föstudagur, september 18, 2015

Frá Hlöðufelli niður í Úthlíð



Nú í sumar hafði VJ komið með þá hugmynd að hjóla frá Hlöðufelli og niður í Úthlíð þar sem kauði var í sumarfríi ásamt sínu fólki í bústað einum þar.

Hann lét nokkra vita og þriðjudag einn var ákveðið að kýla á þetta. Að auki lét nú Stebbalingurinn Magga Móses vita en hann afþakkaði.
Það var svo hittingur í bústaðnum í Úthlíð kl:1100 á þriðjudagsmorgni en þangað var stefnt:

Stebbi Twist á Cube LTD SL sem kom á Konungi jeppanna
Eldri Bróðirinn á Merida One Twenty 7.800 og renndi hann í hlað á Litla Kóreustráknum
Danni litli á Scott Scale 735 og kom akandi á Hyundai i10, lét kauði að sjálfsögðu bíðaeftir sjer en við hinur græddum bara kaffi á meðan í staðinn
Síðan gestgafinn VJ sem var með sína Merida One Twenty 7.800

Síðan var öllum hjólheztunum raðan á Konung jeppanna og farið sem leið lá upp Efsta Dalsfjall og leiðin sú sem liggur að Hlöðufelli. Síðan fórum vjer vestan megin við Hlöðufell og uns komið var norðan megin við Hlöðufell var stanzað, bílnum lagt, hjólin tekin af og fljótlega hafist handa við að stíga á sveif. Við hjóluðum sem leið lá yfir klappir og hraun austan megin við Hlöðufell. Þegar suður fyrir Hlöðufell var komið var gjörður stuttur stanz við skálann á Hlöðuvöllum. Hann er nýuppgerður og er orðinn hins glæsilegasti. Það sem helst telst til tíðinda er að í skálnum hefur verið skipt um gardínur. Það telst nú til tiðinda. Eftir að hafa kvittað í geztabók að gömlum og góðum íslenzkum sveitasið heldum við för áfram. Ferðin gekk vel og sótist bara ágætlega áfram, sólin skein í heiði og allir sáttir við lífið og tilveruna. Svo komum við á Rótarsand og þá þyngdist róðurinn betur heldur. Þar hefði verið gott að vera á Fat-bike.
Brúarskörð er magnaður staður og þar var gaman, vel þess virði að hafa gert stopp þar. Magnað umhverfi. Eiginlega ekkert hægt að lýsa þeim neitt nánar, bara hægt að segja fólki að fara á staðinn og sannreyna það.
Við heldum svo bara áfram í sól og blíðu. Ekki leið svo á löngu, eftir Brúarskörð, dró ský fyrir sólu og hann byrjaði að rigna sem síðan síðan breyttist í haglél. Ekki mjög svo hressandi að fá haglið berjandi á mann. Lítið annað hægt að gjöra samt en að halda áfram bara klæða sig eftir veðri.
Þegar komið var svo að Hellisskarði fór veðrið að batna og við bara brunuðum þar niður og ekki leið á löngu uns sólin kom fram aftur. Að vísu misstum við að slóðanum til að komast að Miðfelli en það kom svo sem ekki að sök. En slóðin eftir Hellisskarð var mjög skemmtilegur og svona c.a að miðja vegu að Úthlíð. Við renndum svo aftur að bústaðnum í Úthlíð.

Það kom svo að því að það þurfti að rúlla eftir Konung jeppana og eftir smá hressingu sem fataskipti fór Eldri Bróðirinn með Litla Stebbalinginn á Litla Kóreustráknum uppeftir. Það tók svo sem sinn tíma en ekkert svo sem óeðlilega langan. Er leiðir skyldu þar sem Konungur Jeppana var skilinn eftir fór Eldri Bróðirinn sömu leið til baka þ.e aftur niður í Efsta-Dal og sá sem þetta ritar fór sem leið liggur vestur línuveginn inn á Kaldadalsveg og þaðan niður á Þingvelli. Þar með lauk sérdeilis aldeilis prýðilegum hjóladegi í góðum hóp á skemmtilegri leið

En fyrir þá sem áhuga hafa má skoða myndir hjer

Kv
Hjólheztadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!