miðvikudagur, febrúar 26, 2014

Áttundi í skráningu 2014

Já gott fólk. Nú er dagurinn betur heldur farið að lengja og ekkert nema gott um það. Um leið og daginn ef farið að lengja þá styttist í Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð sem er reyndar ekki lengur í Þórsmörkinni. En hvað um það. Framundan er bezti mánuður ársins með sínar vetrarjafndægur en missum okkur ekki í einhverju bulli.
Ekki þarf að koma á óvart að ekkert hafi bæzt í skráningar en kannski vert að minna fólk á hvernig þetta fer allt saman fram en það er ofureinfald. Bara opna skilaboðaskjóða hér að neðan og nefna þar nafn eða nöfn ef svo á við og sömuleiðis sjálfrennireiðar eigi það einnig við. En komum okkur bara að máli málanna sem er auðvitað skráningarlistinn þessa vikuna

Skráning:

Krunka
Skotta Twist
Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn


Ökutækjaskráning:

Willy
Litli Kóreustrákurinn


Nú bíða bara allir spikspenntir eftir mánaðarmótum

Kv
Skráningardeildin

mánudagur, febrúar 24, 2014

Á fagnámskeiði í snjóflóðumDagana 12-16 febrúar s.l brá Litli Stebbalingurinn sér norður í Svarfaðardal þó ekki á heimaslóðir þeirra Gísla, Eiríks og Helga en í nágrenni þó, heldur að Húsabakka til að sækja þar fagnámskeið í snjóflóðum á vegum björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Reyndar fengu þær Krunka og Skotta far til Agureyrish þar sem þær voru í góðu yfirlæti í Tröllagilinu á meðan.
Þetta var mjög svo áhugavert námskeið þar sem bóklegi hlutinn var á Húsabakka og verklegi fór fram í Karlsárdal. Þarna var líka Múri sem ætti að vera mörgum V.Í.N.-liðum kunnugur úr Merkurferðum fyrri ára. En hvað um það. Maður fékk að hafa skíðin meðferðis og í eftir að verklega hlutanum lauk á daginn fengum við að renna okkur niður á veg. Alltaf gaman að renna sér. Svo síðasta daginn eftir tvær snjóflóðaæfingar renndum við okkur niður af Sauðaneshnjúk og niður á veg. Það var frábært færi en skyggnið skemmdi aðeins fyrir. En snilldar utanbrautarrennsli engu að síður.

Hafi einhver nennu þá má skoða myndir frá námskeiðinu hér

sunnudagur, febrúar 23, 2014

Kongó: Lokaleggurinn
Laugardagurinn rann upp og við mætum á góðum tíma í morgunmat enda áttum við flug til Köben til þess að komast heim. Eftir öll hefðbundin verk við að skrá sig út var rölt yfir götuna til tjékka sig inní flug heim í gegnum Köben. Nú var lokaleggurinn eftir. Litla Stebbalingnum til mikilar gleði sá hann að hann var að fara fljúgja með nýrri tegund þeirri annari í þessari för. En fararskjótin til fyrrum höfuðborgar okkar Íslendinga var að þessu sinni Bombardier CRJ 900. Voða gaman. Svo lentum við á Kastrup og ca 1,5 klst síðar, eftir dýrasta bjór ferðarinnar, stigum við um borð í B757 Icelandair með stefnuna á Sandgerðishrepp.
Svo þegar heim á frón var komið heldu vandræðin áfram en þá kom það í ljós að takan var enn í Brussel og maður fór var léttur um borð í rútuna. En að öðru leyti var heimferðin frekar tíðindalaus. Þar með lauk afríku/kongóför oss

En hafi einhver áhuga að skoða myndir af flugvélum og myndum teknar á lofti má gjöra það hjer.

fimmtudagur, febrúar 20, 2014

HeilzubótÞeir félagar Magnús frá Þverbrekku og Litli Stebbalingurinn heldu símafund síðdegis í gær og var niðurstaða fundarins sú að notfæra sér annaðhvort laugardag eða sunnudag sér til léttrar heilzubótargöngu. Hvert og hvenær er ekki enn ákveðið en amk eru allir áhugasamir velkomnir með.

miðvikudagur, febrúar 19, 2014

Sjötti í skráningu 2014

Jæja, þá er vonandi komið regla á góða skráningarlista oss þ.e kominn á miðvikudag.
Þó svo að síðasti listi hafi komið inná mánudag fyrir rúmlega viku hefur lítið borið á því að fólk hafi skráð sig í skilaboðaskjóðunni hér fyrir neðan. En ekki tími til að örvænta amk ekki strax. Ekki fyrr en Helgin er liðin í fyrsta lagi. En hvað um það. Er ekki bara málið að vinda sér í mál málanna þá er ekki verið að tala um kaffimáliðEftirlæti:

