sunnudagur, september 02, 2007

Út í Elliðaárdal, út í Elliðaárdal...



...út í Elliðaárdal, kvað Vestmannaeyjaskáldið eitt sinn. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að Elliðaárdalurinn og hanz næzta nágrenni er einmitt næsti viðkomustaður V.Í.N.-ræktarnar sem verður að þessu sinni hjólhestatúr. Þá er ætlunin að hjóla upp Elliðárdalinn og fara svo í kringum Rauðavatn. Vel við hæfi að hafa síðasta dagskrárliðin í léttari kantinum.
Eins og fólk hefur sjálfsagt tekið eftir þá er þetta allra síðasti hlutinn í skipulagðri V.Í.N.-ræktinni sumarið´07. Sjálfsagt má búast við þið að þessu verði eitthvað framhaldið á haustmánuðum en verði þá meira færð yfir á laugar- eða sunnudaga. Svona til þess að nota dagsbirtuna. Sem fer nú óðum þverandi með hverjum líðandi degi. En nóg um það.
Hittingur að þessu sinni verður við Elliðárstífluna amk fyrir þá sem búsettir eru í Breiðholtinu nú eða Rivertown. Ef einhverjir sem búsettir eru utan úthverfa Reykjavíkurborgar er upplagt að hitta Grafarvogsbúana við nýja rafstöðvarhúsið. Eigum við ekki að segja að tímasetning verði 19:00 nema einhverjir hafi athugasemd við það. Hvað um það en stigið verður á sveif komandi þriðjdag.

Núna síðasta þriðjudag var skundað á Stóra-Kóngsfell. Því hefur verið gerð ágætisskil bæði hérna, í máli, og síðan hér í myndum. Höfum ekkert fleiri orð um það.

Kv
Hjólasvið

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!