fimmtudagur, október 31, 2002

Fari það í hurðalaust helvíti!!!!!
Af hverju í skrattanum er þessi myndasíða í fokki. Það er ekki nema hluti af norðurhálendisskálaheimsóknarrigningartúrnum
okkar
Mér þykir tölvunörrarnir eitthvað vera klikka svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Laga takk ekki seinna en í fyrradag

miðvikudagur, október 30, 2002

jæja bíddu nú við hvar var ég...jú í önglinum. Góður félagi þarf að míga og hafði hann lofað því að inn skyldi nú snúa hið fyrsta. Ekkert bólaði á honum svo sekúndum skipti og voru menn farnir að hafa áhyggjur af honum. Fnæsingurinn barði kofann að utan og voru menn farnir að velta því fyrir sér hvort hann hefði fengið hjartáfall við að viðra á sér litla vininn fyrir framan Kára sem miðað við kuldadjöfilinn var í miklu stuði. Nei ekki var það nú svo gott(eða vont eftir því hvernig þú lítur lesandi góður á málið) því þegar út var komið hafði ferðafélaginn þreytti troðið sér inní Toggapabbabíl á nýjan leik og lamdi þar ímyndaðar húðir af miklum móð við háværa músík sem úr kagganum barst. Voru náttúruhamfarirnar slíkar að unun var á að horfa og sannaðist hið fornkveðna (eða alla vega eitthvað kveðna!!) "þá sjaldan telst maður dauður þá er trommað getur"
Eftir þetta gerðist nákvæmlega ekki rassgat.
Talandi um rassgat því þegar vaknað var (eins og talandi um kamarinn í Emstrum...þið sjáið tengslin ég held rauða þræðinum í sögunni!!! hvað er þetta kallað í íslenskunnni Nóri??) þá þurfti sá sem þetta talar (eða skrifar) að heimsækja kofa einn ekki svo langt frá því matarbyrgðir gærkvöldsins voru farna að ulla (var þetta í 368 skipti í þessari ferð sem undirritaður þurfti að bregða sér úr partýi í þessum erindagjörðum.....að fróðra manna sögn....ein spurning hver nennir að fylgjast með klósettferðum???). Sá fær ekki mörg prik. Greinilega langt um liðið síðan hann hafði verið þrifinn og var ekki langt í að hann myndi springa!!!!. Var undirritaður manna fegnastur að vera sloppinn úr prísundinni.
Svo var ekið að Langasjó. Lítið fréttnæmt gerðist þar nema ef vera skyldi að við keyrðum í vatni þar sem Toggapabbabíll fékk nýtt hlutverk sem ísbrjótur. Var það helvíti hressandi.Einnig skal það nefnt að þetta svæði er alveg viðbjóðslega fallegt. Vatnajökull skammt frá og sást í Hvannadalshnjúkinn og fleiri góða tinda.
Eftir áningu í Sveinstindi þar sem etið var og smá jeppó var komið að Landmannalaugum. Þar var krotað í gestabók eins og alls staðar þar sem við komum held að nöfn okkar hafi fyllt hátt á annann tug gestabóka í þessari ferð. Svo var druslast í laugina sem var ekki í stuði og er Suðurlandsskjálftanum ógurlega sem lagði borg og bý í rúst hér árið 2000 kennt þar um. Svo var komið í Hrauneyjar go svo heim.
Má vera að ég sé að gleyma einhverju en mér er skítsama þarf að fara að vinna og læt þetta þetta nægja í bili
Góðar stundir
P.s. ferðafélagar voru Toggi,Maggi,Stebbi,Nóri, Viggi og svo undirritaður og held ég lesendum spikspenntum enn um hver sé öngullinn....fylgist með næst það er aldrei að vita að maður láti upplýsingarnar frá sér!!!
Þeir sem telja sig vita hver er hripi bara eitthvað niður í öskrið

