fimmtudagur, september 30, 2004

Rétt eins og glöggir lesendur vita þá eftir 8.daga brestur á ,,Matarveislan mikla´´. Við þann mannfagnað þykir við hæfi að gera smá jeppó á laugardeginum. Jeppadeildin lagðist í þunga þanka komst að eftirfarandi niðurstöðum, sem fæstar geta talist frumlegar. Skiptir ekki svo sem öllu.

Eins og flestir vita þá er bústaður þessi í Úthlíð. Það kann þá að þykja óþarfi að þurfa að yfirgefa svæðið til að komast á slóða einn sem liggur upp að Brúarskörðum. Að vísu þarf víst að rölta einhvern spöl til að geta litið þessa náttúruperlu augum. Spurning hvernig slíkt kann að leggjast í suma?

Annað í stöðunni er að koma sér niður á þjóðveg og taka þar hægri beygju og með stefnuna á Laugarvatn uns komið er að Miðdal. Þá yrði tekin aftur hægri beygja. spurning hvað Jarlaskáldið kann að segja við öllum þessum hægri beygjum? Eftir að útaf þjóðvegi er komið liggur brekka ein brött í áttina að Hlöðufelli. Eftir að þangað er komið er svo hægt að fara austan eða vestan megin við sjálft Hlöðufell og svo annað hvort niður á Haukadalsheiði eða Uxahryggi til að komast aftur ,,heim´´.

Eins og tölur í skoðanakönnunni benda til ætla allt að 28.manns að láta sjá sig. Gera má ráð fyrir að stór hluti þessa hóp séu gjafvaxta snótir á kjöraldri. Þá þykjir það þjóðráð að skella sér upp á Kjalveg og alla leið á Hveravelli. Þar er víst, fyrir þá sem ekki vita, pottur sem gott er að lauga sig í. Ef tími vinnst til er möguleiki að taka einhverja útúrdúra á Kili.

Það minnst spennandi er svo að fara á slóðir ammælisferðar VJ frá s.l. sumri og sama var gert í Grand Buffey í fyrra. Það er að kíkja upp á Hrunamannaafrétt.

Hið síðasta er svo að ákveða bara eitthvað á laugardeginum eftir að í bústaðinn yrði aftur komið í, en þá yrði það of seint.

Hvað gjöra skal? Veit ekki, erfitt að segja. Það verður bara spennandi að vita hve skæður öræfaóttinn verður og hve fáir láti sjá sig til að jeppast á laugardeginum. Jeppadeildin reiknar því með að fáir sem engin tjái sig um þetta mál og hefur því ákveðið að ekkert verði ákveðið fyrr en á laugardeginum og þá upp á sitt einsdæmi.

Kv
Jeppadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!