fimmtudagur, september 03, 2015

Sumarfrí 2015: Haldið ve(r)stur



Eftir góða helgi á suðurlandinu hafði Maggi á móti samband og tjáði oss að Hólmvaðsklanið væri á ve(r)stfjörðum sunnanverðum. Þegar spurt var til veðurs var það sagt mjer að veður væri með ágætum þar. Það var því niðurstaðan að hlaða konung jeppana, koma við í nýlenduvöruverzlun og halda svo sem leið lá ve(r)stur á Tálknafjörð.

Satt bezt að segja leist oss eiginlega ekkert á blikuna á leiðinni því lognið var á mikilli hraðferð mezt alla leiðina. Í Svínadalnum helt maður fast í stýrið og stýrði á móti vindinum. Á Barðaströndinni var Breiðafjörðurinn ekki beint frýnilegur. En svo upp á Kleifaheiðinni um leið og öll vötn fóru að falla til Patreksfjarðar datt allt bara í dúnalogn. Er vjer komum svo á tjaldstæðið á Tálknafirði og hittum þau heiðurshjón fyrir var veður hið ágætasta. Amk logn. Vjer hentum upp tjaldi oss eða öllu heldur tjöldum. Svo var haldið í léttan göngutúr og endað á bæjarkráninni og splæzt á sig einum köldum úr krana. Er komið var aftur á tjaldsvæðið komu fullorðna fólkið afkvæmunum í koju og heldu síðan áfram léttu spjalli.

En alla vega þá má skoða myndir frá deginum hjer

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!