Krunka
Skotta Twist
Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn


Uppáhalds:

Willy
Litli Kóreustrákurinn


Svei mér þá ef þetta er bara ekki nóg komið þessa vikuna

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, febrúar 18, 2014

Kongó: EvrópusambandsviðræðurEftir um 8 klst flug frá Kinshasa upp til Brussel var loks komið inná hótel eftir 24.klst ferðalag. En auðvitað um leið og við komum aftur í siðmenntaða heiminn þá byrjaði vesenið. Það var ekki tilbúið herbergið okkar en eftir rúmlega klst og morgunmat var okkur tilkynnt að herbergin væru klár. Maður stökk upp á herbergi og var að gjöra sig klárann fyrir kríu en áður til þess kom þá þurfti maður aðeins að smakka á belgískum varningi. En krían var ljúf. Eftir góðan lúr hittumst við aftur og tókum nú stefnuna niður í bæ og að sjálfsögðu var svona norðlensk rigning á okkur. Við skoðuðum okkur um á Gullna torginu og smökkuðum m.a. belgískt súkkulaði sem og belgískt flotbrauð. Allt svo sem í rólega gírnum

Hér má skoð örfáar myndir frá deginum

mánudagur, febrúar 17, 2014

SkessukatlarHelgina 8-9.feb síðastliðin var verkleg kennsla í fjallamennsku 1og2 hjá FBSR í og við Skessuhorn á Skarðsheiðinni. Það vildi svo skemmtilega til að Litli Stebbalingurinn var fenginn til að vera með sýnikennzlu í nokkrum grundvallar atriðum í fjallamennsku ásamt Eyþóri sem ætti að vera V.Í.N að góðu kunnur. En alla vega var ljúft að komast í tjald og lúlla þar eina nótt (þó svo það hafi verið VE25 tjald). En ætla svo sem ekkert að hafa neitt fleiri orð um þetta nema sunnudagurinn var eins og maður segir góður dagur á fjöllum.

Hafi fólk áhuga að skoða myndir frá helginni má gjöra slíkt hjer.

mánudagur, febrúar 10, 2014

Sexti í skráningu 2014

Svona í tilefni þess að nú er mánudagur, sem er auðvitað bezti dagur vikunnar rétt eins og allir vita, þá er alveg tilefni fyrir eins og einn skráningarlista. En þar sem skráarritari er víst á leiðinni norður yfir heiðar til að sækja þar námskeið í snjóflóðum þá er ekki víst að hægt sé að koma með lista komandi miðvikudag svo það er bara slegið til og einn slíkur birtur í dag. Vonandi að það verði fyrirgefið. Ef ekkert klikkar þá ætti vera komin rútína þá listann góða aftur í næztu viku. En komum okkur að máli málanna

Það hefur lítið gjörst í skráningarmálum frá því síðast en engin ástæða til að örvænta strax. Alveg næztum því tuttugu vikur í gleðina miklu sem er auðvitað Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2014 og svo dveljum ekki lengur við eitthvað bull.


