sunnudagur, júlí 13, 2008
Moby Dick
V.Í.N.-ræktin heldur áfram og nú skal gerð önnur tilraun við Hvalfell. Sum sé Hvalfell á komandi þriðjudag. Rétt eins og nafnið bendir til þá er Hvalfell í Hvalfirði, nánar inni í botni, þá er vel við hæfi að hafa hitting við sjálfa N1 stöðina í Mósó. Þar ætti fólk verið að fara kannast við okkur en hvað um það. Tímasetning tja spurning hvort fólk vilji fara 18:00 eða 18:30 þar sem það þarf að aka aðeins að þessu og síðan er þetta ágætasta ganga. Þó ekkert Hafnarfjall amk ekki hringurinn. Sum sé hittingur á þriðjudag í Mosó og skundað síðan á Hvalfell. Vonandi að sem flestir láti sjá sig.
Kv
Göngudeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!