þriðjudagur, október 29, 2002

Þá er komið að kryddi í góðan kviðling nafna míns.
Eins og hann komst að orði var ekki lagt af stað í fínan túr fyrr en efitir dúk og disk og var mér (stóra stúf) og Stebba (minnsta stúf) auk bíls sem skv. eiganda er dvergur með tröllatyppi, kennt þar um. Þeim sem lesa er bent kurteisislega á að ferðafélagar voru svona hér um bil 34 sek á undan okkur í Heiðarásinn þannig að ef einhver vill kenna okkur um þá er það fint en ég hlusta ekki á það.
Nú pylsan á Hvolsvelli smakkaðist prýðilega eins og vanalega enda ekki amalegt að láta gelgjur dauðans afgreiða sig og hlusta svo á bestustu hljómsveit spila á tónleikum (þeir sem til þekkja vita hvað gæðaband ég er að tala um)
Í Emstrur var komið eftir að hafa týnst og skal góðum ferðafélögum bent á að það er ágætisregla að stoppa á þegar beygt er út af vegi og inn á slóða sem er ekki merktur. Þeir taka það til sín sem eiga en þetta hafðist allt saman að lokum. Það skal tekið fram að þeim sem á undan komu í Emstrur (þeir eru nú ekki alveg vonlausir) þeim hafði með ágætum tekist að hita upp kamarinn.
Talandi um kamarinn, áður en lagt var af stað úr Emstrum þá fóru tveir VÍNLIÐAR og fallprófuðu rótþrónna með kofanum á og fær það toppeinkun (ólíkt skíthúsinu í Skælingum sem vikið verður að á eftir). Þessi rotþró var björt, rúmgóð og hentar af vel í meðferð fyrir þunglyndissjúklinga. Sérstaklega mæli ég með því að steinum sé grýtt í húsið eins og minnsti stúfur gerði í gríð og erg þegar verpt var. Það kemur svo skemmtilegt tunnuhljóð í húsið.
Nú í Skófluklif var áð og dáðst að skálanum eins og Jarlinn af Jöklafoldi komst að orði. Áður en að því kom hafði nákvæmlega ekkert gerst nema ef vera skyldi sandstormur af stærri sortinni sem gerði menn, konur og heimilisdýr alveg blind um stund en vegurinn fannst að lokum. Okkur sem þarna vorum á ferð þótti æði hreint merkilegt hvað maður er fáránlega nálægt Mýrdalsjöklinum á Mælifellssandinum. Það er varla 10-15 mín akstur upp á jökulinn.
Fátt markvert gerðist áður en komið var í Álftavatnakróka nema Toggi gerði heiðarlega tilraun til að drekkja Toggapabbabíl í Hólmsánni en tókst ekki. Annað sem vakt athygli ferðalanga var hversu allir vegir voru rosalega skornir og illa farnir. Var vatnsveðri miklu sem um svæðið hafði arkað 2 vikum áður kennt þar um.
Að endingu var komið í Skælinga og eins og VÍN-liða er von og vísa var farið að éta og bæta á belginn á sér. Síðan var örlítil drykkja sem þó ekki var meiri en svo að menn voru lagstir til hvílu uppúr 02:00. Einhver nefndi þetta sænsku aðferðina: byrja snemma og hætta snemma.....ég kaupi það og legg ég til að í framtíðinni verði þetta nafn notað ef drykkjan er í civilseraðri kanntinum (má leiða að því líkum að við þurfum ekki að nota þetta nafn oft!!!!)
Einn félagi tók reyndar allhressilega á því skv gamalli venju (þó svo að um ofneyslu áfengis hafi ekki verið að ræða.....þeir sem með voru i för skilja hvað ég er að fara) því eftir drykkju lauk með slurpi af strohi þá var haldið út í bíl og hlustað á takfasta músík og reynt að dilla sér við (gekk nú eitthvað hálfilla við 6 í Toggapabbabíl sem rúmar 7 max...ég veit bara ekki af hverju þetta stafar!!!). Víkjum aftur að félaga vorum og hættum að tala um þetta dansidótarí (við þurfum aðeins stærri sali undir slíkt). Eitthvað var Óli Lokbrá að stríða honum því öngullinn var kominn í hann (öngull= liggur sofandi fram á hnén á sér og hreyfist ekki spönn frá botni) í hann. Tekin var sú diplómatiíska ákvörðun að drusla manninum inn sem var og gert. Ekki vildi hann til hvílu leggjast heldur kváði hann við að hann þyrfti að losa sig við bjórinn.....framhald á morgun heimilsfólk hér þarf víst að sofa þó svo að enginn öngull sé komin í þau.....enda erum við ekki í Toggapabbabíl
Jæja það er ekki búið að heyrast í okkur í nokkurn tíma, því kemur ferðasagan hér í smá máli.

