þriðjudagur, júní 24, 2008

Sjáðu fjallið þarna? Þarna fórum við upp




Það þarf vart að taka það fram að í núna í kveld var V.Í.N.-ræktin á dagskrá. Nú var það Grínmannsfell sem lá undir fótum vor. Hæfilegt fell það eftir afrek síðustu helgar, flestir sammála um að það mátti alls ekki meira svona eftir atvikum. En hvað um það. Þeir sem hittust í Mosó voru:

Stebbi Twist
Talsmaður Vodafone
Tiltektar-Toggi
Hvergerðingurinn

Allir áttu það sammerkt að vera óðum að jafna sig eftir Jónsmessuhelgina. Mis mikið þó. Allir komumst hæfilega vel frá þessu öllu saman. Myndavélin var að sjálfsögðu með í för og er það sem þaðan kom hér.

Kv
Göngudeildin

E.s Síðdegis í gær skruppu Bogi og Logi í stuttan hjólatúr um úthverfi, kringum golfvelli og nágranna sveitarfélag. Hafi einhver áhuga eru myndir hérna

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!