miðvikudagur, maí 28, 2008

Skagafjarðarsveiflan




Já, gott fólk, nú er kominn tími til að draga fram tjöldin, gönguskóna, kæliboxin og Hawaii-skyrturnar því það er komið að því að VÍN-verjar hefji útilegusumarið 2008 og ekki seinna vænna enda næstum kominn júní!

Á undirbúningsfundi sem haldinn var á toppi Móskarðahnúka í gærkvöld var sú lýðræðislega ákvörðun tekin að stefna norður í land, nánar tiltekið á slóðir Geirmundar og Grettis í Skagafirði, slá upp tjöldum á Bakkaflöt, arka upp á Mælifellshnjúk á laugardeginum og stunda svo almenn aðalfundarstörf um kvöldið, hver með sínu nefi.

Nú er um að gera fyrir alla sem vettlingi geta valdið að reka af sér slyðruorðið og drífa sig af stað enda engin ástæða til annars, spáð er veðri og heyrst hefur að Norðurlandsdeild VÍN muni jafnvel láta sjá sig. Einn, tveir og allir af stað!

Undirbúningsnemdin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!