Brottför frá Heiðarási á föstudeginum um 21 leytið (Þurfum að bíða eftir næst minnsta stúf og stóra stúf). Þaðan lá leiðin beint á Hvolsvöll þar sem 190 kr pylsan var borðuð með bestu lyst. Eftir hana var keyrt beinustu leið í Emstrur þar sem gist var.

Snemma á laugardagsmorgni var liðið ræst og komið sér út í bíla. Úr Emstrum var stefan sett á Skófluklif þar sem Útivist er að byggja stórglæsilegan skála. Eftir að hafa dást aðeins að þessum skála voru bílarnir ræstir og haldið að stað í Álftavatnaskróka, mættum við þangað aðeins of snemma til að hefja drykkju. Því var stefnan núna sett á Skælinga og mættum við þangað um 18 leytið ,þar sem er alveg þræl góður skáli. Þar hófst svo át-veisla að hætti VÍN með tilheyrandi feitu keti og öli.

Mjög snemma næsta morgun var vaknað skálinn þrifinn og keyrt sem leið liggur inn að Langasjó og Sveinstindi þar sem snætt var. Eftir það var tekin einn ein stefnan og núna var hún sett á Landmannlaugar í 100m sprett lella hlaup. Sem tókst með eindæmum vel.

föstudagur, október 25, 2002

Dagskrá VÍN um helgina er eftirfarandi:

Brottför kl 19:00 frá Heiðarási. Þaðan er stefnan sett eitthvað áleiðis upp Fljótshlíðina líklega inn í Emstrur eða eitthvað lengra þar sem gist verður. Á laugardeginum er stefnan sett á Álftavatnskróka, Sveinstind eða Skælinga eftir því hvernig stemmningin er.
Sunnudagurinn fer í að dóla sér heim og skoða merkilega hluti á heimleiðinni......og ekki er veðurspáin að spilla fyrir helginni þannig þetta lýtur þræl vel út.

fimmtudagur, október 24, 2002

Jibbí jei jei jei Þá er ég loksins búin að fá nýjan geislaspilara í bílinn minn. Djöfulsins þjófa fífl að ræna mann svona. Toggi skellti tækinu í fyrir mig áðan og það var þvílíkt stuð á heimleiðinni með græjurnar alveg í botni. Get nú loks lagt ferðageislaspilaranum. Takk fyrir Toggi.
Jæja núna er seinasti kosninga dagurinn. Því á morgun verða kunngjörð úrslit um hvert VÍN ætlar að fara um helgina.... fylgist spennt með og nýtið atkvæða rétt ykkar og kjósið.

PS. Arnór til hamingju með ammlið. Mér hlakkar til að borða kökuna um helgina.

þriðjudagur, október 22, 2002

Þessi bölvaði golfleikur gerir mann alveg sjóðandi einhverfan. Ég er búinn að gleyma mér í tæpan klukkutíma!!!!!
Fuss og svei
En nú styttist í túrinn. Fínaris veðurspá og allir í hoppandi glaðir og teitir með það.
Sjipp og hoj sjipp og hoj og Simbi sjóari
Verð að vera sammála síðasta ræðumanni að þetta var góður dagur fyrir okkar menn í hafnarborginni.
Hins vegar vil ég benda þeim sama á að leita sér læknismeðferðar við þessu VÍNleysi. Þvílíkt þrek og þor
að standast þetta og segja frá þessu!!!!! Þú gætir kannski kennt okkur hinum hihihi
Hún talar reyndar um að hún muni fá sér hóstamixtúru til að lina sóttina og önnur mein
um næsti helgi þannig að við skulum vona að hún lifi þetta af!!!!!
Það er nú ekki sniðugt að þú sért að setja svona snilldar tengla á síðuna Magnús. Þetta er alveg svona dót sem ég festist í. Er búin að prufa og náði hole in one á 15 og 16 holu. Ansi gott bara. Ég ætla nú samt ekkert að tala um heildarskorið.

Þetta er annars þessi fíni dagur. Kom heim úr vinnunni, settist fyrir framan sjónvarpið og horfði á Liverpool sigra Spartak Moskva 3 - 1. Alltaf góðir dagar þegar Liverpool vinnur. Ekki versnaði dagurinn nú þegar ég sá svo að Arsenal hafði tapað á heimavelli fyrir Auxerre.

