fimmtudagur, október 28, 2004

Þá er allt að verða tilbúið fyrir jeppaferðina norður fyrir Hofsjökul.

Farið verið annað kvöld kl: 19:20 frá Select á Vesturlandsvegi á 10 eða 11 bílum. Í kringum 25 manns verða í þessum fína jeppatúr.

Á föstudegi verður væntanlega farið inn í Nýjadal og gist.

Á laugardegi er keyrt inn í Laugafell og menn gera sig fína fyrir kvöldið. Eftir laugina eru jepparnir ræstir og keyrt í Ingólfsskála. . Þar sem verður stærðar grillveisla

Vaknað er svo árla á sunnudagsmorgni keyrt inn á Kjöl og heim.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!