miðvikudagur, september 16, 2015

Skarð svínanna



Veit að spámenn ríksins eru ekkert alltof vongóðir en þrátt fyrir það þá vitum vjer þá staðreynd að veðurfræðingar ljúga. Í ljósi þeirrar staðreyndar langar Stebbalingnum að varpa þeirri hugmynd hjer fram og spurningu hvort að sé vilji og eða áhugi fyrir því að hjólheztast Svínaskarðsleið um komandi helgi annað hvort þá laugardag eða sunnudag. Fer bara eftir því hvort hvað henti áhugasömum, séu einhverjir slíkur, eða veðurspá.
Alla vega hugmynd og sjáum til hvað verða vill

Kv
Hjólheztadeildin

2 ummæli:

  1. Mikið væri ég til en haustverkin kalla og því á ég ekki heimangengt.

    SvaraEyða
  2. Haustlaukarnir þurfa sína athygli. En svo eftir tvær vikur þá höfum vjer Magnús Blöndahl hug á að take eins og einn Jaðar Allir áhugasamir velkomnir

    SvaraEyða

Talið!