sunnudagur, júní 29, 2008
Reykusdalur
Þá er runninn upp ný vika og hjá flestum byrjar ný vinnuvika á morgun. En það blæs ekki bara á móti það er smá sólargeisli því V.Í.N.-ræktin á sinn fasta sess í tilverunni á þriðjudögum. Svo er kannski vert að minnast á það að ekki er heldur langt í Helgina. Hún er bara rétt handan við hornið. Þá breytast menn í varúlfa og verða hauslausir. Afsakið, þarna missti greinarhöfundur sig aðeins.
Komum okkur að máli málanna þ.e. V.Í.N.-ræktinni. Nú í þessari viku er ætlunin að taka bað og ekki veitir af fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðina þetta árið. Sum sé er stefnan tekin á Reykjadalslaug upp á Heiði. Hittingur já eigum við ekki bara að segja 19:30 við Olísstöðina upp á Rauðavatni aka Gasstöðin. Vera þar með uppþot áður en haldið er til fjalla. En allir verða að muna að fara eftir ráðum Umferðar-Einars þegar ferðast er með gas í ferðalögum.
Þessi ferð ætti að vera öllum við hæfi og vonumst við til að sjá sem flesta og flestar. Ekki verra ef það væri stúlkur á kjöraldri og sænska bikínilandsliðið.
Þar sem nýr mánuður er rétt handan við hornið er ekki úr vegi að birta dagskrá júlímánuðar.
Júlí
1. júlí Reykjadalslaug
8. júlí Hjólatúr um Heiðmörk
15. júlí Hvalfell
22. júlí Ármannsfell
29. júlí Hjólatúr um Álftanes
Kv
Hreinsunardeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!