þriðjudagur, júlí 15, 2008

Blaut var það heilin mín



Þrátt fyrir dræm viðbrög við útilegu um síðustu helgi þá létu Litli Ljótur og VJ það ekki stöðva sig við að komast út úr bænum. Raven fór reyndar í fjölskylduferð og jafnvel var ætlunin að reyna að hitta á hann á laugardeginum.
Þegar í Laugar var komið hittum við þar fyrir Gunna og Adólf en vegna hlaupabólu Gunna fóru þau snemma í koju. Laugin var æði misheitt en ölið smakkaðist ágætlega.
Á laugardeginum var kíkt í létta en blauta göngu á Bláhnjúk og er niður var komið var tjöldunum pakkað niður. Það var tekin stefnan á Fjallabak nyðra og niður á Vík. Eftir mat á Halldórskaffi gerðumst við menningarvitar á jazztónleikum á Skógum. Síðan var bara farið aftir í bæinn í gegnum rigningu á stökku stað. Komið var í borgina um 1:30 aðfararnótt sunnudags og strax komið dótinu í þurrk.
En alla vega þá má skoða myndir hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!