Ég held að ég hafi sett nýtt VÍNmet um helgina. Var edrú þriðju helgina í röð. Í fljótu bragði get ég ekki munað að nokkur VÍNverji hafi afrekað annað eins. Nú bíð ég bara spennt eftir næstu helgi. Það er kominn tími á bjór og Malibu.

Það vantar einn möguleika í þessa kosningu hérna á síðunni. Að fara ekkert. Ég kýs það fyrir VÍNverja þar sem ég kemst ekki með í ferðalag um helgina.
Þetta er alveg snilldar tengill sem mér var bent á fyrir þá sem leiðast í vinnunni eða í skólanum.
Hérna kemur veðurspáin fyrir næstu helgi:

Á laugardag, sunnudag og mánudag: Norðaustlæg átt og víða él. Heldur kólnandi veður.

Þokkalega snilldar veðurspá fyrir jeppa og útivistarfólk.....þannig núna er bara haka við í kosningunni og drífa sig með VÍN á fjöll um næstu helgi.

mánudagur, október 21, 2002

Nú getur almenningur haft áhrif á það hvert VÍN fer um næstu helgi. Veldu þann stað sem þú telur heppilegast að VÍN verði.


VÍN Ferðakosning

Hvert á VIN að fara helgina 25. - 27. okt.?
Hrafntinnusker
Arnarvatnsheiði og Hveravelli
Sveinstind
Álftavatnakrók
Veiðivötn

Current results
Alxnet Free Web Tools

fimmtudagur, október 17, 2002

Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni styttist sífellt í Le Grand Buffet 2002, sem er mikið ánægjuefni. Það er hins vegar algerlega óákveðið hvernig matseðillinn á að líta út. Það er mín persónulega skoðun að það megi breyta út frá þeirri þreyttu venju að vera með lambalæri, ég vil NÝUNGAR! Fróðlegt þætti mér að fá ábendingar ("shout out" hér að neðan) frá mönnum um hvað mætti hafa á matseðlinum. Allar hugmyndir vel þegnar.
Vegna mikils þrýstings á undirritaðan um að uppfæra Le gran túrinn hefur hann loks látið undan. Myndir úr seinasta hluta ( Part III ) ferðarinnar eru komnar inn á myndasíðuna......Vúbbí

Slóðinn á Part III er: http://www.pbase.com/vinvinvin/part_iii

Þar með er ég búinn að setja allar mínar myndir inn á netið. Ef einhverjir aðrir en ég vilja setja myndir þarna inn geta þeir eða þær haft samband við undirritaðan eða Vigni og fengið að setja inn sýnar myndir..........því fleiri myndir því betra.

Kveðja
Maggi

miðvikudagur, október 16, 2002

Sá í fyrsta skipti í gær þáttinn Piparsveininn (The Bacelor) á Skjá einum (ekki seinna vænna). Þar sem þetta var síðasti þátturinn í þáttaröðinni var komið að kallinum (man ekki hvað hann heitir, en virðist vera amerísk útgáfa af Loga Bergmanni Eiðssyni, þó að því undanskildu að hann virtist hafa nóg af dollurum á milli handanna, þannig að við köllum hann bara hér eftir Loga) að velja hvaða stúlku hann ætlaði að trúlofast. Verð að játa að það var nokkuð auðvelt að setja sig inn í vælið og væmnina í þáttunum og ég var alveg sammála kallinum um kelluna sem hann valdi (veit held ekki hvað hún heitir en virtist vera bústin útgáfa af Britney Spears, þannig að hér eftir köllum við hana Britney), hin kellingin virtist bara svo leiðinleg greyið. En ég mæli með því ef þið hafið ekkert annað að gera en að horfa á Granna (þetta á sérstaklega við um einn einstakling í hópnum, væntanlega af því að hún er ekki piparsveinn!!), ekki sleppa því fyrir The Bachelor. Annars veit ég ekki alveg hvað ég er að tala um hérna á VÍN-blogginu, ég er sennilega kominn út fyrir öll velsæmismörk VÍN-verja og út í einhverja algera steypu. Greinilegt að maður er farinn að skrifa hérna hvað sem er bara til að skrifa eitthva, best að koma sér heim og horfa á leikinn! Áfram Ísland burt með Atla Mikson!

