miðvikudagur, janúar 28, 2015

Fjórði í skráningu 2015 AD

Já komið sæl og blessuð þessa vikuna.
Þá er komið að þessu vikulega, sem er vonandi skárri en þessi mánaðarlega heimsókn Rósu frænku hjá veikara kyninu, en hvað um það.
Líkt og ekki ætti að hafa farið framhjá nokkrum kjafti þá ku þessi Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð verða 20 ára ammælis ferð. Já fyrir 20 árum síðum vorum við í (Blaut)Bolagili að drekka frá okkur ráð og rænu í rigningu og sudda. Elli sprelli var nú reyndar edrú það kveldið og fór sagnaritari með honum á Gleði græna risanum yfir í Húsadal þar sem menntaskólanemar þess tíma voru að njóta sín í íslenzkri náttúru. En síðan þá hefur bæði gráu hárunum fljólgað, sem hárið minnkað hjá sumum en fleztir eiga það þó sameiginlega að vera komnir með meira mitti. Enda ófáir bjórar sem hafa haft þar viðkomu á þessum 20 árum.. Jæja en nóg um söguskýringar. Sjálfsagt verða sagðar margar sögur Helgina og taka skal það fram að þær verða allar sannar.

En komum okkur bara að nafnalistanum góða þessa vikuna

Ammælisgeztir:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
BergmannAmmælisjeppar:

Willy (af gömlum vana)


Eins og sjá má þá fer skráning hægt af stað en slíkt hefur nú gjörst áður svo óþarfi að fara á taugum yfir því. En kannski ekki úr vegi að minna fólk á hvernig þetta fer fram. Fólk einfaldlega tjáir sig í skilaboðaskjóðunni hér að neðan þar sem það nefnir sig og jafnvel sína á jafn og þá er skráning komin. Einfalt, fljótlegt og þægilegt

Kv
Skráningardeildin

sunnudagur, janúar 25, 2015

Sumarið er tíminnDömur mínar og herrar.

Nú fyrir helgi kom fram erindi í vinnunni hjá Litla Stebbalingnum um að fyrir 1.feb nk þyrftu starfsmenn að vera búnir að sækja um sumarfrí. Svona frekar í fyrri kantinum. En hvað um það.
Líkt og margir í þessum félagsskap þá ræðst sumarfríið af því hvenær starfsfólki leiksskóla bæjarins þóknast að fara í sumarfrí. Á reyndar eftir að komast að því hjá undirrituðum en hvað um það.
Nú er bara Litla Stebbalingnum smurt.
Er einhver áhugi og vilji hjá gildum limum þessa félags að skella sér saman í sumartúr í sumarfríinu. Hvort sem það er að hluta eða allt skiptir ekki öllu.

Alla vega fóru Hólmvaðsfjölskyldan og Twistklanið saman í nokkra daga túr í fyrra. Með nokkrum óvæntum atvikum en það er bara til að hafa gaman að. Það hefur amk verið rætt lítillega að endurtaka leikinn á sumri komandi og jafnvel gjöra aðra tilraun við norðanverða ve(r)stfirði svona amk ef veðurguðirnir verða oss hliðhollir. Það væri amk gaman að heyra hljóðið í fólki sé það farið að spá í sumarið

Kv
Sumargleðin

miðvikudagur, janúar 21, 2015

Þriðji í skráningu 2015 AD

Svo þið segið það. Bara strax komið að þeim þriðja þetta árið og það á sjálfu 20 ára ammælisárinu. Hverjum hefði dottið það í hug. En hvað um það. Svona líkt og mörg hin fyrri ár fer skráning rólega af stað. En einhverntíma sagði tjellingin að mjór væri mikils vísi. Eigum við ekki bara að trúa því. Sömuleiðis sagði Jim Morrison, eða var það nakti índjáninn?,  við Wayne að ef hann bókaði þær myndi þær koma.

Þetta voru smá útúr dúrar. Sagan segir nú að bökunarmeiztar V.Í.N. ætli sér að koma með og bjóða upp á 20 metra langa franzka súkkulaði tertu á laugardagskveldinu er það vel.

Er er ekki bara málið að koma sér að máli málanna þessa vikuna sem er að sjálfsögðu nafnalisti hinna viljugu og staðföstu.


Ammælisgeztir;

Stebbi Twist
Krunka
Skotta
Bergmann


Ammælisjeppar:

Willy


Jæja það var mál málanna að hafa þetta sutt þess vikuna og því verður þetta ekki lengra að sinni.
Þanngað til í næztu viku

Kv
Skráningardeildin

miðvikudagur, janúar 14, 2015

Annar í skráningu 2015 AD

Góðan dag gott fólk. Já alltaf styttist í ammælis Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2015, ekki nema rúmlega 20 vikur. Já, allt að gjörast. Reyndar fyrir 20 árum síðan var farið í (Blaut)Bolagil kannski með aðeins öðrum formerkjum en eitt hefur ekki breyst sem er auðvitað að eiga góða helgi með skemmtilegu fólki.

Nú segir sagan það að von sé á einni gamali kempu. Sem var tíður geztur hér á árum áður og þá jafnan við góðan orðstýr. Kappi þessi gerðist síðan sendiherra í danaveldi og er nú að sinna ræðismannahlutverki í S-Þingeyjarsýzlu. Hér er að sjálfsögðu verið að tala um sjálfan og engann annann en Smartísinn. Ekki hefur kauði nú skráð sig formlega en við afhendingu trúnaðarbréfs minninst hann á að mæta og það af fyrra bragði. En hvað um það. Bara eins gott að Bergmann mæti svo að hann missi nú ekki út ár.

