Eins og alþjóð veit er V.Í.N. félag mikila hefða ein þessara hefða er að fara á Þjóðhátíð um Verzlunarmannahelgina. Líkt og undanfarin ár var þetta ár engin undantekning þó sumt nýtt hafi verið gert.
Menn fóru missnemma til Eyja þetta árið og þeir fyrstu voru mættir á svæðið 17:15 miðvikudaginn 28.júlí s.l. eftir ljúfa ferð með Dorniernum. Þarna á ferðinni voru undirritaður þ.e Stebbalingurinn undir öruggi leiðsögn Þjálfa. Eins Kidda hinum rauða er von og vísa þurftum við aðeins að bíða eftir kauða. Eftir hálft andarblik birtist kappinn á svæðið. Að sjálfsögðu var varla pláss fyrir dótið okkar í bílnum vegna þess að skottið var hálft fullt af bjór, það átti svo heldur betur eftir að bættast á birgðirnar, það reddaðist þó. Eftir að hafa komið við í verzlun þar sem við urðum okkur uti um kvöldmat og coca-pops sem á eftir að koma við sögu seinna. Næst var að koma sér í rauðu blokkina í íbúðina hans Kidda. Þar voru tveir kassar af bjór í ísskápnum sem Kiddi bauð upp á og fær hann bestu þakkir fyrir. Næst var að koma sér í húsmóðurgírinn og byrja að elda, aldrei var ölið langt undan, eftir að hafa snædd ljúfan kvöldmat var rölt niður á Hásteinsvöll og gónað á fótbolta í roki og rigningu. Eftir leik lögðum við Þjálfi leið okkar upp á Bröttugötu í heimsókn til Jóa Listó og Guggu. Eftir að hafa þegið þar kaffi, kleinur og kökur, alltaf tekið jafn höfðinglega á móti manni þar á Þjóðhátíð, var haft samband við Kidda þar sem hann var staddur á Lundanum. Okkur tókst loks að finna Lundann og þar sáttu Kiddi og Jói í sófanum góða, eftir að hafa fengið sér einn úr krana var haldið í rauðu blokkina til að drekka meiri bjór. Tók nú við ágætis ölvun á miðvikudagskvöldi fyrir þjóðhátíð þar sem við fórum aftur á Lundann. Þá hitti maður nokkur kunnug andlit m.a nokkra heimamenn sem eru farnir að þekkja mann sem traustan Þjóðhátíðargest og líka Áfengisálfinn og Bjöggann. Svo um 03:00 datt manni það snilldarræði í hug að láta liðið vita að maður væri drukkinn. Það endaði svo með því að við Þjálfi vorum fyrir utan íbúðina að rífast um hver ætti að borga leigubílinn heim. Þegar við komum inn þótti það þjóðráð að fá sér snæðing og auðvitað var coca-pops fyrir valinu í því ástandi sem við vorum þá fundum við ekki undirskálar og því urðu salatskálar að duga. Það verður bara að segjast alveg eins og er að ekki bragðist coca-popsið verra úr þessu leirtaugi. Nóg um miðvikudaginn.
Við þremenningarnir þrír tóku svo daginn missnemma á fimmtudeginum 29.júlí. Skáldið hafði svo samband við okkur og lét okkur vita að ekki liti vel út með flug hjá sér og hann væri að spá koma með Gubbólfi. Eftir að hafa ráðið ráðum okkar eftir mat var haldið í sund. Þar barst okkur sú frétt að liðið sem væri væntanlegt með Gubbólfi yrði hrúað beint í íþróttahúsið, ekki er hægt að neita því að manni var hugsað til Þjóðhátíðar 2002. Eftir sundferð var farið í heimsókn til Guðrúnar og Mörtu í kaffi og líka til að fá lykla af Mussojeppa Guðrúnar til ríkisferðar. Það veitti sko ekki af öllu plássinu því við félagarnir fórum úr Mjólkurbúðar Höskuldar eftir að hafa verzlað fyrir tæplega 70.000 ísl.kr. Þegar við komum aftur heim sáum við búið var að aflýsa flugi til Eyja og Skáldið væri á því að koma með Dallinum ef hann fengi flugmiðan endurgreiddan og hann kæmist til baka með flugi á mánudeginum. Þjálfi tók þá til óspilltra mála og eftir nokkur símtöl var Skáldið komið um borð í Lilla með stefnuna á Þorlákshöfn til að komast um borð í Gubbólf. Við hinir pöntuðum pizzu og heldum áfram ótrauðir við aðalfundarstörf. Um 23:00 var svo haldið niður á höfn til að taka á móti Skáldinu. Tók það lengri tíma en við kærðum okkur um. Vegna þess að Skáldið var komið snemma til Þorlákshafnar endaði dótið hans innst í gámnum og fékk hann því sitt frekar seint. Að sjálfsögðu byrjaði að rigna á meðan Skáldið beið þess að fá sitt dót. Við hinir komum okkur fyrir í hjá Alla á meðan. Loks birtist Skáldið og hægt var að koma sér upp í Áshamra með viðkomu í Ísjakanum. Þegar við komum svo aftur heim sátu tvær kvenverur inní stofu. Þetta