sunnudagur, júlí 12, 2015

ÁrshátíðarbaðiðMiðvikudaginn fyrir fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurárshátíðarammælisferð var haldið í hið árlega árshátíðarbað í Reykjadal. Líkt og hefur verið síðustu árin hjá voru hjólhestarnir fararskjótarnir. Það var sæmilega fjölmennt þetta árið sem er að sjálfsögðu vel. En þau sem voru þarna á ferðinni voru:


Stebbi Twist á Merida One Twenty 7.800
Krunka á Cube LTD SL
VJ á Merida One Twenty 7.800

og sá Pæjan um að koma oss upp á Hellisheiði en líka fékk Trekinn hanz Sigurgeirs að fljóta með

Maggi á móti á Merida One Sixty 7.900
Elín Rita á Merida One Twenty 7.800
Sigurgeir á Trek GF Mamba
Bubbi Flubbi á Specialized Fat Boy

Og sá Sindý um að koma þeim fram og til baka.

Það gekk bara vel að hjóla þetta en Bubbi lenti í því að sprengja en auðvitað var því kippt í liðinn, ef svo má segja, hratt og örugglega. Síðan var bara farið niður í Reykjadal og allir komust þangað óslasaðir. Þegar komið var niður í Reykjadal blasti við manni hálf skrýtin sjón. En þar er búið að pallavæða alls staðar meðfram læknum og búið að koma upp skilrúmum fyrir fataskipti. Já, hvað varð um Reykjadalinn minn..

En alla vega hverju sem það skiptir þá komust allir í bað, sem var jú megin tilgangur þessarar farar og allir viðstaddir tókst að grjöra sig hreina og fína. Ekki vill fólk vera skítugt og það á sjálfri árshátíðinni. Ónei

Baka ferðinn niður í Hvergigerði gekk að vonum nema hvað VJ náði ekki einni beygjunni og endaði því utan vega. Má hann búast við kæru vegna þess.
Það ætlaði svo ekki að ganga þrautalaust að rata aftur til Hvergigerði benzínstöðinni vegna vegavinnuverkamannaskúra sem voru á leiðinni og þurftum þvi að þræða oss í gegnum eitthvað hoho hverfi. En öllum tókst að skila sér of fóru hrein og fín heim til síns aftur. Allir orðnir spikspenntir fyrir Helginni

Fyrir nennusama þá má skoða myndir frá kveldinu hjer

föstudagur, júlí 10, 2015

Agureyrish: MessudagurÞá rann upp messudagur og það þýddi burtfarardagur. Við tókum því reyndar bara frekar rólega og vorum svo sem lítið sem ekkert að flýta oss úr bænum. Vjer leyfum bara Skottu að taka lúrinn sinn og þar sem vjer vissum líka að umferðin væri þung suður á boginn lá heldur ekkert á.
En ekkert svo sem merkilegt eða áhugavert var gjört á leiðinni og einungis steindauður þjóðvegaakstur. En toppurinn á ferðinni var stórglæsilegur International Harvester Scout sem varð á vegi oss í pizzustanz í Varmahlíð sem og að sjá gufuskipið Hval eitthvað sigla út Hvalfjörðinn. Já stundum þarf lítið til að gleðja mann og gjöra góðan dag betri

En allavega er hægt að skoða myndir frá heimferðinni hjer

fimmtudagur, júlí 09, 2015

Agureyrish: LaugardagurUpp rann laugardagur og bezt að monta sig af því að við gátum sofið út eða næztum því til 11 um morguninn. Ekki amalegt það. En það sem var á planinu þennan dag, fyrir utan veizluhöld, var að skella sér litla Eyjafjarðarhringinn á hjólheztum.
Eftir morgunmat, messu og mullersæfingar var lítið annað gjöra en að skella sér á hnakkinn og stíga svo á sveif. Við fórum sem leið lá frá Tröllagilinu í átt að Kjarnaskógi í gegnum Naustahverfið. Við komum svo niður á þjóðveg neðan við Kjarnaskóg og þaðan var eiginlega bara beinn og ,,breiður" vegur suður í Hrafnagil. Þar var tekinn stuttur stanz og myndað við heztagerðið eins og sjá má. Sem og voru nokkrar fleiri myndir teknar þar. Síðan var bara haldið sem leið lá fyrst austur á boginn og svo í norðurátt. Þetta er hinn prýðilegasti hringur amk við þær aðstæður sem við voru í. Síðar um daginn tók svo við kaffisamsæti og grill um kveldið. Annað merkilegt gjörðist ekki þennan dag,

Amk má sjá myndir frá deginum hjer

miðvikudagur, júlí 08, 2015

Agureyrish: FlöskudagurNúna síðustu helgina í júní þurfti maður að sinna skyldunni því það var sextugsammæli hjá föður hennar Krunku þá helgi. Ekki er svo sem ætlunin að segja frá því í smáatriðum. En hvað um það
Vjer lögðum í´ann rétt eftir hádegi á flöskudeginum og með tvo hjólhezta á toppnum. Þessa helgina var ætlun in að gefa fjallahjólunum frí og voru því racerinn og cyclocrossinn með í för á toppnum, Síðan rétt eftir hádegi á flöskudag var lagt í´ann úr bænum þennan sólríka föstudag
Svo að svona gömlum vana þá er auðvitað ætlunin að telja upp hverjir voru á ferðinni og á hverju. En þarna voru á ferðinni:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist

og sá Pæjan um að koma okkur á milli landshluta.