Hættum nú að hugsa um það og komum okkur að því sem máli skiptir amk þessa vikuna sem er að sjálfsögðu nafnalisti þeirra viljugu og staðföstu

Ammælisgeztir:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Bergmann


Ammælisjeppar:

Willy

...og fleira hefur skráningardeildin ekki um þetta mál að segja þessa vikuna

Kv
Skráningardeildin

miðvikudagur, janúar 07, 2015

Fyrsti í skráningu 2015 AD

Já gott fólk þið lásuð rétt. Þar sem nýtt ár kom fyrir tæpri viku síðan þá ætti það tæpast að koma neinum á óvart að skráning fyrir 20 ára ammælis Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2015 er hafin og nokkrir einstaklingar komnir á skrá. Er það vel.

Það hefur nú eitthvað vatn runnið til sjávar á þessum 20 árum og margar sögur orðið til. T.d af rauðhærða demparagyðingnum sem fékk, árið 1995, greiddar 10.000 íslenskar nýkrónur þá talsvert minna verðlausar en í dag, hjá einhverjum gaur til að sækja kærustu hanz í Stóru Mörk en þá vildi ekki betur til en svo að kella hafði fundið sér far innúr. Svo þetta var fýluferð nema fyrir vezkið hjá rauðhærða demparagyðingnum. Líka fer það í sögubækurnar þessa fyrstu ferð að sólin á Íslandi hefur aldrei verið eins sterk eins og frá miðjum laugardeginum og fram á sunnudag. Svona amk ef marka má öll þau brenndu bök og axlir sem komu heim eftir þessa fyrstu Helgina,

En nóg af söguskýringum, jafnvel er von á fleirum næztu vikur hver veit? Er ekki bara málið að koma sér að listanum góða


Eins og kom hér fram að ofan hófst skráning í síðustu viku og fór bara sæmilega af stað en ekki eins vel og hér fyrir eins og 8 árum. En hvað um það nú eru breyttir tímar.

Ammælisgeztir:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Bergmann


Ammælisjeppar:

Willy


Kv
Skráningardeildin

mánudagur, janúar 05, 2015

Um miðdegismálFyrst að nú er árið 2015 runnið upp með bætum hag og blóm í haga. Er þá ekki úr vegi að klára að gjöra árið 2014 upp í máli og myndum?

En þannig var mál með ávexti að helgi eina seinni parts október mánaðar skruppum við hjúin í örlitla og létta messudagsgöngu upp á fjall eitt á Reykjanesskaga. Fjall þetta ku víst nefnast Miðdegishnjúkur og er staðsettur við Kleifarvatn á Sveifluhálsi. En hvað um það.

Þetta var amk fagur haust messudagur og því kjörið að nota hann til smá útiveru. Alla vega þá gekk uppgangan stóráfallalaust fyrir sig og í kaupbæti fengum við smá snjó, alltaf gaman að því. Síðan má bæta því við að oss komust svo klakklaust aftur að Polly. Svo til uppfylla snert af einhverfunni hjá Litla Stebbalingnum þá þurfti auðvitað að taka hring og fórum við í gegnum Grindavík á heimleiðinni. Þegar þagað var komið rúntuðum oss aðeins um bæinn og m.a kíkjum á tjaldstæði bæjarins. Það verður barasta að segjast að það leit vel út og grinilegt. Spurning með útilegu þangað t,d í sumar þá væri hægt fyrir áhugasama að hjólheztast þangað, En hvað um það nú erum við komin út fyrir efnið.

Sum sé fyrirtaks messudagsrölt á auðveldan tind og séu einhverjir áhugasamir þarna úti má skoða myndir frá töltinu hér

Kv
Göngudeildin

fimmtudagur, janúar 01, 2015

Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurammælisferð 2015Þá er komið upp árið 2015 og vill undirbúnings-og eftirlitsnemdin senda lesendum sem landsmönnum öllum og jafnvel allum alheiminum hugheilar nýárskveðjur

Árið 2015 er nú þegar orðið merkilegt fyrir þær sakir að í ár eru slétt 20ár frá því að nokkrir hressir menntaskólapiltar héldu sitt perriat ásamt hinum ýmsu vinum og vandamönnum í (Blaut)Bolagili fyrstuhelgina í júlí. Síðan eru líðin 20 ár og hjá sumum er komið minna hár en meira mitti og ekki fallið úr eitt einasta ár. Hvet þó fólk til spyrja Bergmann hversu mörg ár í röð kauði hefur mætt í Mörkina eða Bása fyrstuhelgina í júlí

Eins og kom fram hér á undan þá hefr ekki fallið út eitt einasta ár frá því V.Í.N, hóf að halda sína árshátíð á þessum slóðum. Að sjálfsögðu á ekki að gjöra undantekningu þetta árið. Líkt og undanfarin c,a 9 ár þá hefst skráning núna í dag. Eða öllu heldur hófst hún á síðasta miðnæti.
Eins og svo oft áður þá er bara að skrá sig í skilaboðaskjóðunni hér að neðan. Nefna nafn og jafnvel jeppabifreið sé slík til staðar.
Koma svo allir og gjörum þessa 20 ára ammælis fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð sögufrægasta af þeim öllum

KOMA SVO OG LÁTA SJÁ SIG þó ekki nema væri aðra nóttina dagana 3-5. júlí nk

Kv
Skráningardeildin

P.s Skráning er hér með hafin