sunnudagur, júlí 06, 2008

Hjólahestatúr í Heiðmörk



Þrátt fyrir að núna sé FyrstuhelgaríjúlíárshátíðarÞórsmerkurferð nýlokið og fólk sjálfsagt eilítið lúið þá er ekkert slegið slöku við þegar V.Í.N.-ræktin er annarsvegar. Dagskráin heldur áfram og núna á þriðjudag skal hjólhestast um hluta af græna treflinum þ.e þeim hluta hans sem er tilheyrir Heiðmörk.
Áður en haldið skal í Heiðmörk er bezt að hittast einhverstaðar og er það tilvalið að hafa það Elliðaárstífluna. Líkt og áður þegar hjólað er fær Skáldið að ákveða tímasetningu og verður ekki gerð undantekning á því núna. Það er svo vonandi að sem flestir geti látið sjá sig á þriðjudagskveldið við stífluna.

Kv
Hjóladeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!