Þá er nú barasta helgin rétt handan við hornið sem táknar bara eitt, fólk er farið að huga að því hvað gjöra skuli um helgina. Ein hugmynd hefur komið upp, reyndar svo sem fleiri, en ein sem menn virðast vera á. Þeim Skúritasbræðrum datt það í hug að fara inn í Þakgil um helgina og jafnvel reyna gera tilraun til að kíkja á Mýrdalsjökull. Fréttaritara datt það líka í hug að grípa hjólhestinn sinn með og ef kíkt verður upp þá hjóla niður og þiggja góða hjálp frá sjálfum Sir Newton í leiðinni. Svona rétt áður en hann fær eplið á hausinn. Síðan um kveldið grilla og jafnvel sötra á eins og einum pilsner eða maltöli. Ekki veitir af þar sem það gefur hraustlegt og gott útlit. Yrði slíkt ástundað eftir hugsanlega sundferð svo vissara er að taka speedoskýluna með. Síðan yrði farið snemma ofan í poka, líkt og okkar er siður. Fara svo venjulegu heiðarleiðina heim.
Hvort sem fólk sé sammála þessari ferðatilhögun eða hafi það aðrar hugmyndir þá er orðið laust og micinn er opinn fyrir athyglissjúka sem hlédræga.
Kv
Ferðamálaráð
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!