mánudagur, ágúst 30, 2004

Eins fram kom hér á síðunni þá stefndi V.Í.N. í bústaðaferð um s.l. helgi og úr varð að fara í Svignaskarð. Hér á eftir kemur sagan af þeirri reisu.

Líkt og oft áður þá gerði einhver öræfaótti vart við sig meðal V.Í.N. og úr var að fjórir lögðu af stað úr bænum á föstudagskvöldið. Eftir að hafa gert sér ferð í Kópavogssveit til að sækja Stóra-Stúf var hægt að koma sér úr bænum með smá við komu á Select. Undirritaður þ.e. Stebbalingurinn og Tuddi Tuð höfðum við Willy sem fararskjóta að þessu sinni enda stóð til að gera smá jeppó á laugardeginum. Við komum svo í Svignaskarð á tíundatímanum eftir frekar tíðindalausan þjóðvega akstur þar sem hápunktur ferðar þeirrar voru Hvalfjarðargöngin, reyndar var gert stutt stopp í Borgarnesi til að tanka. Þegar við höfðum svo fundið bústaðinn þá voru þar Adólf og Jarlaskáldið sem höfðu komið fyrr á Woffa þeirra fyrrnefndu. Tók við bjórdrykkja á bílstjóranum. Þegar að fyrsti bjórinn hafði verið opnaður kom Alda með útprentaða ferðasögu(dagbók) úr hálendisreisu V.Í.N. um norðausturhálendið í ágúst 2002. Þótti mönnum þetta vera kærkominn upprifjun á frábæri ferð nema þá e.t.v. einum sem þarna var staddur og ekki var með í reisu þessari. Nóg um það. Eftir lestur og upprifjarnir var ákveðið að taka í spil og för voru Gettu betur og partýspilið. Þess má geta að GB-nördinn í hópnum sigraði með naumindum og dómaskandal. Sökum ölvunar þá gekk Skáldinu ekki ekki eins vel í Partýspilinu, meðspilara hans ekki til mikilar gleði, enda fer þar á ferðinni keppnismaður. Eftir alla þessa spilamennsku var kominn tími á pottinn. Þar var drukkinn bjór og eitthvað fleira gert sér til skemmtunnar. Þegar komið var upp úr pottinum var kominn háttatími hjá sumum meðan hinir sátu, spjölluðu og drukku öl aðeins frameftir. Fólk fór svo missnemma eða seint í bólið.


Það var svo ræsing um 11:30 á laugardagsmorguninnog eftir morgunmat, mogunbæn og Mullersæfingar var glápt á ,,æsispennandi´´ tímatökur á nærbuxunum. Eftir það var svo smá rekistefna með hvað ætti að gera og úr varð að halda nokkurnvegin í fyrirhugað plan og kíkja aðeins upp að Langavatni. Þrátt fyrir nokkra þynnku hjá sumum þá höfðu það allir af uppeftir og vel fór um alla 4 í Willy, þá sérstaklega þá sem voru afturí. Nóg um það. Við komum upp að Langavatni og við skálan Torfhvalastaði var stoppað og til að sanna komu okkur þá var að sjálfsögðu kvittað i gestabókina. Svo bara einfaldlega farið til baka sömu leið. Þó voru nokkur stopp gerð þá ýmist til myndatöku eða vatnsöflunar. Þegar við komum svo til baka í Svignaskarð var sú ákvörðun tekin að fara í menningarferð í Borgarnes. Fyrst var skipt um bíla, enda er Willy jeppi og ekki ætlaður í einhvern þjóðvegapjátursakstur, vegna slappleika eiganda Woffa var Stebbalingurinn fengin til akstur. Þegar við komum í nesið var það fyrsta sem við gerðum var að athuga hvort ríkið væri opið og komust við að því að búið var að loka því, okkur til mikilar skelfingar. Næsta mál var að finna stað til að éta og kom Hyrnan ekki til greina í þeim efnum. Höfðu sumir heyrt Dr.Gunna dásama matsölustað einn þar í bæ og úr varð að finna hann. Viti menn hann fannst, enda ekki um margar götur að þræða þarna í Nesinu eiginlega bara ein. Það verður barasta að segja að staður þessi ölli engum vonbrigðum og var allt frekar heimilslegt og allir sammála um að réttirnir hafi smakkastprýðilega. Þegar við komum svo til baka í bústaðinn var það fyrsta að athuga með grillið og kom þá í ljós að kol vantaði. Varð úr að síma í Brabrasoninn og bjargaði hann málunum. Við skelltum okkur svo í pottinn á meðan við biðum hinna á meðan aðrir tóku sér stutta kraftkríu. Svo þegar tími var kominn til að fara uppúr þá birtist meirihlutinn af liðinu sem ætlaði að koma á laugardeginum. Þarna voru á ferðinni Maggi Brabra og frú hans, ásamt Gvandala-Gústala og komu þau á Barbí þeirra fyrrnefndu. Í kjölfarið á þeim fylgdu svo Snorri Pervert og Katý á einhverju farartæki. Svo um 19:30 birtust Jolli og Ríkey og var þá orðið fullmannað í góða gleði. Fljótlega eftir að síðustu gestirnir birtust var hafist handa við að fíra upp í grillinu og skella á það sauðlauka og sveppi í forrétt. Fólk tók nú hraustleg til matar og drykkju. Eftir því sem áleið á kvöldið varð drykkja og ölvun almenn meðal leiðangursmanna. Að sjálfsögðu var skellt sér í pottinn og að hætti V.Í.N. var tekin ein umferð og jafnframt sú fyrsta á þessu keppnistímabili í léttsprellahlaupi. Var það hlaup æsispennandi og beittu menn ýmsum ráðum til að verja línuna ámeðan aðrir enduðu með bakið úti í skógi. Menn endust þó mislengi rétt eins sumum er von og vísa, aðrir fóru bara snemma að sofa sem er ekki nýtt.

Fólk skreið á lappir rétt eftir hádegi á sunnudeginum og til að fullkomna þynnkuna þá var kveikt á formúlu og gónað á hana. Fljótlega eftir að ökumenn höfðu lokið sér af fór fólk að koma sér af stað meðan Jolli og Ríkey voru aðeins rólegri og gláptu á handbolta áður en Ríkey sópaði svo. Hreingerningardeildin að sinna störfum sínum samviskusamlega. Þau skjötuhjú yfirgáfu svo svæðið um kl:17:00. Við hin sem eftir vorum og undanfarnir komum okkur svo út úr húsi rétt fyrir 18:00 með stefnuna á höfuðborgina.

Þar lauk fyrstu bústaðaferð vetrarins hjá V.Í.N. og vil ég þakka þeim sem þarna voru fyrir frábæra helgi og gott partý.

Kv
Gleði og bústaðanemd V.Í.N. í samstarfi við Jeppadeild.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!