fimmtudagur, október 07, 2004

Nú senn líður á tímamótum hér á V.Í.N-síðunni. Hvað er það? Kunna einhverjir fávísir að spyrja. Jú, það er að innan skamms mun gestur/lesandi nr.20000 líta hér við. Í tilefni þess hefur verið ákveðið að veita þeim heppna lesanda/gesti vegleg verðlaun. Hvað það er? Slíkt verður ekki látið upp fyrr en gestur/lesandi nr.20000 hefur gefið sig fram. Þó er alveg óhætt að fullyrða að um nærri því ótal glæsilegra vinninga er um að ræða. Svo mikils er að vinna. Það skal þó taka það fram að það skiptir máli hvort kynið verður sá sem verður nr.20000. Eins og nú er í tísku þá eru verðlaun kynjabundin og tekið verður fullt tilit til þess að reyna jafna hlut kynjanna. Hvað um það. Nú er bara beðið eftir þeim nr.20000.

Kv
Nemdin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!