sunnudagur, júní 22, 2008

Grínmannsfell



Nú þegar vel heppnari Fimmvörðuhálsgöngu er svona rétt nýlokið er ekki úr vegi að hugsa strax að næstu göngu.
Jamm, V.Í.N.-ræktin heldur áfram þrátt fyrir Fimmvörðuháls og nú á þriðjudaginn er það Grímannsfell eða Grínmannsfell eins og spjátrungarnir orða það. Þar sem fell þetta er staðsett í Mosfellsdalnum, rétt í bakgarðinum hjá Húsi Skáldsins, þá er það málið að hittast á Esso í Mosó. Skilst að slíkt hafi áður verið gjört. Tímasetning? Já, ætli það sé ekki ágætt að vera á staðnum svona klukkan 19:00. Svo er barasta um að gera að ganga sig niður

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!