voru Ásgerður, vinkona Kidda frá Laugarvatni, og Sigga. Aftur tók við venjuleg aðalfundar störf fram eftir nóttu. Það var svo kíkt aðeins fyrir utan Húkkaraballið en það var stuttur stanz og komið aftur upp í íbúð. Þar var setið lengur við drykkju svo var hugsað sér til hreyfings og aftur farið niður í Týrsheimili og svo á Lundann. Þarna var nú óminnisnegrinn eitthvað farinn að gera vart við sig. Við vorum niður á Lunda þar til okkur datt það í hug að fara niður á höfn og taka á móti ólukkulýðnum sem var að koma með Gubbólfi 06:00 á flöskudagsmorgninum. Í þeim hóp voru m.a vinir Kidda sem við kunnum ekki deili á þarna á þessum tíma punkti. Eftir að hafa staðið niðri á höfn í smá tíma í kulda, vosbúð og trekki fannst okkur þetta ekki eins góður brandari og í fyrstu og komum okkur upp í íbúð. Menn voru samt ekki á þeim buxunum að hætta og fengum við okkur bjór þegar heim var komið. Það endaði svo með að menn komu sér í bælið með misjöfnum árangri þó. Einn komst ekki einu sinni úr buxunum og svaf með þær á hælunum meðan áðrir lágu þverir. Þar með lauk fimmtudeginum.
Flöskudagurinn rann upp bjartur og fagur, eða svo minnir mig, við spruttum svo á fætur þegar Skáldið komst að því að 25.mín væru í lokun á Ríkinu og þar þurftum við að komast til að bæta á birgirnar og verzla þakklætisvott handa Jóa Listó. Í ríkisreknu verzluna komst við á mettíma og þrátt fyrir biðröð þá tókst okkur það sem við ætluðum okkur. Á leiðinni til baka var komið við í Ísjakanum og snæddur þar einn Hlölli sem var ljúfur í þynnkunni. Eftir að við komum aftur í Rauðu blokkina voru afréttara teigaðir og málin rædd. Þá hafði fjölgað gestum hjá Kidda og þar voru á ferðinni Sammi og Rakel en þau höfðu komið með Gubbólfi kl:06:00 um morguninn. Höfðu þau mikið gaman af því að kíkja í herbergið um morguninn og sjá okkur félaga misdauða þar inni. Klukkan fór nú að nálgast 15:00 svo ég og Skáldið gerðum ferð í Dalinn til að vera viðstaddir setningu og að sjálfsögðu var Brúðubíllinn á dagskrá og af honum skyldum við ekki missa. Fastir liðir eins og venjulega. Þegar við komum í Dalinn var fyrsta mál á dagskrá að verða okkur úti um armband. Eftir skunduðum við og urðum vitni af setningunni. Svo tók söngkeppni barna við á meðan við biðum eftir Brúðubílnum. Þarna hittum við fullt af fólki bæði fullu og forvitnilegu. Nokkur skyldmenni og frænku Skáldsins sem er víst árgerð 82 eða jafnaldri Willy, sem verður að teljast góður kostur af kvenmanni. Þar sem við sötruðum ölið í langri bið okkar eftir Lilla apa hafði Heiðrún Jóhannsdóttir samband og bauð okkur í kökuveislu inní Hvítatjaldinu. Þegar þar var komið og fengum við höfðinglegar mótókur að vanda. Þá var mér tilkynnt að mynd væri kominn af undirritiðum á heiðursmyndavegg Hvítatjaldsins, sannur heiður það. Þarna voru nokkrir gestir auk míns og Skáldsins og var ástand sumra skrautlegra en á okkur. Einn þeirra var t.d lagstur til rekkju rúmlega 16:00. Eftir að vera farnir að nálgast sykursjókk var skundað af stað til að missa ekki af Brúðubílnum, eftir fengina reynslu hef ég komist að því að Brúðubílinn bíður ekki eftir neinum, olli Lilli api og refurinn engum vonbrigðum. Eftir Brúðubíllinn var tölt upp í Áshamra og bankað var upp á Steina frænda og Guðrúnu þar sem okkur var boðið í lundaveislu og kjötsúpu. Ég þakka fyrir mig og eiga þau heiður skilið fyrir slíkan höfðingskap. Svo var bara komið til Kidda og haldið áfram að drekka sig í drasl. VJ, Tiltektar-Toggi og Gvandala-Gústala bættust svo í hópinn og tjölduðu þeir fyrir neðan svalirnar. Svo var haldið ógnar teiti fram eftir kvöldi þar sem m.a komu Njöddi, félagi vor úr MS, Skúli og Geiri. Án efa voru þeir fleiri en ekki man ég svo gladd eftir þeim og biðst ég hér með velvirðingar á því. Eftir að við komum við í Dal gerði líka þessi hellidembu en við vorum við öllu búnir og skelltum okkur bara í pollagallanna. Flöskudagskvöldið var svo mjög hefðbundið, Mullersæfingar við brennuna, heimsóknir í hvítu tjöldin og almenn skemmtun. Óminnisnegrinn var ekki langt undan svo ekki fer mikið af sögum af afrekum.
