þriðjudagur, september 15, 2015
Úti í Jaðri alheimsins
Þá var runninn upp bezti dagur vikunnar sem er auðvitað mánudagur. En allavega Litli Stebbalingurinn hafði mæt Magga á móti á förnum vegi fyrir tilviljun og í kjölfarið símast við hvorn annan. Þar var ákveðið að taka eins og einn Jaðar eða svo enda veður með ágætum. Það átti svo eftir að bætast í hópinn um einn. Aðeins síðar bauð Hólmvaðsklanið oss litlu fjölskyldunni á H38 í pizzu eftir Jaðarstúr. Slíkt var að vonum vel þegið með þökkum.
En þennan dag fóru í hjólheztatúr:
Stebbi Twist á Merida One Twenty 7.800
Maggi Móses á Merida One Twenty 7.800
Sigurgeir gjaldkeri á Trek 6.Series
Krunka sá svo um að skulta oss uppeftir ásamt Skottu á Konungi Jeppanna.
Svo var bara að rúlla af stað niður í mót. Ferðin gekk vel og ætíð stuð að renna þessa leið. En svo kom að því. Viti menn og þið megið giska en Lilti Stebbalingurinn sprengdi. Enda hjólaði hann svo hratt að það sprakk. Að þessu sinni sprakk að framan aldrei þessu vant. En eins og tjellingin sagði eitt sinn: ,,aldrei að sleppa góðu brasi". Með varaslöngu í hnakktöskunni var þessu fljótlega reddað og haldið áfram leið oss. Nú fórum við ,,réttu" leiðina og það verður að segjast að sú leið gerir skemmtilega leið bara skemmtilegri. Svo tók bara hraunið við. Þegar við vorum rétt svo komnir af hrauninu og inn á veginn í Heiðmörk var vinstri pedalinn hjá Litla Stebbalingnum eitthvað skrítinn og þegar átti að skoða það betur hékk pedalinn bara laus úr sveifinni undir skónum hjá kauða. Hafði sum sé slitið sig úr sveifinni og rifið með sjer allar gengjurnar. Það var hægt að skrölta aðeins á þessu svona en svo þurfti bara að hringja í vin og láta sækja sig en þá var maður svo sem kominn langleiðina að Helluvatni svo ekki kom það mikið af sök.
Það var svo endað bara í Hólmvaðinu og grillaðar þar flatbökur.
Hjer má svo skoða myndir frá deginum
Kv
Hjólheztadeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!