sunnudagur, ágúst 22, 2004

Skúbb helgarinnar. Þær óstaðfestu fréttir hafa heyrst að Alda geti hugsanlega orðið úti um bústað um næstu helgi. Almannarómur segir að annað hvort séu þessar byggingar staðsettar við Miðhúsaskóg eða Svignaskarð. Þetta er þó ekki alveg á hreinu og verður að koma betur í ljós þegar líða tekur á vikuna. Samt sem áður þá tók jeppahjartað í manni kipp við þetta og jeppadeildin fór að ráða ráðum sínum. Hugmyndin er að gera smá jeppó á laugardag, þó ekki fyrr en eftir að tímatökur í formúlunni hafa farið fram.

Þær hugmyndir sem komu upp eru að farið verður í Miðhúsaskóg að aka sem leið liggur að Úthlíð og taka þar beygju. Keyra í gegnum Úthlíð og eitthvað lengra og svo virða fyrir okkur Brúarskörð, sem kuð vera víst ansi mögnuð sjón. Ef veður verður leiðinlegt þá er gott að vera með varaáætlun. Hún er á þann veginn að fara frá Miðhúsaskógi og koma sér aðeins nær Laugarvatni uns við komum að Miðdal, aka þar í gegnum bæjarhlaðið og upp brekku eina bratta. Vegur þessi leiðir víst leiðina að skálanum við Hlöðuvelli og þar er hægt að taka nokkrar leiðir til baka. Fara Þjófahraunið til baka, niður að vörðu og inn á Gjábakkaveg (Lynddalsheiði). Svo er líka hægt að koma sér á línuveginn og halda í vestur og niður á Kaldadalsveg eða í austur átt, t.d er hægt að skoða Hagavatn frá veginum þar eða bara einfaldlega kíkja á Hagavatn eftir að Kjalvegi er náð.

Ef haldið verður hinsvegar í Svignaskarð þá er það hugmynd að fara upp að Langavatni og annaðhvort fara hringin í kringum vatnið eða fylgja slóðanum sem liggur áfram alla leið í Hvammsfjörð. Gæti orðið svolítið löng dagleið, verður samt bara að koma í ljós

Hafa skal það í huga að þessi bústaðaferð er ekki enn staðfest svo það verður bara að koma í ljós hvað verður. En ef fólk þarna úti hefur eitthvað við þetta að bætta eða er með hugmyndir þá endilega tjáið ykkur.

Kveðja
Jepppa og bústaðadeild V.Í.N. í samvinnu við Gleðinemd.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!