Það var svo frekar lágskýjað hjá sumum er komið var fram úr á laugardaginn m.a lá VJ á nærbuxunum upp í sofa frekar slappur. Annars var opnaður bjór og snæddur einhver matur. Leið lá svo í sund og þaðan niður á Prófastinn var sem Skáldið var tannburstað. Svo var kíkt í kjötsúpu um kvöldmat og haldið áfram að drekka sig í drasl, það ítrekað. Leiðin í Dalinn var svo til að sjá Egó og voru þeir nettir á kantinum. Það besta við það var að um leið og þeir slógu lokatón í ,,Fjöllin hafa vakað´´ hófst mögnuð flugeldasýning. Svo hófst venjubundin dagskrá hjá undirritiðum almennt djamm og heimsóknir í hvítu tjöldið. M.a hitti maður Hödda frænda og vinkonu hans. Annað er frekar þokukennt.
Sunnudagur, uff, uff. Þarna voru 4.dagar búnir og bara einn eftir. Svekkelsi og ekkert annað. Um daginn var drukkinn bjór, farið að éta sem var skrautlegt, farið í sund og heilsað upp á Frosta sem ekki var við. Haldið áfram að sötra. Kíkt í heimsókn í Tindastóll þar sem föngulegur hópur kvenna tók á móti sér. Farið heim og drukkið meira. Komið sér niður í Dal, verzlað bland í bláa Smirnoffinn, upp í brekku, drukkið, tekið í nefið, drukkið meira, tekið undir með Nonnsen. Eftir það tók almenn dagskrá við sem er óþarfi að endurtaka enda var óminnisnegrinn aldrei langt undan. Maður endaði svo skemmtuna einhvern tíma milli 09:00 og 10:00 á mánudagsmorguninn. Mikið var maður tjónaður þegar maður skreið upp í íbúð.
Mánudagurinn var furðulegur enda maður í hálfgerðu tjóni. Þó svo að aðrir virtust vera í meira tjóna, það er of löng saga. Þegar Skáldið skilaði sér var hlegið og skal sú saga ekki sögð hér. Þegar við skriðum á lappir var greinilegt að ekki væri verið að fljúga og ekki yrði flogið alveg á næstunni. Við styttum okkur svo aldur með að glápa á DVD. Við vorum svo mættir upp á flugvöll um 21:00 og við tók aðeins 1,5 klst bið. Aðeins segji ég vegna þess að við hittum þarna fólk sem var búið að bíða síðan 14:00 og komst ekki upp á land því öllu flugi upp á Bakka var aflýst. Alla vega þá tókst Fokkerinum okkar að lenda og við fórum í loftið og áttum annars ljúft flug til Reykjavíkur. Í menninguna vorum við komnir rétt eftir 23:00.
Mikið var maður súr á þriðjudeginum.
V.Í.N vill þakka öllum þeim sem fulltrúar þess hittu á Þjóðhátíð 2004 fyrir góða skemmtun. Hvort sem þeir, þau eða þær voru nefndar í frásögninni hér á undan.
Takk fyrir frábæra Þjóðhátíð
Skemmtinemd Þjóðhátíðardeildar V.Í.N. undanfararsvið
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!