miðvikudagur, júlí 02, 2008

Þórsmerkurdiskurinn 2008

Þá hefur Jarlaskáldið lagt lokahönd á Þórsmerkudisk þessa árs. Hann er aðeins einn í ár en ekki tvöfaldur eins og undanfarin ár, en það þýðir bara að gæðin eru helmingi meiri, eða eitthvað í þá áttina. Skáldið mun brenna einhver eintök á plast og vera með til dreifingar í Merkurförinni en þeir tæknivæddustu sem vilja fá diskinn á tónhlöður sínar eða íPóða geta farið á eftirfarandi hlekk (http://www.yousendit.com/download/TTdFdFdlK3hQb0xIRGc9PQ) og freistað þess að hala disknum niður á tölvutæku formi. Svona er nú tæknin skemmtileg, það er að segja ef þetta virkar. Góðar stundir.

http://www.yousendit.com/download/TTdFdFdlK3hQb0xIRGc9PQ

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!