þriðjudagur, október 15, 2002

Drésasonurinn skal eiga heila og góða þökk fyrir framtakssemina og gríðarleg afköst í tölvunördajobbinu. Meira af þessu takk!!!
Maður hefur varla undan að góna á myndir, jedúddamía ég var alveg búinn að gleyma hvað það var gaman að gösslast um norðurhálendið.
Einnig þótti mér nú ekkert leiðinlegt að sjá okkur félagana og vora vini á fylleríi í Þórsmörk eins og við séum nýlentir úr Grímsnesinu nánar tiltekið úr Sólheimum
Ef eyrun væru ekki farartálmi á góðri leið glottsins á sumum þá myndi hausinn hrökkva í tvennt hihihi.
Og talandi um fyllerí (þetta kemur nú á óvart!!) þá vil ég benda landi og lýð (jú og áköfum lesendum ævintýra lífsnautnafélagsins Vinafélags Íslenskrar Náttúru, til
sjávar og sveita) á að nú styttist óðum í að við þyngjumst allhressilega með smjatti á feitu kjöti og mjólkurinntöku í massavís því nú líður senn að Le Grand Buffé. Menn, konur og dýr ættu að fara að setja sig í stellingar því það er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Fylgist með frá byrjun!!!

Jamm, sorrý Bobbý, en Maggi er búinn að setja helling af myndum á netið hjá okkur! Greinilega nóg að gera í vinnunni hjá honum, mætti halda að þar væri ríkisstarfsmaður á ferð. Fyrir þá sem ekki höfðu tekið eftir því er linkað yfir á hvern kafla á myndasíðunni okkar hér vinstra megin (er það vinstra eða hægra megin!!!???) á síðunni. Maður hefur varla við að uppfæra linkana meðan Maggi er svona duglegur að skella inn myndum. Mér skilst á honum að það sé von á þriðja og síðasta myndakaflanum úr Gran Túrismó á morgun, hlakka til að sjá hann!
Yes sorý bob ég er búinn að setja inn enn fleiri myndir af okkur Le Gran Túrismó ferðinni.

Þetta er Part II sem er kominn inn núna og er þá bara einn partur eftir bíðið spennt eftir honum.

Slóðinn er: http://www.pbase.com/vinvinvin/le_gran_trism_part_ii

mánudagur, október 14, 2002

Jæja þá er ég búinn að setja inn enn fleiri myndir á myndasíðuna okkar.

Þetta eru myndir af LE GRAND TÚRISMÓ. (Ath þetta er bara fyrri-hlutinn af ferðinni)
Jæja það eru komnar fleiri myndir á myndasíðuna.

Þetta er myndir af okkur nöfnunum ásamt tveimur öðrum í ísklifri í Gígjökli.

föstudagur, október 11, 2002

Vegna anna í vinnunni í morgun tók ég mig til og setti upp myndasíðu fyrir VÍN.

Þetta er bara prufa eins og þetta er núna og munu fleiri myndir bætast inn eftir helgi.

Slóðinn er: http://www.pbase.com/vinvinvin/

PS. ALLIR AÐ MUNA AÐ SKRIFA Í GESTABÓKINA.
Jæja skynsemin verður fyrir valinu þessa helgina. Því VÍN félagar ætla að fjölmenna í Gígjökul um helgina (allavega laugardag). Þar sem þeir ætla að stunda hina miklu íþrótt ís-klifur.

Ég er bara að verða fastagestur í jöklinum því þetta er í 3 skiptið í haust sem ég fer þangað og um seinustu helgi var ég þar bæði laugardag og sunnudag........maður ætti að fara að þekkja þennan jökul nokkuð vel....... :- )

fimmtudagur, október 10, 2002

.........Hvað er að gerast núna, veðurstofan spáir ekki rigningu fyrir helgina, það hefur ekki gerst svo lengi að elstu menn munu bara ekki eftir örðu eins. Því eru flest allir vínverjar með höfuðið í bleyti um hvert skal halda um helgina. Sú frumlega hugmynd um að fara í Landmannalaugar kom upp .......... en því miður er kominn biðlisti í skálann um helgina. Það er ófært inn í Þórsmörk vegna vatnavaxta.

