mánudagur, júní 02, 2008

Geirmundur og félagar



Hérna var talað um það að skella sér úr bænum um síðustu helgi. Það endaði svo með því að Ripp, Rapp og Rupp fóru um borð í Blondí á flöskudagskveldinu og settu stefnuna norður í land.
Helgin var í stuttu máli að haldið var í Skagafjörðinn og grunnbúðir reistar á Bakkaflöt á föstudeginum. Þar var aðeins bragðað sér á öli en allt fór þó vel fram.
Laugardagur byrjaði með rigningu en þegar stytti upp var skundað á Mælifellshnjúk. Er niður var komið var norðurlandsdeildin mætt á svæðið. Eftir að hafa skolað af sér skítinn var grillað. Síðan hófust aðalfundarstörf með norðurlandsdeildinni fram eftir kveldi.
Messudag var tekið saman, haldið í Grettislaug og rennt við í Kántrýbæ sér til snæðings á heimleiðinni.
Einhver sagði að myndir segðu meira en þúsund orð og látum á það reyna. Hérna er hægt að skoða frá ferðinni.

P.s Sjálfsagt mun svo Skáldið koma sínum myndum á lýðnetið innan tíðar. Fylgist því með

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!