Eldri Bróðirinn
Brekku-Billi
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi

Trukkar og tæjur:

Willy
Brútus
Gullvagninn

GLEÐILEGT SUMAR

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, apríl 23, 2013

Ungur hlaut ég yndisarfÞá er svo gott sem komið að hinum árlega sumardeginum hinum fyrsta. Mörg undanfarin ár hafa V.Í.N.-verjar gjört það að leik sínum að bregða undir sig betri fætinum þennan dag og gjört eitthvað skemmtilegt. Það hefur verið haldið í jeppaleiðangur upp á Langaskafl og síðan sú hefð sem Stóri Stúfur kom á að halda á Snæfellsjökull. En þó með nokkrum undantekningum eins og gjörist.
Nú er bara einfaldlega smurt hvort fólk hefur áhuga á einhverju komandi fimmtudag. Allt er opið t.d. skíði í Bláfjöll, hellaferð, hjólheztatúr nú eða bara fjallganga, þá kannski taka yngstu V.Í.N.-liðana með og velja þá bara hól við hæfi. Reyndar þarf Litli Stebbalingurinn að sækja vinnu kl:1800 svo ekki er boði amk fyrir kauða að fara langt. En alla vega ef svo ólíklega skyldi vera að einhver læsi þetta og hefði jafnvel áhuga að fagna sumri með útiveru má sá hin sami tjá sig skilaboðaskjóðunni hér að neðan.
Fleira var það ekki í bili og bara gleðilegt sumar

miðvikudagur, apríl 17, 2013

Sá sextándi þetta árið

Halló, halló. Þá er vikan hálfnuð og slíkt táknar bara eitt, amk svona fyrsta helming ársins. Auðvitað erum við að tala um listann góða fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2013. Við skulum ekkert vera hafa þetta lengra og koma okkur bara að máli málanna

Æsir:

Eldri Bróðirinn
Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Brekku-Billi
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi


Dráttar Vélar:

Willy
Brútus
Gullvagninn


Mikið mikið að gjörast en Skráningardeildin hefur fulla trú á því að með hækkandi hita komi alda nýrra skráninga. En bara þangað til næzt

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, apríl 16, 2013

Páskar 2013: Fimmti hluti

Páskarnir endaBezti vikudagurinn, þ.e mánudagur, var bjartur og fagur að vanda. Auðvitað var lítið annað að gjöra í stöðunni en skella sér í föðurlandið og koma sér upp í fjall. Eitthvað hafði nú fækkað frá páskadag og er það var vel. Hitti Hauk Eggerts, íslandsmeistara í að tapa fyrir MR í Gettu Betur, upp í fjalli og skíðaði með honum þann dag. Það var svo sem ágætt enda aðstæður hinar fínustu.
Svo kom að því að það lokaði og því að koma sér og sínum heim á ný. Óhætt er að segja að heimför hafi gengið eins bezt verður kosið. Skotta svaf bara í sínum rólegheitum aftur í á meðan burrast var í Borg óttans. Þar með lauk þessum páskum og annars prýðis páskaferð þó þessi hafi verið rólegri en margar síðustu árin

Vilji fólk skoða myndir fá deginum má gjöra það hér

mánudagur, apríl 15, 2013

Páskar 2013: Fjórði hluti

Á skíðum skemmti ég mér
Páskadagur rann upp og óhætt að segja að hann hafi verið bjartur og fagur. Það var því ekkert því til fyrirstöðu að skella sér upp í fjall og renna sér. Litli Stebbalingurinn hafði tekið það að sér að vera eins konar barnapía því einn unglingur fylgdi með upp í fjall eða systur sonur. En hvað um það. Það var amk skíðað ágætlega í tæpa 3.tíma í þvílíkri blíðu. Hef sjaldan verið í eins blíðu og færi í Hlíðarfjalli áður. En sum sé prýðilegasti skíðadagur þrátt fyrir margmenni. Krunka kom svo og sótti okkur, að sjálfsögðu fékk Skotta Twist að fljóta með uppeftir og henni sýnt fjallið. 
Dagurinn var ekki einu sinni hálfnaður þegar við frændur komum niður og var þá ákveðið að skella sér í Kjarnaskóg og brúka þar gönguskíði amk eins og einn hring eða svo. Á bílastæðinu við Kjarna sáum við kunnulegan fjallabíl og þar reyndist vera Flubbafélagi Haukur Eggerts sem hafði brotið skíðin sín þarna. Vel gert það. 
En alla vega þá fórum við hjónaleysin einn hring í góðu fíling. Svo er við komum aftur á byrjunarstað skelltum við Skottu í burðarpokan framan á og henni leyft að prufa aðeins að fá að vera á gönguskíðum og virist henni líka bara vel.

