sunnudagur, júní 01, 2008

Hátt upp

Nú er júní runninn upp bjartur og fagur. Líkt og oft áður er ætlunin að ganga yfir Fimmvörðuháls um Jónsmessuhelgina og þá er um að gera að nota tímann til æfa sig í V.Í.N.-ræktinni þanngað til.
Næzta þriðjudag er stefnan að ganga á Hátind Esju, en það vill svo skemmtilega til að Hátindur er einmitt ekki hæsti punktur Esjunnar. Skemmtileg tilviljun það.
Þar sem það má reikna með því að gangan taki örlítið lengri tíma en venjulega þá held að málið sé, rétt eins og síðasta þriðjudag, að hittast í N1/Subway í Mosó og þá kl:18:30 svo að fólk ætti að geta verið komið heim á kristnilegum tíma og náð þriðjudagsdjamminu niðri í bæ.

Að lokum er rétt að birta dagskrána fyrir júnímánuð til að minna fólk á það sem er á dagskrá og svo er hægt að skoða prógramið hér til hægri alla aðra daga.

Júní

3. júní Hátindur Esju
10. júní Hafnarfjall
17. júní Hjólatúr á Brúðubílinn
24. júní Grímannsfell


Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!