Þannig nú er það spurning um að velja skynsemina eða Hverfisbarinn eins og nafni minn kvað um.
................Ég styð skynsemi en hvar á að stunda hana ?

Tillögur sendist á Magga.
Júgóðanogmargblessaðandaginn þá hefst á nýjan leik hinn eilífi höfuðverkur VÍN-verja um hvort eigi að velja.....skynsemina eða Hverfisbarinn því jú það er að koma að helgi og miðað við aldur og fyrri störf þá er það jafn áreiðanlegt og klukka að við spígsporum inn á Hverfisbarinn síðla kvölds á föstudegi og laugardegi og beiðumst rússnesks kókaíns barþjónum staðsins til mikillar ánægju og yndisauka.
Því skvetti ég þeirri spurningu framan í menn hvert halda skuli. Ef ég tala fyrir minn kjaft (sem er nú nokkuð stór alla vega miðað við hvað ég borða mikið og tala mikið líka!!!!)þá er ég komin með alvarleg fráhvarfseinkenni af fjallaferðum. Það er ansi langt um liðið því miður.
Góðar stundir

þriðjudagur, október 08, 2002

Helgin.......05-06 okt.

Jæja þessi helgi fer nokkuð hátt í einkunn yfir skemmtileg heit. Vaknað var kl 06:00 á laugardagsmorgun til að koma sér niður í fbsr-hús. Þaðan var stefnan sett á Gígjökul í ísklifur. Sem heppnaðist alvegmeð eindæmum vel þennan daginn, það var um 15 stiga hiti á jöklinum, bongó blíða og fullt prílað þennan dag ...sem sagt alger snilld.

Eftir laugardagsprílið var stefnan sett í Tindfjöll til að hitta B1 sem var í sinni árlegu rötunarferð. Gist var í Tindfjöllum í þessu hífandi roki yfir nóttina (sem betur fer vorum við í skála).

Á sunnudeginum var ekki alveg eins gott veður á jöklinum, rok og rigning þannig jökulinn var ekki alveg eins skemmtilegur þennan daginn......en engu að síður var klifrað í einhverja tíma sér til ómældrar bleytu og ánægju. Þaðan var stefnan sett á Hlíðarenda og fengið sér pylsu (Smá níska sem er kominn í 190kr).

Þannig þetta var alveg þrælgóð helgi.

mánudagur, október 07, 2002

Skellti mér, ásamt vinnufélögunum, í GoKart á laugardaginn og verð ég eindregið að mæla með því við alla spennufíkla. Var í harðri baráttu allan tímann og ég held að framúrakstrarnir hjá mér hafi verið um 7 í keppninni. Reyndar var keyrt fram úr mér 5 sinnum þannig að ég náði að vinna mig upp um 2 sæti. Eftir GóKart fórum við í afslöppun í Bláa Lóninu. Bláa Lónið klikkaði ekki frekar en fyrri daginn (ég tala nú ekki um eftir GóKart og nokkra bjóra). Um kvöldið var svo farið út að borða á Einari Ben og var maturinn þar með ágætum. Kíkti á fjóra skemmtistaði aðfaranótt sunnudagsins og einhverra hluta vegna var lokuðu þeir allir á meðan dvöl mín þar stóð yfir. Það kom mér á óvart hversu mikið fjölmenni var á Nasa en hins vegar var fátt sem kom á óvart á Kaffi- og Hverfisbarnum (enda er ég orðinn einum of tíður gestur á þessum stöðum). Ég endaði svo kvöldið (morguninn) á að skrölta á 22 og berja á dyrnar í uþb. hálftíma til að láta önugan dyravörð hleypa mér inn, en ég var ekki fyrr kominn inn en slökkt var á tónlistinni og dyraverðir staðarins sópuðu gestum hans út!

laugardagur, október 05, 2002

Fór í gær í kvikmyndahús að sjá Insomnia. Myndin stóð að mestu leyti undir væntingum. Það sem kom mér helst á óvart við myndina er að söguþráðurinn er ekki afturábak og sögupersónurnar þjást ekki af meiriháttar minnisleysi. Reyndar verður að játa að í lokin verður myndin nokkuð væmin (næstum því jafn væmin og Shregg-bloggið og þá er nú mikið sagt!) en það er bara nokkuð sem maður verður að sætta sig við þegar amerískar kvikmyndir eru annars vegar. Þrátt fyrir það get ég fyllilega mælt með myndinni.