En þá eru myndir frá páskadag eru hér

fimmtudagur, apríl 11, 2013

Skreppitúr til AgureyrishNú síðasta laugardag skrapp Litli Stebbalingurinn í dagstúr til Agreyrish. Megin tilgangurinn var að sjálfsögðu að taka einn skíðadag í Hlíðarfjalli ásamt því að heilza upp á félaga úr FBSR sem voru þarna í sinni árlegu tjaldskíðaferð. Ekki voru nú margir þarna sem eru góðkunningjar V.Í.N. fyrir utan Matta Skratta og frú. Svo var náttúrulega sá sem þetta ritar.
Maður var mættur upp í fjall fyrir 10:00 og farinn að renna sér í skínandi aðstæðum. Sól en það var líka frekar kalt en það bara herðir mann. Einu sinni var skinnað upp á brún, aðeins notið útsýnins þarna uppi áður en það var rennt sér niður. Dagurinn var vel nýttur eða alveg til c.a 15:25 en þá þurfti maður að hætta til að ná flugi aftur í bæinn. Sum sé skínandi skíðadagur norðan heiða

Myndir frá deginum má skoða hér

miðvikudagur, apríl 10, 2013

Sá fimmtandi þetta árið

Já, sæll bara strax kominn listi nr. 15 og nýja árið bara rétt svo byrjað. Time is fun when you´re having flies. Þar sem nú er komin miðvika og þá er bara eitt í loftinu. Það er að sjálfsögðu ekki verið að tala um lóuna eða vorið heldur að sjálfsögðu um nafnalistan góða fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2013. Að sjálfsögðu ekkert nema gott eitt um það að segja.
Hættum þessari langloku og vindum okkur að máli málanna þessa vikuna.


Goð og menn:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Eldri Bróðirinn
Brekku-Billi
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi

Hestur Óðins:

Willy
Brútus
Gullvagninn


Þar sem vorið liggur í loftinu og sumardagurinn fyrsti bara rétt handan við hornið þá spyr ég. Fer ekki að koma tími á undirbúnings-og eftirlitsferð inneftir. Tel upplagt að skreppa dagstúr og gera sér góðan dag, grilla, segja sögur og hafa gaman

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, apríl 09, 2013

Páskar 2013: Þriðji hluti

Ammæliskökur
Laugardagurinn rann upp og það var frekar lágskýjað og skv vefmyndavél var þoka uppi fjalli. Svo spilaði það líka inn að okkur hafði verið boðið í 7 ára afmæli um daginn svo það tók því varla að skella í þokuna sem og nennan var eiginlega heldur ekki til staðar. En allavega þá skelltum við okkur í ammælisboð og vorum þar svo sem bara í rólegheitum. Eftir sykuráfallið var rölt niður á Glerártorg til að næla sér í páskaegg en Nettó átti bara ekki til draumapáskaeggið svo þetta breytist bara í heilzubótargöngutúr niður á Eyri í þar sem hægt var að fá ásættanlegt páskaegg í Hagkaupum. Kveldið fór síðan bara í almenna leti og afslöppun heima við fyrir framan sjónvarpið.

En fyrir áhugasama þá eru myndir hérna

mánudagur, apríl 08, 2013

Út að hjólaVið hjónaleysin skruppum aðeins út í gær þar sem við brugðum okkur í örstuttan hjólahring. Vegna breyttra fjölskylduaðstæðna hefur nú ekki mikið gerst hjá okkur síðustu mánuði og var því ljúft að komast aðeins út þó svo stutt hafði verið.
Við hjóluðum nú bara frá Háaleitisbrautinni niður á Sæbraut, meðfram sjónum uns endað var í miðbæ Reykjavíkur. Kíkt var aðeins á Austurvöll þar sem mannlífið var heldur dapurt en einhverjir útlendingar voru heldur ósáttir við Alþingi Íslendinga. Kíkt aðeins í Hljómskálagarð og síðan ýmsar krókaleiðir aftur heim á H38 og reynt að bæta mannlífið við Klambratún. En amk gott að komast aðeins út svona í upphafi vors.

