sunnudagur, júlí 20, 2008

Ármann kenndur við fell

Jamm, V.Í.N.-ræktin hefur sinn gang í lífinu og verður næsti þriðjudagur engin undatekning þar á. Nú skal haldið á helgasta stað Íslendinga og skunda þar upp á Ármannsfell.
Það þarf vart að koma nokkrum manni í opna skjöldu að hittingur er við N1-stöðina í Mosó. Já, þar hafa menn nokkrum sinnum áður hist til halda í göngu. Tímasetning tja eigum við ekki bara að segja 18:30 og þá ættu allir að geta skilað sér heim og í bólið á skikanlegum tíma. Niðurstaðan er því að Ármannsfell á þriðjudag og hittingur kl:18:30. Allir sáttir?

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!