laugardagur, júní 07, 2008

Næst hæðsti punktur




Svona rétt eins og glöggir lesendur höfðu sjálfsagt tekið eftir þá stefndi V.Í.N.-ræktin á Hátind Esju síðasta þriðjudagskveld. Það er skemmst frá því að segja að 5 fræknir drengir lögðu land undir fót og valhoppuðu á Hátind. Þeir sem leiðangur þennan skipuðu voru:

Stebbi Twist
Danni Djús
Raven
Maggi á móti
Blöndudalur

Þrátt fyrir að túrinn hafi tekið um 3,5 klst og oft var á brattann að sækja þá skiluðu allir sér þokkalega heilum niður aftur og pulsuðu sig upp í Mosó þegar allt var yfirstaðið. Svo er barasta um að gjöra að fjölmenna næzta þriðjudag.
Ef einhverjir skyldu svo hafa áhuga þá er hægt að skoða myndir hér.

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!