Myndavélin var með í för og má sjá afraksturinn hér


sunnudagur, apríl 07, 2013

Páskar 2013: Annar hluti

Langur bíltúr
Flöskudagur rann upp og okkar beið akstur til Agureyrish. En engin ástæða til að flýta sér um of. Það bauðst að fara í hádegismat og éta þar afganga úr veizlu gærdagsins. Eftir að allir voru mettir var sest í sjálfrennireiðar og ekið af stað sem leið lá til Agureyrish. Þegar ekið var yfir Kolgrafarfjörð gaus upp líka þessi fína lýsislykt af síldarforða Nesverja. En hvað um það leiðin lá áfram meðfram Skógarströndinni. Gert var örstuttur stanz í Búðardal áður en haldið var á Laxárdalsheiði. Allt þetta gekk bara ágætlega og litli farþeginn svaf bara vært. Við renndum aðeins við á Hvammstanga til góðkunningja okkar Boggu og Eyþórs auðvitað Katrín líka. Þar skildum við kvennfólkið eftir á meðan kallarnir heldu út á Vatnsnes til að skoða framkvæmdir á Ánastöðum
Eftir að allir voru aftur orðnir mettir var bara skottast áfram þjóðveg 1 til Agureyrish. Kannski er vert að minnast á það að aðeins snjóaði á okkur á leiðinni og var það bara vel. Þetta var bara langur bíltúr landshorna á milli og fátt svo sem merkilegt við það.

Engu að síður eru myndir fyrir áhugasama hér

föstudagur, apríl 05, 2013

Páskar 2013: Fyrsti hluti

Skírnin staðfest
Sú hefð hefur skapast á síðustu þremur árum hjá okkur Krunku að skunda norður yfir heiðar yfir páskahátíðina. Þetta árið var ekki undantekning á þeirri hefð nema það bættist við einn farþegi þ.e Skotta Twist.
Líkt og með sumarferðina okkar í fyrra verður ferðasagan sögð í nokkrum köflum og í dag verður sagt frá degi 1 sem var skírdagur.

Þannig var mál með ávexti að litlu fjölskyldunni hafði verið boðið í fermingu vestur á Ólafsvík á skírdag og líka gisting aðfararnótt flöskudags. Leiðangursmenn voru:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist

Síðan sá Polly um að koma okkur fram og til baka að gömlum og góðum vana

Ekið var sem leið lá vestur á Snæfó í vorblíðu, bara eftir þjóðveginum og ekkert spennandi við það. Sú stutta svaf bara eins og góðum ferðalangi sæmir. Við komum svo í Snæfellsbæ og eitt það fyrsta sem við sáum var þessi glæsilega Jeep bifreið. Þar sem allir voru við messuhöld í sveitinni var bara runtað aðeins um sveitarfélagið meðan biðið var eftir því að hleypa okkur inn á gömlu verbúðina þar sem við gistum. Síðan var bara veizlan hefðbundin og étið á sig gat. Loks um kveldið var svo hætt að gæða sér á einum páska Steðja, síðar um kveldið var farið í léttan göngutúr um bæinn með Skottu í poka framan á sér og kíkt í heimsókn. Likt og flest kveld endaði þetta með því að farið var að sofa.

En allavega þá eru myndir frá deginum hérna

fimmtudagur, apríl 04, 2013

WTFVikuna fyrir páska fór Litli Stebbalingurinn alla leið austur á Höfn í Hornafirði til þess að læra að setja plástur á sár fyrir lengra komna. Eða bara Wilderness First Responder aka WFR aka Vúffer aka Fyrstahjálp í óbyggðum. Þó svo þetta komi ekki beint V.Í.N. við þá er samt gaman að segja frá þessu og nú ætti maður að vera hæfari að plástra gilda limi V.Í.N. því menn hafa jú slasað sig t.d fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. En hvað um það. Hafi einhver áhuga má skoða myndir frá vikunni hér

Kv
Stebbi Twist

miðvikudagur, apríl 03, 2013

Sá fjórtandi þetta árið

Þá er enn ein Jésúhátíðin búin og vonandi flestir búnir að fá sinn skammt af páskaeggjum og því öllu sem það tilheyrir. Hef nú ekki trú á öðru en að það styttist í undirbúnings-og eftirlitsferð innúr nú með hækkandi sól með blóm í haga. Það styttist amk í rölt yfir Hálsinn. En er ekki bara málið að koma sér að máli málanna

Kynverur:

Eldri bróðirinn
Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Brekku-Billi
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi

Motorverur:

Willy
Brútus
Gullvagninn


Nú með lengjandi degi þá  hlýtur bara fara að fjölga á listanum góða
En þangað til í næztu viku

Kv
Skráningardeildin