þriðjudagur, júní 17, 2008
Góðir Hálsar
Það þarf vart að taka það fram að núna um komandi helgi þá er það Jónsmessuhelgin og þá er stefnan að ganga Fimmvörðuháls. Rétt eins og í öll hin skiptin sem gengið hefur verið yfir 5vörðuhálsinn þá er ætlunin að fara inn í Bása á fimmtudagskveld til að ná tjaldstæði og fara með dót.
Því eru það vinsamleg tilmæli til þeirra sem hug hafa á því að fara að hafa sig klára á fimmtudag og koma sínum farangri til undirritaðs eða annara sem ætla með á fimmtudeginum.
Ekki er nú kominn nákvæm tímasetning á brottför en reikna má með að það verði um kveldmatarleytið og verði ekkert dót komið eru þeir einstaklingar bara ýkt óheppnir.
Sum sé farangursferð á fimmtudagskveldið og væri ágætt að vera kominn með farangur frá fólki sem það nennir ekki að bera á fimmtudag amk fyrir brottför
Takk fyrir
Kv
Göngu- og jeppadeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!