Bullukollar:Bullumótorar:Ekki meira í bili og svo aftur eftir eina og hálfa viku

Kv
Skráningardeildin

fimmtudagur, febrúar 06, 2014

Kongó: Eins og sveitt svín í forleikÞað var risið úr rekju í loftkældu svítunni og eftir morgun mat beið manns bara hiti og sviti. Við vorum komnir út á flugvöll rúmum 2.klst fyrir áætlaða brottför á síðasta leggnum niður til Kinshasa. Ég átti eftir að klára daily checkinn sem fólst í því að bæta lítili olíu á motoranna. Já, sæll hvað maður svitaði við það annars auðvelda verk, það meira að segja lak af manni svitin við það eitt að klára pappírsvinnuna. En þess á milli fyldist maður með flugvélunum sem áttu leið um völlinn. Greiniegt mikið að gjörast í Ghana þessa dagana, enda minntu byggingakranarnir mann á Kópavog 2006 slíkur var fjöldinn. Svo loks var okkur hleypt á fuelpoint og hægt að fylla á tankinn áður en við komust í loftið.
Eftir flugtak og þegar hæð var náð þá horfðum við á þrumský allstaðar í kringum okkur sem náðu svona ca upp í 40000 ft, ekki gaman að fljúga þar í gegn enda slepptum við því alfarið. Þurftum einu sinni að beygja frá einum nokkuð af leið enda dimmdi fyrir neðan á hálfa Afríku.
En þarna á þessum legg gjörðust þau stórmerku tíðindu að Litli Stebbalingurinn náði suður fyrir miðbaug í fyrsta skiptið á sinni aumu ævi. Sæmilegt það. Því miður sá maður lítið af þessum hluta Afríku þe Gabon og Vestur Kongó vegna óhagstæðs skýjafars fyrir neðan okkur.
Reyndar þegar við fórum að lækka okkur niður og komum niður yfir Brazzaville sá maður aðeins niður. Svo flugum við yfir Kongófljót og við tók ansi sorglegt ástand. Þar sem við vorum á ferðinni í ljósaskiptunum þá sá maður að í Kinshasa hafa ekki allir rafmagn og ca helmingur af borginni var bara svört. Svo var greinilegt að aðflugið var yfir fátæktarhverfi því ,,húsinn" voru bara einhverjir bárujarnshjallar. Svo þegar við sáum flugbrautina þá var svona næztum eins og hún væri líst upp með friðarljósum. En þeim Badda og Nökkva tókst að lenda og ekki var flugvöllurinn beint gæfulegur. Opin skýli og flugvélaflökk þarna út um allar trissur.
Svo komum við á stæði hjá CAA og það var skondin móttökunefnd sem tók á móti okkur. Vélin fyllist af svarta manninum og þeir fóru að gramsa i öllu lauslegu. Allt lauslegt var hirt úr vélinni sem mátti hirða. Skondnast þótti mér að tuskurnar og einnota vettlingarnir sem ég hafði með mér voru teknar enda svo sem í góðu lagi. Var hvors sem er skilið eftir. Líka vildu svo allir flugvirkjarnir þarna fá að taka mynd af sér með Litla Stebbalingnum.  Svo tók flugstöðin við. Í check in var ein dama með gamla fartölvu og við settum töskurnar okkar upp á gamla nálavikt, svona eins og er hjá fisksalanum, þar sem önnur skonsa skráði viktartölur á töskunum samvizkulega niður. Svo tók gegnumlýsingin við sem var þannig að við opnuðum töskurnar og einhver öryggisvörður skoðaði innihaldið. Flugstöðin var ekki loftkæld og því svitanaði maður bara þarna. Rafmagnið fór tvisvar af og annað var í þessum dúr. Svo var kallað út í vel og farþegum skóflað upp í rútu og keyrð að flugvélinni frá Brussel Air. Þar komust við að því að búið væri að greiða 50$ mútufé fyrir okkur sem var sum sé gjald fyrir að komast úr landi. Góð hugmynd fyrir íslendinga í staðin fyrir náttúrupassa en það er önnur umræða. Síðan beið manns bara tæplega 8 tíma flug upp til hjarta evrópusambandsins en Airbusinn fór svo sem vel með mann og maður svaf mestan tíman. Komst samt að því í þessu flugi að ævintýri Tinna er ekki að gjöra sig í frönsku. En hvað um það. Þetta var langur dagur og gott að komast til Brussel þarna á föstudagsmorgninum en sú saga bíður betri tíma. Engu að síður var þetta ævintýralegt ferðalag og mjög svo áhugavert að sjá þetta aðeins, þó svo maður hafi ekki farið af flugvellinum, hvernig menningin og andrúmsloftið er þarna.

En alla vega þá geta áhugasamir skoðað myndir frá deginum hérna

miðvikudagur, febrúar 05, 2014

Fimmti í skráningu 2014

Þá er annar mánuður þessa árs orðinn staðreynd. Já styðsti mánuðurinn er kominn og það til að vera næztu daga. Þrátt fyrir nýliðin mánaðarmót þá er ekkert slegið slöku við þegar kemur að skráningu þessa árs. Sjálfsagt kemur það ekki á óvart að ekkert hefur bæst við listann góða enda lítið liðið af árinu. Gott að vara samt fólk við því að tíminn er (f)ljótur að líða og áður en hendi verður veifað er Helgin runnin upp. Kannski gott svona áður en nafnakallið kemur að minna fólk á hvernig skráning fer fram en það er ofureinfalt. Bara auðveldlega að klikka á skilaboðaskjóðina hér að neðan og skrifa þar nafn sitt og farartæki ef það á við í því tilfelli.
En allavega komum okkur að máli málanna þá er ekki verið að tala um kaffimálið.


Nautnaseggir:

Krunka
Skotta Twist
Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn


Jarðefnaeldsneytisneytendur:

Willy
Litli Kóreustrákurinn


Jæja, fleira var það ekki í þessari viku og í næztu viku má búast við því að listinn góði verði snemma á ferðinni.

Kv
Skráningardeildin