þriðjudagur, desember 23, 2003

Nú eru bara 40 mínútur í jólafrí jíbbí jei.
Þar sem ég nenni ekki að skrifa jólakort þá kemur kveðjan bara hér.
Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár. Þakka það liðna
Kær kveðja Alda

laugardagur, desember 20, 2003

Við Stebbi erum nú í rannsóknarleiðangri VÍN á Sálarballi á NASA. Hér er allt troðið og þvílík stemming. Vildi bara að þið aum... heima vissuð af því. :-) -vj-

SMSblogg sendi Vignir
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

sunnudagur, desember 14, 2003

Í beinni
Ykkur sem eruð á leið til Madonna di Campiglio í janúar vil ég óska til hamingju með að einungis er mánuður til brottfarar. Jafnframt vil ég benda ykkur á að horfa á Eurosport á morgun. Kl. 14.00 og 17.15 (15 og 18.15 CET) verður sýnt beint frá heimsbikarkeppninni í svigi sem fram fer í Madonna. Endilega kíkja á það og skoða aðstæður.
VÍN lengi lifi.

föstudagur, desember 12, 2003

Jæja þá er ég loksins búinn að setja inn myndir á netið. Setti myndir úr nýliðaferð 4x4 inn í Setur. ´

Einnig fóru myndir inn úr seinustu jeppaferð þar sem stefnan var sett í Grímsvötn. Við bíðum enn eftir ferðasögu frá Stebba og Willa.. þið látið ykkur nægja að lesa að ferðasögunna hans Arnórs á meðan.

Slóðinn á þetta er http://www.pbase.com/maggi1

miðvikudagur, desember 10, 2003

Var að koma frá því að strauja visakortið. Eitt stykki Ítalíuferð komin á visa, þá eru bara jólin eftir og svo gjaldeyrir, fúff þetta verður erfitt. Vil minna á að það er ekki bara fyrir 5% afsláttinn sem fólk þarf að fara að borga því það þarf að vera búið að ganga frá greiðslu mánuði fyrir brottför. Einungis 4 dagar eru því til stefnu. Allir að drífa sig og borga núna. Það styttist óðum í brottför.....bara drífa þessi jól af og þá fer þetta alveg að koma.

þriðjudagur, desember 09, 2003

Af peysum, skíðum og jöklum
Nú á dögunum var að berast til landsins sending af VÍN flíspeysum. Verða peysurnar merktar VÍN og nafni eiganda líkt og við gerðum með 66° norður peysurnar um árið. Peysurnar fást fyrir slikk eða innan við 4.000 kr. stk. eftir að búið verður að merkja þær. Hægt verður að skoða og máta peysurnar hjá Togga annaðkvöld kl. 21.00 auk þess sem pantanir verða teknar. Einnig má leggja fram pöntun í gegnum síma.
Það styttist senn í Ítalíu. Því miður hefur félagi Viffa hætt við Ítalíuferðina að læknisráði eftir að hafa slasast við íþróttir. Vonandi verða ekki fleiri forföll enda engin ástæða til að óttast það. Hópurinn telur því 11 fígúrur. Þeir sem stefna að því að fara og ætla að greiða með kreditkorti vil ég benda á að ætli menn sér að ná í 5% staðgreiðsluafslátt þarf að gera upp ferðina fyrir þann 17. desember nk. Vissara að hafa það allt saman á hreinu.
Nú um liðna helgi skelltu nokkrir VÍN liðar sér í frækna og stórskemmtilega för í Jökulheima og á Vatnajökul. Við fáum væntanlega nánari ferðasögu síðar (það er mikið frá að segja) en þeir sem ekki geta setið á sér geta kíkt á þessar myndir hér sem Runólfur á heiðurinn af.