mánudagur, júní 30, 2008
Þvermóðskufell
Það þarf vart að koma fáum á óvart með því að hluti af V.Í.N. lagði leið sína úr bænum um helgina. En vegna menningarviðburða þá var förin í styttri kantinum.
Bogi og Logi lögðu leið sína á Blondí upp á Uxahryggi þar sem gengið var á Þverfell. Var það létt verk en aftur sannaðist að það er hvasst á toppnum. Ójá. Síðan hófst leitin af tjaldsvæði sem endaði með því að slegið var upp tjöldum í Hvammsvík. Síðan var smá bíltúr á laugardeginum um Meðalfellsdal og endað í sundi í Mosó. Síðan var grillað í Bryggjuhverfinum og hjólað á tónleika um kveldið. Höfum ekki fleiri orð um það og látum myndir um afganginn. Þær er hægt að skoða hér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!