föstudagur, júlí 18, 2008
Úti að grilla með V.Í.N.
Það var látið verða af því að safnast saman í Heiðmörk síðasta miðvikudag í þeim tilgangi að grilla og snæða kjét. Viðbrögð við þessu voru með ágætum og mæting eftir því. Þeir sem söfnuðust saman á Vígsluflöt voru:
Stebbi Twist
VJ
Maggi á móti
Andrés Þór
Eldri Bróðurinn
Hrafn og dóttir
Hvergerðingurinn
Hrannar og dóttir
Jökla-Jolli
Auður
Úlfar Jökull
Tiltektar-Toggi
Agnes
Bogga
Yngri Bróðurinn
Erna
Gunni
Adólf
Freyja
Jarlaskáldið (sem kom og kíkji á liðið)
Rétt eins og sjá má var þokkalegasta mæting og fínasta stemning þar sem allir voru úti að grilla. Það verður að segjast að þetta heppaðist bara nokkuð vel og held að það megi alveg endurtaka þetta við tækifæri, smala hópnum svona saman og jafnvel fá fleiri þá þó það gæti verið erfitt.
Kemur sjálfsagt ekki á óvart að Litli Stebbalingurinn var vopnaður myndvél. Afraksturinn er hægt að skoða hérna
Kv
Manneldisráð
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!