Síðan voru með í samfloti aldraðir foreldrar Stebbalings á Ford Focus


Óhætt er að fullyrða að sumar var komið þessa helgi. Sól alla leið og frábær fjallasýn. Skotta sofnaði svo fljótlega eftir komið var útfyrir bæjarmörkin og vaknaði eigi fyrr vjer vorum komin framhjá Staðarskála. Því varð úr að gjöra stanz í Víðihlíð. Þar eru komnir nýjir rekstaraðilar og því ákveðið að taka það út. Í Víðihlíð fengum við topp þjónustu og var súpa dagsins, sveppasúpa hin sæmilegasta, mæðgurnar fengu sér kjetsúpu og síðan sá síðasti skellti sér á kotilettur. Allir voru vel sáttir með sína máltíð og óhætt að mæla með stoppi þarna. Ekki er síðan úr vegi að amk annar rekstraraðilinn er úr Breiðholti. Það eru góð meðmæli.
Eftir að allir voru mettir var haldið áfram sem leið lá og framundan var hin leiðinlegi og endalausi Langidalur. En bót í máli var að alltaf helst blíðan. Er rennt var í Varmahlíð þurti að gjöra þar stuttan klósettstanz. Eftir að allir sem það þurftu höfðu létt af sér beið bara höfuðstaður norðausturlands oss. Ekki var nú minni blíða þar en annars staðar á leiðinni. Ótrúlegt en satt. Þar tók við svona hitt og þetta en þegar öllu því var lokið gat Litli Stebbalingurinn hent sér í verkefni kveldsins sem var að skella sjer á hjólhezti upp í Hlíðarfjall eða amk að Skíðahótelinu.

Það var því skellt sér í spandexið, vatn í brúsa og stígið á sveif upp á við. Uppferðin gekk bara vel og verður að segjast að þetta var auðveldara en Stebbalingurinn hafði haldið. Þó svo að ekki hafi verið farið hratt upp en upp komumst menn. Eftir smá pásu uppfrá og myndatökur var lítið annað að gjöra en að koma sjer aftur niður og láta bara Newton um meztu vinnuna. Niðurferðin var skemmtileg en kannski fór maður ekki eins hratt niður og maður hélt, manni finnst þessar bremsur eitthvað svo daprar m.v á fjallahjólinu og sjálfsagt skortir smá þor en það kemur. En þegar öllu er á botninum hvolft þá er þetta hörkuskemmtun og má alveg mæla með þessu. Gott brekkuklifur skilar sjer oftast í niðurferðinni. Þegar niður var komið verðlaunaði maður sig með einum köldum og hressandi svona fullorðins svaladrykk.

Hafi einhver áhuga má skoða myndir frá deginum hjer

þriðjudagur, júlí 07, 2015

Í snörunniNú einn góðan mánudag í síðasta mánuði var ákveðið að skella sér í Snöruna. Það voru 4 sálir sem voru saman komnir í Hólmvaðinu en þar voru:

Stebbi Twist á Merida One Twenty 7.800
VJ á Merida One Twenty 7.800

og sá Pæjan um að ferja þá kauða uppeftir og til baka

Bergmann á Merida  One Sixty 7.900
Maggi á móti á Merida One Twenty 7.800

Og sá Silfurrefurinn um að koma þeim köppum fram og til baka


Við rúlluðum svo af stað en ekki byrjaði það vel því er komið var á slóðan voru menn ekki alveg vissir hvort það ætti að fara hægri eða vinstri. En að lokum var að sjálfsögðu farið til hægri. Svo var hjólað upp og niður, hjólin borin upp og allt það. Svo áður en vjer vissum af vorum við kominir að skála Orkuveitu Reykjavíkur þar sem var nýbúið að bera á pallinn þann. En er þangað var komið hnikruðum vjer eftir Gunna Sig eða bara Gusa en þar birtist kallinn á sínu Trek GF Superfly 100. Alltaf gaman að hjóla í góðra manna hóp. Vjer heldum svo bara áfram sem leið lá upp í þokuna en með þó nokkrum ,,hindrinum" á leiðinni en ekkert sem stoppaði oss þó við þurftum að stíga af hjólunum við þær athafnir. En hvað um það. Er vjer vorum undir Vörðuskeggja þá birti til og við fórum skyndilega að sjá eitthvað, það var mögnuð sýn. En alla vega svo var ekkert annað að gjöra nema hjóla áfram uns komið var að því að hjóla niður til þess að koma inn á Nesjavallaveg þar sem maður leggur alltaf farartækjunum þegar gengið er á Hengill. Við komum svo til baka að bílunum einhverntíma langt eftir miðnætti og allir sáttir ef magnaðan hjólatúr það kveldið

