miðvikudagur, júlí 09, 2008
Hjólað um Heiðmörkina
Varla hefur síðasta auglýsing frá V.Í.N.-ræktinni farið framhjá mörgum lesendum síðunnar. Annars hefur hún ekki þjónað tilgangi sínum. Alla vega voru a.m.k. 5 sveinar sem lásu og ákváðu að láta sjá sig á hjólhesti. En það voru:
Stebbi Twist
VJ
Hvergerðingurinn
Raven
Maggi á móti
Menn voru pikkaðir upp á nokkrum stöðum á leiðinni í Heiðmörk. Allir voru þó samankomnir áður en skipt var um sveitarfélag og farið yfir í Kópavoginn. Þar á víst að vera gott að búa.
Síðan var hjólað sem leið lá yfir í Heiðmörk undir öruggri leiðsögn Ferris. Þar voru stígar þræddir og mikið gaman og mikið fjör. Þess ber þó að geta að þar sem hreingerningardeildin sendi ekki fulltrúa og því þetta kvennmannslaus ferð. Því þótti ekki ástæða að koma við í Rauðhólum. En kannski næzt.
Hafi einhverjir áhuga á, fyrir utan fyrrnefndu 5, þá má skoða minningar úr ferðinni hér.
Kv
Hjóladeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!