Jamm og jæja
Nú er farið að styttast örlítið í að við höldum okkar árlega Le Grand Buffé.
Það er því snjall leikur, sem og merki um þróttmikið vit og miklar gáfur, að huga að
hvaða helgi henti skrílnum undir hátíðarhöldin svo hægt sé að panta eitt stykki slott.
Hér með heimtar undirritaður ásamt Öldu(við tókum það víst að okkur í ölæðisvímunni í Svignaskarðinu að athuga með bústaði) að fólk tjái sig í commenta-kerfið hvenær því henti að éta á sig gat.
Okkar hugmynd er að reyna ná í fyrstu helgina í nóvember. Þetta eru dagarnir 5-7 nóv.
Deadline fyrir einhverja skoðanir (sama hversu heimskulegar þær eru) eru til miðvikudagsins 15. september svo hægt sé að panta timburkofann í tíma.
Þakka þeim sem á hlýddu...eða lásu
Magú
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!