fimmtudagur, september 02, 2004

Eins og glöggir lesendur tóku eftir á vormánuðum, í svari við fyrirspurn frá Forvitnu Stelpunni (sjá gestabók), þá verða 10.ár, núna í septembermánuði, síðan V.Í.N. var formlega stofnað. Já, mikið rétt það. Nú á næstu dögum verður liðinn heil áratugur síðan nokkrir ungir drengir rottuðu sig saman í MS og stofnsettu félag þetta til að komast í skólafélagssjóð. Í tilefni þessu ámmæli er þá málið að fara í 10.ára ammælisferð. Líkt og fyrir áratug þá held ég að haustlitaferð í Þórsmörk sé málið og til að gera þetta að alvöru ammælisferð þá verður ferðin að vera farin síðustu helgina í september þ.e helgina 24-26 setp. n.k. Þó langar mig að gera eina breytingu á frá því fyrir 10.árum en það er að vera frá föstudegi fram á sunnudag en ekki eins náttaferð líkt og forðum. Nú er bara spurningin hvort málið sé Langidalur, eins og í fyrstu V.Í.N.-ferðinni eða Básar.

Gott fólk, velunnarar og aðrir. Tjáið ykkur og hvað ykkur finnst að ætti að gera í tilefni þessara tímamóta í lífi okkar allra.

Góðar stundir
Kv.
Undirbúningsdeild Eftirlitsnemdar ammælissvið í samstarfi við gleðihóp.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!