þriðjudagur, júlí 01, 2008
Pottormar
Fastir vikuliðir áttu sér stað núna fyrr í kveld en þá var á dagskráninni hjá V.Í.N.-ræktinni sundferð í Reykjadalslaug eða læk. Hvernig svo sem menn líta á það.
Það voru fjórir drengir samankomnir við Gasstöðina og heldu sem leið lá á fyrirhuguð virkjanasvæði upp á Hellisheiði. Laugin var alveg þolanleg og vel brúkhæf til baðferða. Þeir sem fóru voru:
Stebbi Twist
Jarlaskáldið
Hvergerðingurinn
Danni Djús
Það eru því amk 4.sveinar sem eru orðnir hreinir og fínir fyrir FyrstuhelgaríjúlíárshátíðarÞórsmerkurferð 2008 eftir þessa baðferð. Ilmandi af brennistein og öðrum náttúrulegum kölnarvötnum. Fyrir áhugasama er hægt að skoða myndir hér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!