Núna fyrr í kvöld kom undirbúningsnemd eftirlitsdeildar saman til að ræða fyrirhugaða ammælisferð í Þórsmörk. Eitthvað var nemdin þunnskipuð á þessum undirbúnings- og eftirlitsfundi. Hvað um það. Þarna var ákveðið að halda öllum fyrri áformum um ferð. Þ.e. fara helgina 24-26.sept n.k. Nemdin komst að þeirri niðurstöðu að halda áfram að standa undir þeirri fullyrðingu sem Nonni Frændi kom með um daginn og vera í Básum, ef skálapláss leyfir. Það var bara einn galli á því að hægt sé að ganga strax í málið því ekki vissu fundarmenn hverjir stefna á ammælisferð. Því biður undirbúningsnemd fólk að tjá sig annaðhvort í kommentunum eða með að senda Stebba Twist sms, sjá neðar á síðunni t.v., svo hægt sé að sjá c.a hvað margir hafa áhuga og panta skálapláss eftir bestu getu. Biður nemdin fólk um að tjá sig f.h á flöskudaginn 17.sept. n.k.
Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!