sunnudagur, júní 08, 2008

Undir Hafnarfjalli

Þá er komið að lið vikunnar í V.Í.N.-ræktinni þetta sumarið.
Eins og flestir vita er V.Í.N. félag fornbókmennta og útaf því er ætlunin að vera á slóðum Mr.Skallagrímssonar komandi þriðjudag, í það minnsta horfa yfir Borgarnes og Brákeyjarsund. En nóg um íslendingasögur.
Það er sum sé stefnan að ganga á Hafnarfjall þ.e. fara í utanbæjarför út í sveit. Eins minnst var á hér rétt á undan er þetta úti á landi og það þarf m.a.s. að fara undir eitt stykki fjörð til að komast að fjallinu. Vegna þess að um lengri veg er að fara þá væri kannski ráð að vera í fyrra fallinu og jafnvel þá fyrr en síðustu tvo skipti. Þó svo að tímasetningin sé önnur þá hefur meeting point ekki breyst og hittast skal á N1/Nesti í Mosó kl:18:00 á þriðjudag 10.júní n.k.
Niðurstaðan er því Hafnarfjall á þriðjudag og hittingur kl:18:00 á Esso í Mosfellssveit. Vonandi að sem flestir sjái sér fært um að mæta og þá af báðum kynjum.

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!