fimmtudagur, júní 05, 2008

1, 2, 3, 4, 5vörðuháls



Það er víst komið sumar og sólin skín stundum í heiði og lóan syngur hástöfum. Þetta táknar bara eitt að það styttist víst í sumarsólstöður og jafnframt í það að beljurnar tali sem og gamlir kallar velti sér um í dögginni.
Rétt eins og flestir vita þá hefur það tíðast hjá V.Í.N. að tölta Fimmvörðuhálsinn um Jónsmessuhelgina. Ekki er ætlunin að láta verða undantekningu á því þetta árið.
Í dag eru ekki nema tvær vikur í það að undanfarar fari í Bása á Goðalandi til að tjalda og skilja eftir það dót sem fólk ætlar ekki að lappa með yfir.
Fyrst það er betur heldur farið að styttast í þetta þá væri gaman að sjá hverjir hafa hug á því að tölta með göngudeildinni. Ekki væri svo verra að heyra frá þeim sem ætla bara að mæta innúr, en ekki ganga, hvort sem það yrði þá á flöskudeginum eða laugardeginum. Annars fyrir þá sem ætla þá er æfingaferð n.k. þriðjudag sem auglýst verður síðar og allir eru velkomnir með.
Hvað um það. Bara muna Fimmvörðuháls 20.júní nk og haldið til í Básum til 22.júní.
Koma svo og fjölmenna.

Svona til að hita aðeins upp er upplagt að kíkja á eftirfarandi myndir:

Fimmvörðuháls 2002
Fimmvörðuháls 2003
Jónsmessuhelgin 2005
Fimmvörðuháls 2006
Fimmvörðuháls 2007 (Skáldið)
Fimmvörðuháls 2007 (Litli Stebbalingurinn)

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!