Sé nenna hjá einhverjum má skoða myndir frá kveldinu hjer


Kv
Hjólheztadeildin

mánudagur, júlí 06, 2015

JaðarmenningSunnudaginn fyrir tveim vikum kom loks sumarið. Í tilefni þessi var tekin sú skyndiákvörðun hjá VJ og Litla Stebbaling að skella sér eina buna í Jaðrinum. VJ bauðst til að útvega sjálfrennireið og bílstýru uppeftir og var það vel þegið. Þau renndu svo hjer við á H38 og var þá hjólagrindinni skellt á dráttarkúluna og önnur Merídan þar á. Ekið var svo sem leið lá í átt að Bláfjöllum svo á réttum stað fóru Stebbalingurinn og VJ úr sjálfrennireiðinni og tóku fram hjólheztana. HT brunaði svo í burtu í dísel mekki og skildi tvo litla hrædda stráka eftir. En það var ekkert annað að gjöra en bara koma sér af stað og rúlla niðureftir. En áður en lengra er haldið er bezt að halda í gamlar hefðir og telja upp þá sem þar voru á ferðinni en þar voru:


Stebbi Twist á Merida One Twenty 7.800
VJ á Merida One Twenty 7.800

og sá HT um að koma oss uppeftir á Togaýta Ladycruiser í eigu þeirra hjónaleysa


Kannski má segja að helsta vandamál þessa dags hafi verið hiti og sól því oss gátum amk ekki kvartað undan kulda né vosbúð. Skaflarnir höfðu minnkað eitthvað frá síðast en voru samt alveg á sínum stað. Alltaf gaman að sjá snjó og ekki ber að kvarta undan því. Ferðin gekk amk vel og auðvitað var þetta frekar mikið gaman. Við komum svo niður í Lækjarbotna og alltaf er verið að bæta leiðina sem er auðvitað bara vel. Tökum svo smá leikaraskap í Lubbunanum en þar sem Stebbalingurinn var á leið til vinnu um kveldið var kannski ekki tími til mikila fíflaláta. En við hjóluðum svo bara sem leið lá heim með við komu í eyjunni í Elliðaárdalnum hjá gömlu rafstöðinni.

En fyrir áhugasama má skoða myndir frá túrnum hjer

Kv
Hjólheztadeildin

fimmtudagur, júlí 02, 2015

ÖskurhlíðinNú þegar Bláalónsþrautin var að baki þá þurftu menn að hjóla sig aðeins niður og því þótti það kjörið að skella sér í Öskjuhlíðina í Reykjavík og leika sér aðeins þar.  Þeir eða öllu heldur þau sem komu þarna saman til leika aðeins voru:

Stebbi Twist á Merida One Twenty 7.800
Eldri Bróðirinn á Merida One Twenty 7,800
Maggi á móti á Merida One Twenty 7.800
VJ á Merida One Twenty 7.800
Bubbi á Specialized Fat Boy
Steini í Allraefst á Wheeler R.A.M.P.34
Frúin hanz Steina í Allraefst á óskilgreindu hjóli

Það var farið þvers og kruss um alla Öskjuhlíð og haft gaman af. Einn skugga bar þó á ferðina en Eldri Bróðirnum tókst að slasa sig, kemur á óvart, en hann datt af rampi og lenti á vinstri öxlinni og fékk bágt. Ekki gaman að því en vonandi jafnar kauði sig sem fyrst og geti komið út og farið að hjóla

En sé áhugi fyrir hendi þá má skoða myndir frá þessu kveldi hjer

Kv
Hjólheztadeildin

miðvikudagur, júlí 01, 2015

Tugur+tugur+tveir í skráningu 2015 AD

Þá er barast allt að fara bresta á og er það vel. Já, ekki á morgun heldur hinn höldum vjer sem leið liggur inn í Bása og vonandi láta einhverjir amk sjá sig á laugardeginum í bara dagsferð.
Allir eru nú að leggja loka hönd á loka undirbúningin og sem dæmi um slíkt þá er ætlunin að halda í Reykjadal í kveld þar sem árshátíðarbaðið bíður ferðalanga.

En eigu vjer ekki að hætt að spjalla um þetta og koma oss bara að málinu þessa vikuna sem er auðvitað skráningar listi þessarar viku sem er jafnframt sá síðasti þetta árið.


Ammælisgeztir:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Bergmann
Brekku-Billi
Maggi á móti
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Magnea Marta
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
ÍA
Bergmann Senior
Anna Lára
Puttalingar


Ammælisjeppar:

Willy (af gömlum vana)
Mí Só Bíssý
Pæja
Cindý
Silfurrefurinn

Gististaðir:

Ken
RáðherrabústaðurinnFleira var það ekki þessa vikuna. Við erum farin í Bása að fagna þar Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurammælisferð


Kv
Skráningardeildin