miðvikudagur, janúar 09, 2008

Skráning er hafin

Jæja, gott fólk þá er komið að því sem allir hafa beðið eftir á nýju ári. Það er auðvitað skráning fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2008. Reyndar skv. reynslu síðustu ára væri nær að tala um Fyrstuhelgaríjúlígoðalandsárshátíðarferð. En við skulum ekki tapa okkur í smáatriðum og halda okkur við gamlar málvenjur og tala um Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð.
Þið ættuð að vera farin að þekkja þetta og hægt er að skrá sig og sína í þar tilgerðri skilaboðaskjóðu hér að neðan. Ætli það sé ekki líka best að nota tækifærið og klíkuskapinn og skrá Litla Stebbalinginn og Willy hér með. Nú er barasta að slá öll fyrri met og fjölmenna þetta árið.

Fólk:

Stebbi Twist

Bílar:

Willy

Fleira var það ekki að sinni.
Góðar stundir

Kv
Undirbúningsnemd eftirlisdeildar

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!