mánudagur, júní 23, 2008
Fimman þetta árið
Nú um síðustu helgi fór göngudeildin í sína fimmtu ferð yfir Fimmvörðuháls um Jónsmessuhelgina. Allt var eftir föstum venjum og farangur og bíll skilin eftir í Básum á fimmtudeginum og síðan gengið yfir hálsinn aðfararnóttlaugardags. Gangan að þessu sinnu tók rétt um 7 klst eða 7:08 hjá undirrituðum. Munar um einhverjar min. til eða frá hjá fólki. Allir komu þó á svipuðum tíma og á góðum tíma. Þeir sem skipuðu þetta ferðalag voru:
Stebbi Twist
Maggi á móti
Gaui
Raven
Danni Djús
Huldukonan
Tiltektar-Toggi
Fínasti hópur það þrátt fyrir að nokkrir fastamenn hafi verið uppteknir við opinberar heimsóknir utan landssteinana. Þar sem engin hefur áhuga að lesa þetta þá er barasta bezt að koma sér að aðal atriðinu og því sem á að segja meira en mörg orð en það eru myndir. Gott væri að fólk tæki sér góðan tíma því þetta er góður slatti að stafrænum minningum. Nálgast má myndir hér.
Að lokum þakkar göngudeildin fyrir sig. Hvort sem fólk lappaði yfir, kom á laugardeginum eða bara hitti okkur innfrá.
Kv
Göngudeildin í samstarfi við jeppadeildina
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!