föstudagur, október 04, 2002

Eins og margir vita stefnir VÍN á skíðaferð til Ítalíu, nánar tiltekið til Val di Fiemme, þann 15. janúar næstkomandi. Ég hef verið að tjékka á heimasíðum á netinu um Val di Fiemme og þetta er það helsta sem ég fann:
http://www.mondoalpino.it/webcam.htm - síða með vefmyndavél af svæðinu (er samt ekki alveg viss um áreiðanleika myndanna!!)
http://www.skicenterlatemar.it/english/flash.htm - ágætis síða með kortum og þess háttar
http://www.dolomitisuperski.com/fiemme/default.asp?l=3 - ágætis alhliða síða
http://www.valdifiemme.it/ - örugglega nokkuð góð síða ef maður skilur eitthvað í ítölsku
http://www.skiinfo.it/destinations/detail.jsp?product.skiinfo.DESTID=EITVALDIFIE - frekar slöpp síða
Ef þið vitið um fleiri síður um svæðið endilega sendið látið mig vita með tölvupósti á vignir@jonsson.is
Jæja þá er enn einn föstudagurinn runninn upp og helgin blasir við....... Vúbbbí.....

Stefnan þessa helgina er sett á Ísklifur í Gígjökli með FBSR. Þar ætlar minn að reyna að miðla reynslu sinni áfram til þeirra sem eru ekki jafn færir og ég.

Veður spáin er reyndar ekki upp á marga fiska en maður hefur svo sem sér rigningu áður.


Blöndahlinn þakkar hlý orð í sinn garð en minnir jafnframt á það að fyrst að íbúar miðdepils alheimsins tóku upp á því að vinna þjóðhátíðaríbúa þá þurfum við víst að spila annann leik (sem ég veit ekki hversu gáfulegt er...ég meina við gætum lent á móti Haukum eða einhverjum öðrum eins náttúruhamförum) og gætum þurft að vinna hann líka og leggja eitthvað á okkur shit!!!!
Við skulum bara vona að við mætum Árbæjarnegrunum og þá verður stuð......
Ein leiðrétting hér í lokin: Eins og ég hafði nú gaman að lesa bloggið hans VJ um þá góða vana VÍN-verja að standa sig í bikarkeppnum þá vil ég benda á það að Kópavogsbúar þurftu ekki framlengingu til að senda þessa aumu skersíbúa grátandi heim....en það hefði bara verið skemmtilegra hehehehe

fimmtudagur, október 03, 2002

Þær virðast ekki endaslepptar hamfarir VÍN verja í bikarkeppnum þessa dagana. VÍN er nýbúið með stuðningi sínum að aðstoða meistaraflokk Fylkis við að hampa Coca Cola bikarnum. Nýjasta sagan er hins vegar sú að VÍN verjinn Magnús Blöndahl tryggði Breiðablik ótrúlegan sigur á ÍBV í 32ja liða úrslitum í bikarkeppni karla í handknattleik í gærkveldi. Magnús náði að koma þrumufleyg sínum í markið rétt áður en lokaflautan gall í framlengingunni og sitja því eyjamenn eftir með sárt ennið. Að sjálfsögðu óskar VÍN öllum Kópavogsbúum til hamingju með árangurinn.
Um helgina var Flugröst opin fyrir fyllibyttum og að sjálfsögðu lá leið VÍN verja á staðinn, við höfum nefninlega einstakt lag á því að þefa uppi ókeypis áfengar veigar. Eftir afmæli hélt hluti hópsins (þe. sá hluti þeirra sem í afmælinu voru sem eru gegnheilir fylkismenn) á Fylkisball á Grand Hótel. Segja þeir sem til þekkja að stemmningin hefði verið gríðar góð, jafnvel þó sumum endist ekki minni til að muna eftir allri stemmningunni á svæðinu, enda Fylkir nýbúnir að hampa Coca Cola bikarnum. Áfram Fylkir!
Vill VÍN hérmeð koma á fram þakklæti til þeirra sem að partýinu í Flugröst stóðu, þe. Nóra og Dengsa og auk þess vill VÍN nota tækifærið og óska Nóra til hamingju með nýju gleraugun sín.