fimmtudagur, ágúst 27, 2015

Jaðarsport



Nú um ca akkúrat nákvæmlega miðjan júlí mánuð var einn góðviðrisdag ákveðið að skella oss í hjólheztatúr. Ekki var nú leiðin sem ákveðin var frumleg en skemmtileg engu að síður. Nú hjer er auðvitað verið að tala um jaðarinn. Þeir sem þarna stígu á sveif voru:


Stebbi Twist á Merida One Twenty 7.800
Bergmann á Merida One Sixty 7.900
VJ á Merida One Twenty 7.800

100% Merida M.O.R.E bike

Oss var skutlað uppeftir og hófum bara að hjóla sem leið lá í ve(r)stur átt. Þetta gekk allt saman og stóð Bergmann sig prýðilega þrátt fyrir að vera nýstíginn af meiðzlalistanum. Vjer urðum svo varir mannaferða er tveir menn komu aftan að okkur og stungu síðan oss af. Gaman að segja frá því. Nú svo er komið var í malarbrekkuna fór Stebbalingurinn fyrstur þar sem átti að taka myndir af hinum. Ekki vildi betur til en svo kauði sprengdi þar sem farið var svo hratt að það spark. Nú á meðan dekkjaviðgerðum stóð renndu svo aftur tvær sálir framhjá oss. Aldrei hefur áður orðið svo mikið vart mannaferða. En svo var bara haldið sem leið í lá í Heiðmörkina og svo endað í Apres í skúrnum hjá Bergmann. Bara rétt eins og það á vera eftir góðan sumarhjólatúr

Það má svo alveg skoða myndir frá kveldinu hjer

Kv
Hjólheztadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!