Rétt eins og getið var hér þá var farið í snilldar hjólhestatúr á þriðjudagskveldið. Þrátt fyrir að flestir væru enn að jafna sig eftir áreynslu síðustu helgar þá var rædd um hvað gjöra skal um komandi helgi. Nokkrir þar voru staðráðnir í því að kíkja úr bænum þá amk voru Bogi og Logi heitir og Raven nánast ákveðinn. Voru menn nokkuð kátir fyrir því að fara í Landmannalaugar á flöskudaginn og síðan í Þjórsárdal á laugardag.
Það gerist víst margt skrítið þarna í Heiðmörk þar sem kviknaktir kallar eiga það víst til að spretta fram út úr runnum og þar kom líka sú hugmynd að nota ferðina upp í Laugar til að ganga upp á Brennisteinsöldu. Ásamt því að skolla af sér rykið eftir FyrstuhelgaríjúlíárshátíðarÞórmerkurferð og losa sig við svitalyktina úr hjólaferðinni í lauginni í Laugum. Ef við verðum heppnir þá krækjum við okkur líka í sundmannakláða. Jafnvel um leið og tekið er 4.sinum 400 metra hundasund með frjálsri aðferð. Þetta var nú smá bónus.
Sum sé Landmannalaugar á flöskudag og síðan Þjórsárdalur lau-sun. Allar aðrar hugmyndir eru vel þegnar í athugasemdakerfinu hér að neðan og allir velkomnir með
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!